Erlent

Netanjahú fór með sigur af hólmi

Líkúd bandalagið, flokkur Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra Ísraels, sigraði þingkosningarnar sem fram fóru þar í landi í gær. Eftir að búið er að telja flest atkvæðin og virðist sem Líkúd hafi fengið 29 þingsæti á meðan helsti keppninauturinn, Síónista sambandið, hafi fengið 24 sæti. Jitsjak Hersog, formaður Síónista sambandsins viðurkenndi í morgun ósigur sinn.

Því bendir allt til þess að Netanjahú fái stjórnarmyndunarumboðið eina ferðina enn. Útgönguspár og kannanir fyrir kjördag höfðu gefið til kynna að mun jafnara yrði á munum á milli flokkanna tveggja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×