Niðurfærslan gæti horfið með kjarasamningunum Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 21. apríl 2015 07:00 Vinna við frumvörp um afnám verðtrygginar er í fullum gangi í fjármálaráðuneytinu. Forsætisráðherra vonast til að þau verði lögð fram á næstunni. vísir/vilhelm Lán Íbúðarlánasjóðs til einstaklinga nema um 600 milljörðum króna, eins og kemur fram í ársskýrslu sjóðsins fyrir árið 2014.Þau eru öll verðtryggð. Í nýjasta yfirliti Seðlabankans kemur fram að verðtryggð lán vegna húsnæðiskaupa nema 450 milljörðum króna. Þegar við bætist um 200 milljarða lán lífeyrissjóðanna liggur fyrir að samanlögð upphæð verðtryggða húsnæðislána á Íslandi er rétt um 1.200 milljarðar króna. Hækkun verðbólgu um eitt prósent hækkar því þessi lán um 12 milljarða króna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir afar mikilvægt að hafa þetta í huga í yfirstandandi kjarasamningsviðræðum. „Húsnæðislánin eru ein af ástæðunum fyrir því að það er mikilvægt að forðast það að verðbólgan fari aftur á skrið,“ segir Sigmundur og nefndir einnig að fátt dragi jafn mikið úr kaupmætti og komi í veg fyrir kaupmáttaraukningu og verðbólga. „Hvað varðar svo húsnæðismálin sérstaklega þá er það jú eitt atriði, en þar er mikilvægt að hafa í huga vegna umræðu sem hefur orðið að leiðréttingin er í raun verðtryggð líka, því mun meiri sem verðbólgan er þeim mun meira munar um að leiðréttingin hafi átt sér stað. Það breytir þó ekki því að það er engu að síður stórhættulegt og mjög skaðlegt að verðbólgan fari af stað. Þess vegna hlýtur að vera mikið á sig leggjandi til að koma í veg fyrir það.“ Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við HÍ, segir að verðbólga mundi hafa töluverð áhrif á skuldaniðurfærsluna. „Verðbólgan étur upp þessa niðurfærslu á lánunum. Niðurfærslan er náttúrulega verðbólguhvetjandi, það er bara spurning um hversu mikil áhrifin verða. Allar þessar stærðir tengjast hins vegar. Um leið og laun byrja að hækka fer fasteignaverð að hækka. Það er því ekkert ólíklegt að það eigið fé sem búið var til hjá fólki með skuldaniðurfærslunni haldi sér.“Afnám verðtryggingar væntanlegt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að vinna við frumvörp um afnám verðtrygginar gangi vel. „Það liggur fyrir formleg samþykkt í ríkisstjórn um næstu skref og nú er verið að vinna frumvörp í fjármálaráðuneytinu í samræmi við það.“ Sigmundur treystir sér ekki til að segja hvenær von sé á þeim frumvöprum, vonandi áður en langt um líður. En nást þau á yfirstandandi þingi? „Það væri auðvitað langbest, en ég veit ekki nákvæmlega hve mikið menn eiga eftir þar.“ Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Lán Íbúðarlánasjóðs til einstaklinga nema um 600 milljörðum króna, eins og kemur fram í ársskýrslu sjóðsins fyrir árið 2014.Þau eru öll verðtryggð. Í nýjasta yfirliti Seðlabankans kemur fram að verðtryggð lán vegna húsnæðiskaupa nema 450 milljörðum króna. Þegar við bætist um 200 milljarða lán lífeyrissjóðanna liggur fyrir að samanlögð upphæð verðtryggða húsnæðislána á Íslandi er rétt um 1.200 milljarðar króna. Hækkun verðbólgu um eitt prósent hækkar því þessi lán um 12 milljarða króna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir afar mikilvægt að hafa þetta í huga í yfirstandandi kjarasamningsviðræðum. „Húsnæðislánin eru ein af ástæðunum fyrir því að það er mikilvægt að forðast það að verðbólgan fari aftur á skrið,“ segir Sigmundur og nefndir einnig að fátt dragi jafn mikið úr kaupmætti og komi í veg fyrir kaupmáttaraukningu og verðbólga. „Hvað varðar svo húsnæðismálin sérstaklega þá er það jú eitt atriði, en þar er mikilvægt að hafa í huga vegna umræðu sem hefur orðið að leiðréttingin er í raun verðtryggð líka, því mun meiri sem verðbólgan er þeim mun meira munar um að leiðréttingin hafi átt sér stað. Það breytir þó ekki því að það er engu að síður stórhættulegt og mjög skaðlegt að verðbólgan fari af stað. Þess vegna hlýtur að vera mikið á sig leggjandi til að koma í veg fyrir það.“ Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við HÍ, segir að verðbólga mundi hafa töluverð áhrif á skuldaniðurfærsluna. „Verðbólgan étur upp þessa niðurfærslu á lánunum. Niðurfærslan er náttúrulega verðbólguhvetjandi, það er bara spurning um hversu mikil áhrifin verða. Allar þessar stærðir tengjast hins vegar. Um leið og laun byrja að hækka fer fasteignaverð að hækka. Það er því ekkert ólíklegt að það eigið fé sem búið var til hjá fólki með skuldaniðurfærslunni haldi sér.“Afnám verðtryggingar væntanlegt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að vinna við frumvörp um afnám verðtrygginar gangi vel. „Það liggur fyrir formleg samþykkt í ríkisstjórn um næstu skref og nú er verið að vinna frumvörp í fjármálaráðuneytinu í samræmi við það.“ Sigmundur treystir sér ekki til að segja hvenær von sé á þeim frumvöprum, vonandi áður en langt um líður. En nást þau á yfirstandandi þingi? „Það væri auðvitað langbest, en ég veit ekki nákvæmlega hve mikið menn eiga eftir þar.“
Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira