Innlent

Níddust svo á jepplingnum að hann var óökufær

Gissur Sigurðsson skrifar
Björgunarsveitir þurftu að koma ferðalöngum til aðstoðar í gær.
Björgunarsveitir þurftu að koma ferðalöngum til aðstoðar í gær.
Fjórir útlendingar lentu í vandræðum á Suðurlandi og þurftu björgunarsveitir að aðstoða þá og flytja til byggða.

Fyrst festu tvær konur smábíl sinn á Uxahryggjarleið og síðan tveir erlendir karlmenn jeppling sinn á Nesjavallavegi. Þeir voru búnir að níðast svo á bílnum áður en björgunarsveitarmennirnir komu, að hannn var orðinn óökufær og var skilinn eftir.

Og meira af óhöppum í umferðinni en tveir Íslendingar voru á ferð að reyndu að aka framúr stórum flutningabíl á þjóðveginum austan við Selfoss, en misstu bílinn á hálku utan í flutningabílinn. Hann dróstt einhvern spöl með flutningabílnum, uns hann nam staðar. Engan sakaði við þetta óhapp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×