Innlent

New York Times sýnir Mömmu Gógó áhuga

Valur Grettisson skrifar
New York Times veltir Óskarnum fyrir sér.
New York Times veltir Óskarnum fyrir sér.

Kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Mamma Gógó, er ein af 65 erlendum kvikmyndum sem mögulega gætu verið tilnefndar til óskarsverðlauna í Hollywood. New York Times ákvað af þessari ástæðu að ræða við Friðrik Þór þar sem hann hefur áður verið tilnefndur til Óskarsverðlauna, þá fyrir Börn náttúrunnar.

Friðrik Þór keppir við 64 aðra leikstjóra til þess að fá tilnefningu, meðal annars kemur mexíkóski leikstjórinn, Alejandro Gonzalez Inarritu, til greina. Hann leikstýrði meðal annars kvikmyndunum Babel, Amores Perros og 21 gramm. Kvikmynd hans Biutiful með Javier Bardem í aðalhlutverki, kemur til greina í ár.

Friðrik Þór hefur átt farsælan feril í kvikmyndaiðnaðinum.

Friðrik gerir kreppuna að umtalsefni í viðtali við New York Times. Hann segir meðal annars að allir Íslendingar séu sekir á einhvern hátt í hruninu auk þess sem hann gagnrýnir Alþingið harðlega.

Fram kemur í viðtalinu að Friðrik Þór hafi misst allt sitt í hruninu. Meðal annars húsið. Hann gefur þó loforð um hann muni mæta á hátíðina heimsfrægu verði mynd hans tilnefnd. Hann eigi enn eftir að ræða við gamla leikstjóra. Sjálfur minnist hann þess að besta upplifunin af síðustu hátíð sem hann sótti hafi verið að hitta Billy Wilder og fá gott ráð frá honum.

Aðeins fimm erlendar myndir hljóta tilnefningu til Óskarsverðlauna sem verða kynntar á morgun. Greinina má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×