Niðurgreiðsla líkamstjóna? Tómas Gunnarsson skrifar 19. ágúst 2011 06:00 Opinber niðurgreiðsla líkamstjóna í umferðarslysum hefur lengi verið undarleg og óskiljanleg staðreynd hér þrátt fyrir fjárþörf hins opinbera í margt annað. Ábendingar og áköll ýmissa á liðnum árum og áratugum til breytinga á þessu fáránlega háttalagi hafa engu skilað. Sinnuleysi almennings, doði opinberra aðila, þöggun fjölmiðla og hörð hagsmunagæsla áhrifaaðila, sem tryggingafélögin eru, virðast hafa ráðið hér líkt og í kvótamálum og lokun Guðmundar- og Geirfinnsmála. Kostnaðurinn lendir á almenningi eins og oft. Sérstakur hvati til skrifa um líkamstjónin er slys sem varð á fögrum vordegi 2010. Gömul vinkona var á göngu til að kaupa fisk í kvöldmatinn þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum svo hann fór upp á gangstétt og klemmdi hana upp við húsvegg og braut hné og fleiri bein í hægri fæti auk annarra alvarlegra áverka. Lögregla og sjúkralið voru fyrst til og síðan komu sjúkrahúsdvalir, svo mánuðum skipti, með margvíslegum aðgerðum. Og mjög er nú brugðið vinkonunni, sem var ungleg og óvenju vel á sig komin. Vantar mikið á að hún hafi náð sér og ljóst að aðgerðum svo sem endurhæfingu er langt í frá lokið. Verkfræðistofan Línuhönnun hefur áætlað kostnað vegna umferðarslysa á árinu 2005 og tengt hann launavísitölu Hagstofunnar. Samkvæmt því má ætla að kostnaður vegna umferðarslysa á árinu 2011 gæti verið um 38 milljarðar. Mikill hluti þessarar fjárhæðar fellur á ríkissjóð, sem kostunaraðila heilbrigðisþjónustu og sjúkra- og örorkutrygginga, auk annars sem tengist líkamstjónum í umferðarslysum. Getur verið löglegt og réttlætanlegt að ríkissjóður beri nánast allan kostnað af gáleysi og glannagangi ökumanna og eða bilunum ökutækja í umferðarslysum? Nei, alls ekki. Í 1.mgr. 88. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 segir: Sá sem ber ábyrgð á skráningarskyldu vélknúnu ökutæki skal bæta það tjón sem hlýst af notkun þess enda þótt tjónið verði ekki rakið til bilunar eða galla á tækinu eða ógætni ökumanns. Hér hvílir því og hefur lengi hvílt víðtæk og ótvíræð lagaskylda á eiganda bifreiðar að greiða tjón sem hlýst af notkun hennar. Þessi skylda er síðan geirnegld með lagaskyldunni um að ábyrgðartryggja ökutæki og þannig ætti kostnaðurinn af umferðarslysunum að lenda að mestu á tryggingafélögum en ekki á ríkissjóði. Ekki virðist tíðkað að gera kröfur og leggja fram reikninga vegna margvíslegrar opinberrar þjónustu hér, svo sem þjónustu heilbrigðisstofnananna, nema þegar útlendingar eiga í hlut. En ljóst má vera að fjáraustur ríkissjóðs í lögbrot, sem jafnan fylgja umferðarslysum, hefur áhrif og dregur úr margvíslegri viðleitni til að koma í veg fyrir slys. Á þennan hátt hefur ríkissjóður niðurgreitt líkamstjón. Margar opinberar stofnanir sem ættu að láta sig þetta varða, hafa ekkert gert í málinu svo séð verði. Nefnd skulu: Alþingi, dómstólar, ráðuneyti fjármála, innanríkis og velferðar, Ríkisendurskoðun, umboðsmaður Alþingis, Persónuvernd, umboðsmaður barna og Umferðarstofa, svo og Félag íslenskra bifreiðaeigenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Opinber niðurgreiðsla líkamstjóna í umferðarslysum hefur lengi verið undarleg og óskiljanleg staðreynd hér þrátt fyrir fjárþörf hins opinbera í margt annað. Ábendingar og áköll ýmissa á liðnum árum og áratugum til breytinga á þessu fáránlega háttalagi hafa engu skilað. Sinnuleysi almennings, doði opinberra aðila, þöggun fjölmiðla og hörð hagsmunagæsla áhrifaaðila, sem tryggingafélögin eru, virðast hafa ráðið hér líkt og í kvótamálum og lokun Guðmundar- og Geirfinnsmála. Kostnaðurinn lendir á almenningi eins og oft. Sérstakur hvati til skrifa um líkamstjónin er slys sem varð á fögrum vordegi 2010. Gömul vinkona var á göngu til að kaupa fisk í kvöldmatinn þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum svo hann fór upp á gangstétt og klemmdi hana upp við húsvegg og braut hné og fleiri bein í hægri fæti auk annarra alvarlegra áverka. Lögregla og sjúkralið voru fyrst til og síðan komu sjúkrahúsdvalir, svo mánuðum skipti, með margvíslegum aðgerðum. Og mjög er nú brugðið vinkonunni, sem var ungleg og óvenju vel á sig komin. Vantar mikið á að hún hafi náð sér og ljóst að aðgerðum svo sem endurhæfingu er langt í frá lokið. Verkfræðistofan Línuhönnun hefur áætlað kostnað vegna umferðarslysa á árinu 2005 og tengt hann launavísitölu Hagstofunnar. Samkvæmt því má ætla að kostnaður vegna umferðarslysa á árinu 2011 gæti verið um 38 milljarðar. Mikill hluti þessarar fjárhæðar fellur á ríkissjóð, sem kostunaraðila heilbrigðisþjónustu og sjúkra- og örorkutrygginga, auk annars sem tengist líkamstjónum í umferðarslysum. Getur verið löglegt og réttlætanlegt að ríkissjóður beri nánast allan kostnað af gáleysi og glannagangi ökumanna og eða bilunum ökutækja í umferðarslysum? Nei, alls ekki. Í 1.mgr. 88. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 segir: Sá sem ber ábyrgð á skráningarskyldu vélknúnu ökutæki skal bæta það tjón sem hlýst af notkun þess enda þótt tjónið verði ekki rakið til bilunar eða galla á tækinu eða ógætni ökumanns. Hér hvílir því og hefur lengi hvílt víðtæk og ótvíræð lagaskylda á eiganda bifreiðar að greiða tjón sem hlýst af notkun hennar. Þessi skylda er síðan geirnegld með lagaskyldunni um að ábyrgðartryggja ökutæki og þannig ætti kostnaðurinn af umferðarslysunum að lenda að mestu á tryggingafélögum en ekki á ríkissjóði. Ekki virðist tíðkað að gera kröfur og leggja fram reikninga vegna margvíslegrar opinberrar þjónustu hér, svo sem þjónustu heilbrigðisstofnananna, nema þegar útlendingar eiga í hlut. En ljóst má vera að fjáraustur ríkissjóðs í lögbrot, sem jafnan fylgja umferðarslysum, hefur áhrif og dregur úr margvíslegri viðleitni til að koma í veg fyrir slys. Á þennan hátt hefur ríkissjóður niðurgreitt líkamstjón. Margar opinberar stofnanir sem ættu að láta sig þetta varða, hafa ekkert gert í málinu svo séð verði. Nefnd skulu: Alþingi, dómstólar, ráðuneyti fjármála, innanríkis og velferðar, Ríkisendurskoðun, umboðsmaður Alþingis, Persónuvernd, umboðsmaður barna og Umferðarstofa, svo og Félag íslenskra bifreiðaeigenda.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun