Innlent

Nemendur stunda kynlíf á salernum HÍ

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Vefurinn Student.is birti í gær óformlega könnun um kynlífsathafnir nemenda á háskólasvæðinu og segjast 15% þátttakenda hafa stundað kynlíf í þeim byggingum sem heyra undir Háskóla Íslands. Um helmingur svarenda segjast hafa íhugað að stunda kynlíf á háskólasvæðinu og þriðjungur viðurkenndi að hafa velt því fyrir sér hvaða staður háskólasvæðisins væri heppilegastur fyrir kynlífsathafnir.

Alls tóku 70 manns þátt í könnuninni, 43 konur og 23 karlar, en könnunin var auglýst á umræðuvef Háskóla Íslands. Þátttakendur voru á aldrinum 18 til 40 ára.

Þrír nemendur háskólans sem viðurkenndu að hafa stundað kynlíf á háskólasvæðinu gáfu sig fram í viðtal undir nafnleynd en í öllum þremur tilvikum hafði salerni orðið fyrir valinu sem vettvangur kynlífsins. Einn nemandi hafði á orði að það hefði gengið ágætlega að athafna sig á Þjóðarbókhlöðunni. Þar væru aðstæður til fyrirmyndar, nóg pláss og snagar þar sem hægt væri að hengja af sér. 

Margir nemendur háskólanna dvelja oft í skólanum við lestur langt fram á kvöld. Einn þátttakendanna, sem stundað hafði kynlíf innan veggja háskólans, sagði að með því að nýta tækifærið og stunda samfarir í skólanum hefði viðkomandi sloppið við samviskubit yfir því að koma örmagna og seint heim og ná þar af leiðandi ekki að njóta ásta með maka sínum þegar heim er komið, því það hefði verið búið að sjá fyrir kynlífinu í skólanum. 

Nánar má lesa um könnunina inn á vef Student.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×