Níræður fastur í innkeyrslunni: „Það er ekkert við þessu að gera“ Valur Grettisson skrifar 8. febrúar 2011 11:26 Þau eru fjölbreytt verkefnin sem borgarstarfsmennirnir þurfa að takast á við. Meðal annars að ryðja tjörnina. „Við getum ekki bara látið snjóinn hverfa," segir Guðni Hannesson, yfirverkstjóri gatnahreinsunar hjá Reykjavíkurborg, en það hefur verið óvanalega snjóþungt í borginni síðastliðna daga. Svo hefur borið á því að snjór hefur stíflað innkeyrslur eftir mokstur. Þannig hafði íbúi á níræðisaldri samband við Vísi í morgun en hann var ósáttur við að bíllinn hans varð innlyksa í innkeyrslunni eftir snjómokstur borgarstarfsmanna í Hlíðunum í morgun. Guðni segir fjölmargar kvartanir hafa borist vegna þessa, „en það er ekkert við þessu að gera. Við getum bara skafið göturnar." Hann segir viðbrögð fólks misheiftarleg, sumir hafi hringt illir vegna smá ökklahryggs, eins og Guðni orðar það sjálfur. Aðrir hafi hringt af góðri ástæðu. „Okkar verk er bara að halda götunum opnum. Þetta er eins og á sjónum, þá fær maður smá gusu á sig og lítið við því að gera," segir Guðni sem segir borgarbúa þurfa einfaldlega að takast á við þessar aðstæður. Aðspurður hvað snjómoksturinn hafi kostað borgina undanfarna daga svarar Guðni því til að hann hafi engar tölur á hreinu. „En um helgina voru 23 vélar í gangi og það kostar tíu þúsund kall á tímann," segir Guðni. Hann segir snjómoksturinn hafa gengið þokkalega síðan snjórinn byrjaði kyngja niður í síðustu viku. Nú eru starfsmenn borgarinnar að ryðja götur upp í Grafarholti og nærliggjandi hverfum vegna skafrennings. Snjómoksturinn hefst í raun klukkan þrjú á nóttinni en allar stofnæðar ættu að vera orðnar ökufærar um klukkan sjö að sögn Guðna. Síðan er hafist handa við að ryðja smærri götur. Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
„Við getum ekki bara látið snjóinn hverfa," segir Guðni Hannesson, yfirverkstjóri gatnahreinsunar hjá Reykjavíkurborg, en það hefur verið óvanalega snjóþungt í borginni síðastliðna daga. Svo hefur borið á því að snjór hefur stíflað innkeyrslur eftir mokstur. Þannig hafði íbúi á níræðisaldri samband við Vísi í morgun en hann var ósáttur við að bíllinn hans varð innlyksa í innkeyrslunni eftir snjómokstur borgarstarfsmanna í Hlíðunum í morgun. Guðni segir fjölmargar kvartanir hafa borist vegna þessa, „en það er ekkert við þessu að gera. Við getum bara skafið göturnar." Hann segir viðbrögð fólks misheiftarleg, sumir hafi hringt illir vegna smá ökklahryggs, eins og Guðni orðar það sjálfur. Aðrir hafi hringt af góðri ástæðu. „Okkar verk er bara að halda götunum opnum. Þetta er eins og á sjónum, þá fær maður smá gusu á sig og lítið við því að gera," segir Guðni sem segir borgarbúa þurfa einfaldlega að takast á við þessar aðstæður. Aðspurður hvað snjómoksturinn hafi kostað borgina undanfarna daga svarar Guðni því til að hann hafi engar tölur á hreinu. „En um helgina voru 23 vélar í gangi og það kostar tíu þúsund kall á tímann," segir Guðni. Hann segir snjómoksturinn hafa gengið þokkalega síðan snjórinn byrjaði kyngja niður í síðustu viku. Nú eru starfsmenn borgarinnar að ryðja götur upp í Grafarholti og nærliggjandi hverfum vegna skafrennings. Snjómoksturinn hefst í raun klukkan þrjú á nóttinni en allar stofnæðar ættu að vera orðnar ökufærar um klukkan sjö að sögn Guðna. Síðan er hafist handa við að ryðja smærri götur.
Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira