Neysla neftóbaks aukist um 50% 25. mars 2011 18:41 Þrír starfsmenn í litlum skúr við Stuðlaháls sjá um að tappa á 25 tonn af neftbóki á ári hverju, en neysla á íslensku neftbóki hefur aukist um fimmtíu prósent á aðeins þremur árum. Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingu á lögum um tóbaksvarnir þar sem tekið er upp nýtt ákvæði þar sem segir að bannað verði að flytja inn, framleiða og selja allt bragð- og lytkarblandað reyklaust tóbak. Þetta þótti ekki nægilega skýrt í lögunum og er frumvarpið til að bregðast við tilraunum á innflutningi á bragðbættu munntóbaki. Á Íslandi hefur verið bannað með lögum að flytja inn, framleiða og selja fínkornótt neftóbak og munntóbak frá því að ESB-tilskipun sem gerði aðildarríkjum ESB og EES-ríkjunum skylt að banna munntóbak var leidd í lög hér 1. febrúar 1997. ÁTVR framleiðir hins vegar grófkornótt neftóbak í miklum mæli en það nýtur vaxandi vinsælda meðal ungmenna sem troða því í vörina. Framleiðslan hefur nú aukist um fimmtíu prósent á aðeins þremur árum, úr 16,8 tonnum í 25,5 tonn árið 2010. Framleiðslan fer öll fram í húsakynnum ÁTVR við Stuðlaháls í Reykjavík og öll áfylling á tóbakshornum og tóbaksdósum er í litlu húsi við Stuðlaháls þar sem hún er í höndum þriggja starfsmanna. Svenn Víkingur Árnason, framkvæmdastjóri vörudreifingar og heildsölu tóbaks hjá ÁTVR, segir að grunnhráefnið í neftóbakið, hrátóbakið sem sé í raun möluð tóbakslauf komi frá Svíþjóð. Þetta er uppistaðan í íslenska „ruddanum". Þó innflutningur á sænsku fínkornóttu tóbaki sé bannaður er hið íslenska að uppistöðu til alveg eins, hráefnið kemur frá Swedish Match í Svíþjóð sem framleiðir snúsið svokallaða sem er bannað hér á landi. Hið íslenska er líka alveg jafn hættulegt og hið sænska en í því eru krabbameinsvaldandi efni. Eini munurinn á þessu og því sem notað er í sænska snúsið er kornastærðin. Kornið sem notað er í íslenska tóbakið er grófara. Hrátóbakið er blandað með vatni, pottösku, ammoníaki og salti og síðan geymt í eikartunnum í sjö mánuði. Að svo búnu er það flutt í litla skúrinn þar sem starfsmennirnir þrír fylla á dósir og horn. Eins og sést er þetta nokkur handavinna. Eitt horn í einu og ein dós í einu áður en þessu er raðað í kassa og sent í verslanir. Og tuttugu og fimm og hálft tonn rata í nasirnar og undir efri vörina hjá íslenskum tóbaksneytendum á ári hverju. Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Þrír starfsmenn í litlum skúr við Stuðlaháls sjá um að tappa á 25 tonn af neftbóki á ári hverju, en neysla á íslensku neftbóki hefur aukist um fimmtíu prósent á aðeins þremur árum. Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingu á lögum um tóbaksvarnir þar sem tekið er upp nýtt ákvæði þar sem segir að bannað verði að flytja inn, framleiða og selja allt bragð- og lytkarblandað reyklaust tóbak. Þetta þótti ekki nægilega skýrt í lögunum og er frumvarpið til að bregðast við tilraunum á innflutningi á bragðbættu munntóbaki. Á Íslandi hefur verið bannað með lögum að flytja inn, framleiða og selja fínkornótt neftóbak og munntóbak frá því að ESB-tilskipun sem gerði aðildarríkjum ESB og EES-ríkjunum skylt að banna munntóbak var leidd í lög hér 1. febrúar 1997. ÁTVR framleiðir hins vegar grófkornótt neftóbak í miklum mæli en það nýtur vaxandi vinsælda meðal ungmenna sem troða því í vörina. Framleiðslan hefur nú aukist um fimmtíu prósent á aðeins þremur árum, úr 16,8 tonnum í 25,5 tonn árið 2010. Framleiðslan fer öll fram í húsakynnum ÁTVR við Stuðlaháls í Reykjavík og öll áfylling á tóbakshornum og tóbaksdósum er í litlu húsi við Stuðlaháls þar sem hún er í höndum þriggja starfsmanna. Svenn Víkingur Árnason, framkvæmdastjóri vörudreifingar og heildsölu tóbaks hjá ÁTVR, segir að grunnhráefnið í neftóbakið, hrátóbakið sem sé í raun möluð tóbakslauf komi frá Svíþjóð. Þetta er uppistaðan í íslenska „ruddanum". Þó innflutningur á sænsku fínkornóttu tóbaki sé bannaður er hið íslenska að uppistöðu til alveg eins, hráefnið kemur frá Swedish Match í Svíþjóð sem framleiðir snúsið svokallaða sem er bannað hér á landi. Hið íslenska er líka alveg jafn hættulegt og hið sænska en í því eru krabbameinsvaldandi efni. Eini munurinn á þessu og því sem notað er í sænska snúsið er kornastærðin. Kornið sem notað er í íslenska tóbakið er grófara. Hrátóbakið er blandað með vatni, pottösku, ammoníaki og salti og síðan geymt í eikartunnum í sjö mánuði. Að svo búnu er það flutt í litla skúrinn þar sem starfsmennirnir þrír fylla á dósir og horn. Eins og sést er þetta nokkur handavinna. Eitt horn í einu og ein dós í einu áður en þessu er raðað í kassa og sent í verslanir. Og tuttugu og fimm og hálft tonn rata í nasirnar og undir efri vörina hjá íslenskum tóbaksneytendum á ári hverju.
Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira