Níræður fastur í innkeyrslunni: „Það er ekkert við þessu að gera“ Valur Grettisson skrifar 8. febrúar 2011 11:26 Þau eru fjölbreytt verkefnin sem borgarstarfsmennirnir þurfa að takast á við. Meðal annars að ryðja tjörnina. „Við getum ekki bara látið snjóinn hverfa," segir Guðni Hannesson, yfirverkstjóri gatnahreinsunar hjá Reykjavíkurborg, en það hefur verið óvanalega snjóþungt í borginni síðastliðna daga. Svo hefur borið á því að snjór hefur stíflað innkeyrslur eftir mokstur. Þannig hafði íbúi á níræðisaldri samband við Vísi í morgun en hann var ósáttur við að bíllinn hans varð innlyksa í innkeyrslunni eftir snjómokstur borgarstarfsmanna í Hlíðunum í morgun. Guðni segir fjölmargar kvartanir hafa borist vegna þessa, „en það er ekkert við þessu að gera. Við getum bara skafið göturnar." Hann segir viðbrögð fólks misheiftarleg, sumir hafi hringt illir vegna smá ökklahryggs, eins og Guðni orðar það sjálfur. Aðrir hafi hringt af góðri ástæðu. „Okkar verk er bara að halda götunum opnum. Þetta er eins og á sjónum, þá fær maður smá gusu á sig og lítið við því að gera," segir Guðni sem segir borgarbúa þurfa einfaldlega að takast á við þessar aðstæður. Aðspurður hvað snjómoksturinn hafi kostað borgina undanfarna daga svarar Guðni því til að hann hafi engar tölur á hreinu. „En um helgina voru 23 vélar í gangi og það kostar tíu þúsund kall á tímann," segir Guðni. Hann segir snjómoksturinn hafa gengið þokkalega síðan snjórinn byrjaði kyngja niður í síðustu viku. Nú eru starfsmenn borgarinnar að ryðja götur upp í Grafarholti og nærliggjandi hverfum vegna skafrennings. Snjómoksturinn hefst í raun klukkan þrjú á nóttinni en allar stofnæðar ættu að vera orðnar ökufærar um klukkan sjö að sögn Guðna. Síðan er hafist handa við að ryðja smærri götur. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
„Við getum ekki bara látið snjóinn hverfa," segir Guðni Hannesson, yfirverkstjóri gatnahreinsunar hjá Reykjavíkurborg, en það hefur verið óvanalega snjóþungt í borginni síðastliðna daga. Svo hefur borið á því að snjór hefur stíflað innkeyrslur eftir mokstur. Þannig hafði íbúi á níræðisaldri samband við Vísi í morgun en hann var ósáttur við að bíllinn hans varð innlyksa í innkeyrslunni eftir snjómokstur borgarstarfsmanna í Hlíðunum í morgun. Guðni segir fjölmargar kvartanir hafa borist vegna þessa, „en það er ekkert við þessu að gera. Við getum bara skafið göturnar." Hann segir viðbrögð fólks misheiftarleg, sumir hafi hringt illir vegna smá ökklahryggs, eins og Guðni orðar það sjálfur. Aðrir hafi hringt af góðri ástæðu. „Okkar verk er bara að halda götunum opnum. Þetta er eins og á sjónum, þá fær maður smá gusu á sig og lítið við því að gera," segir Guðni sem segir borgarbúa þurfa einfaldlega að takast á við þessar aðstæður. Aðspurður hvað snjómoksturinn hafi kostað borgina undanfarna daga svarar Guðni því til að hann hafi engar tölur á hreinu. „En um helgina voru 23 vélar í gangi og það kostar tíu þúsund kall á tímann," segir Guðni. Hann segir snjómoksturinn hafa gengið þokkalega síðan snjórinn byrjaði kyngja niður í síðustu viku. Nú eru starfsmenn borgarinnar að ryðja götur upp í Grafarholti og nærliggjandi hverfum vegna skafrennings. Snjómoksturinn hefst í raun klukkan þrjú á nóttinni en allar stofnæðar ættu að vera orðnar ökufærar um klukkan sjö að sögn Guðna. Síðan er hafist handa við að ryðja smærri götur.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira