Niðurgreiðsla líkamstjóna? Tómas Gunnarsson skrifar 19. ágúst 2011 06:00 Opinber niðurgreiðsla líkamstjóna í umferðarslysum hefur lengi verið undarleg og óskiljanleg staðreynd hér þrátt fyrir fjárþörf hins opinbera í margt annað. Ábendingar og áköll ýmissa á liðnum árum og áratugum til breytinga á þessu fáránlega háttalagi hafa engu skilað. Sinnuleysi almennings, doði opinberra aðila, þöggun fjölmiðla og hörð hagsmunagæsla áhrifaaðila, sem tryggingafélögin eru, virðast hafa ráðið hér líkt og í kvótamálum og lokun Guðmundar- og Geirfinnsmála. Kostnaðurinn lendir á almenningi eins og oft. Sérstakur hvati til skrifa um líkamstjónin er slys sem varð á fögrum vordegi 2010. Gömul vinkona var á göngu til að kaupa fisk í kvöldmatinn þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum svo hann fór upp á gangstétt og klemmdi hana upp við húsvegg og braut hné og fleiri bein í hægri fæti auk annarra alvarlegra áverka. Lögregla og sjúkralið voru fyrst til og síðan komu sjúkrahúsdvalir, svo mánuðum skipti, með margvíslegum aðgerðum. Og mjög er nú brugðið vinkonunni, sem var ungleg og óvenju vel á sig komin. Vantar mikið á að hún hafi náð sér og ljóst að aðgerðum svo sem endurhæfingu er langt í frá lokið. Verkfræðistofan Línuhönnun hefur áætlað kostnað vegna umferðarslysa á árinu 2005 og tengt hann launavísitölu Hagstofunnar. Samkvæmt því má ætla að kostnaður vegna umferðarslysa á árinu 2011 gæti verið um 38 milljarðar. Mikill hluti þessarar fjárhæðar fellur á ríkissjóð, sem kostunaraðila heilbrigðisþjónustu og sjúkra- og örorkutrygginga, auk annars sem tengist líkamstjónum í umferðarslysum. Getur verið löglegt og réttlætanlegt að ríkissjóður beri nánast allan kostnað af gáleysi og glannagangi ökumanna og eða bilunum ökutækja í umferðarslysum? Nei, alls ekki. Í 1.mgr. 88. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 segir: Sá sem ber ábyrgð á skráningarskyldu vélknúnu ökutæki skal bæta það tjón sem hlýst af notkun þess enda þótt tjónið verði ekki rakið til bilunar eða galla á tækinu eða ógætni ökumanns. Hér hvílir því og hefur lengi hvílt víðtæk og ótvíræð lagaskylda á eiganda bifreiðar að greiða tjón sem hlýst af notkun hennar. Þessi skylda er síðan geirnegld með lagaskyldunni um að ábyrgðartryggja ökutæki og þannig ætti kostnaðurinn af umferðarslysunum að lenda að mestu á tryggingafélögum en ekki á ríkissjóði. Ekki virðist tíðkað að gera kröfur og leggja fram reikninga vegna margvíslegrar opinberrar þjónustu hér, svo sem þjónustu heilbrigðisstofnananna, nema þegar útlendingar eiga í hlut. En ljóst má vera að fjáraustur ríkissjóðs í lögbrot, sem jafnan fylgja umferðarslysum, hefur áhrif og dregur úr margvíslegri viðleitni til að koma í veg fyrir slys. Á þennan hátt hefur ríkissjóður niðurgreitt líkamstjón. Margar opinberar stofnanir sem ættu að láta sig þetta varða, hafa ekkert gert í málinu svo séð verði. Nefnd skulu: Alþingi, dómstólar, ráðuneyti fjármála, innanríkis og velferðar, Ríkisendurskoðun, umboðsmaður Alþingis, Persónuvernd, umboðsmaður barna og Umferðarstofa, svo og Félag íslenskra bifreiðaeigenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Opinber niðurgreiðsla líkamstjóna í umferðarslysum hefur lengi verið undarleg og óskiljanleg staðreynd hér þrátt fyrir fjárþörf hins opinbera í margt annað. Ábendingar og áköll ýmissa á liðnum árum og áratugum til breytinga á þessu fáránlega háttalagi hafa engu skilað. Sinnuleysi almennings, doði opinberra aðila, þöggun fjölmiðla og hörð hagsmunagæsla áhrifaaðila, sem tryggingafélögin eru, virðast hafa ráðið hér líkt og í kvótamálum og lokun Guðmundar- og Geirfinnsmála. Kostnaðurinn lendir á almenningi eins og oft. Sérstakur hvati til skrifa um líkamstjónin er slys sem varð á fögrum vordegi 2010. Gömul vinkona var á göngu til að kaupa fisk í kvöldmatinn þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum svo hann fór upp á gangstétt og klemmdi hana upp við húsvegg og braut hné og fleiri bein í hægri fæti auk annarra alvarlegra áverka. Lögregla og sjúkralið voru fyrst til og síðan komu sjúkrahúsdvalir, svo mánuðum skipti, með margvíslegum aðgerðum. Og mjög er nú brugðið vinkonunni, sem var ungleg og óvenju vel á sig komin. Vantar mikið á að hún hafi náð sér og ljóst að aðgerðum svo sem endurhæfingu er langt í frá lokið. Verkfræðistofan Línuhönnun hefur áætlað kostnað vegna umferðarslysa á árinu 2005 og tengt hann launavísitölu Hagstofunnar. Samkvæmt því má ætla að kostnaður vegna umferðarslysa á árinu 2011 gæti verið um 38 milljarðar. Mikill hluti þessarar fjárhæðar fellur á ríkissjóð, sem kostunaraðila heilbrigðisþjónustu og sjúkra- og örorkutrygginga, auk annars sem tengist líkamstjónum í umferðarslysum. Getur verið löglegt og réttlætanlegt að ríkissjóður beri nánast allan kostnað af gáleysi og glannagangi ökumanna og eða bilunum ökutækja í umferðarslysum? Nei, alls ekki. Í 1.mgr. 88. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 segir: Sá sem ber ábyrgð á skráningarskyldu vélknúnu ökutæki skal bæta það tjón sem hlýst af notkun þess enda þótt tjónið verði ekki rakið til bilunar eða galla á tækinu eða ógætni ökumanns. Hér hvílir því og hefur lengi hvílt víðtæk og ótvíræð lagaskylda á eiganda bifreiðar að greiða tjón sem hlýst af notkun hennar. Þessi skylda er síðan geirnegld með lagaskyldunni um að ábyrgðartryggja ökutæki og þannig ætti kostnaðurinn af umferðarslysunum að lenda að mestu á tryggingafélögum en ekki á ríkissjóði. Ekki virðist tíðkað að gera kröfur og leggja fram reikninga vegna margvíslegrar opinberrar þjónustu hér, svo sem þjónustu heilbrigðisstofnananna, nema þegar útlendingar eiga í hlut. En ljóst má vera að fjáraustur ríkissjóðs í lögbrot, sem jafnan fylgja umferðarslysum, hefur áhrif og dregur úr margvíslegri viðleitni til að koma í veg fyrir slys. Á þennan hátt hefur ríkissjóður niðurgreitt líkamstjón. Margar opinberar stofnanir sem ættu að láta sig þetta varða, hafa ekkert gert í málinu svo séð verði. Nefnd skulu: Alþingi, dómstólar, ráðuneyti fjármála, innanríkis og velferðar, Ríkisendurskoðun, umboðsmaður Alþingis, Persónuvernd, umboðsmaður barna og Umferðarstofa, svo og Félag íslenskra bifreiðaeigenda.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar