Níu ára einhverfur drengur skilinn eftir á bílaplani af ferðaþjónustu fatlaðra Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 22. september 2015 19:15 Ferðaþjónusta fatlaðra skildi níu ára gamlan einhverfan dreng eftir á bílaplani við matvöruverslun í nágrenni við heimili hans í síðustu viku, í stað þess að honum væri ekið beint heim eftir skóla. Framkvæmdastjóri Strætó segir ástæðuna að skráningu um drenginn hafi verið ábótavant í kerfi ferðaþjónustunnar. Jafet getur ekki gengið í venjulegan grunnskóla heldur er hann í Vogaskóla þar sem er sérstök einhverfudeild. Til að komast í og úr skóla frá heimili sínu í Árbæ nýtir hann sér ferðaþjónustu fatlaðra. Í gögnum Strætó stendur skýrt að aka eigi drengum til og frá heimili hans, enda hefur hann aldrei fyrr verið keyrður á vitlausan stað. Atvikið tók nokkuð á drenginn en á ferðalaginu týndi hann síma sem hann hafði nýlega fengið. Bílstjórinn sem keyrði Jafet viðurkennir að hafa látið hann út á planinu við Krónuna, en segist hafa séð hann ganga inn um dyrnar heima hjá sér. Á myndum sem Stöð 2 tók í dag sést þó að nánast ómögulegt sé að bílstjórinn hafi séð drenginn fara inn til sín frá bílastæðinu á Krónunni. Raunar hefði hann þurft að fylgja honum langleiðina heim til að sjá hann fara inn um dyrnar. „Hann segist hafa séð hann ganga inn um dyrnar. Og samkvæmt okkar skráningum þá eru engar sérstakar skráningar um þennan aðila. Það var ekkert um að hann ætti að fara í hendurnar á einhverjum fylgdarmanni eða forráðamanni. En við höfum lagt á það áherslu við bílstjóra að krakkar séu helst ekki látnir af hendi nema einhver taki á móti þeim,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, En liggur ekki ljóst fyrir að það þurfi að skutla börnum bara heim að dyrum? „Jújú, það má svo sem segja það ef það er hægt. En sem betur fer er hann þó ekki meira einhverfur en það að hann getur þó allavega ratað heim,“ segir Jóhannes. Ljóst er þó að drengnum var ekið á vitlausan stað. „En nú er búið að bæta úr þessu þannig að þetta kemur ekki fyrir aftur,“ segir Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira
Ferðaþjónusta fatlaðra skildi níu ára gamlan einhverfan dreng eftir á bílaplani við matvöruverslun í nágrenni við heimili hans í síðustu viku, í stað þess að honum væri ekið beint heim eftir skóla. Framkvæmdastjóri Strætó segir ástæðuna að skráningu um drenginn hafi verið ábótavant í kerfi ferðaþjónustunnar. Jafet getur ekki gengið í venjulegan grunnskóla heldur er hann í Vogaskóla þar sem er sérstök einhverfudeild. Til að komast í og úr skóla frá heimili sínu í Árbæ nýtir hann sér ferðaþjónustu fatlaðra. Í gögnum Strætó stendur skýrt að aka eigi drengum til og frá heimili hans, enda hefur hann aldrei fyrr verið keyrður á vitlausan stað. Atvikið tók nokkuð á drenginn en á ferðalaginu týndi hann síma sem hann hafði nýlega fengið. Bílstjórinn sem keyrði Jafet viðurkennir að hafa látið hann út á planinu við Krónuna, en segist hafa séð hann ganga inn um dyrnar heima hjá sér. Á myndum sem Stöð 2 tók í dag sést þó að nánast ómögulegt sé að bílstjórinn hafi séð drenginn fara inn til sín frá bílastæðinu á Krónunni. Raunar hefði hann þurft að fylgja honum langleiðina heim til að sjá hann fara inn um dyrnar. „Hann segist hafa séð hann ganga inn um dyrnar. Og samkvæmt okkar skráningum þá eru engar sérstakar skráningar um þennan aðila. Það var ekkert um að hann ætti að fara í hendurnar á einhverjum fylgdarmanni eða forráðamanni. En við höfum lagt á það áherslu við bílstjóra að krakkar séu helst ekki látnir af hendi nema einhver taki á móti þeim,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, En liggur ekki ljóst fyrir að það þurfi að skutla börnum bara heim að dyrum? „Jújú, það má svo sem segja það ef það er hægt. En sem betur fer er hann þó ekki meira einhverfur en það að hann getur þó allavega ratað heim,“ segir Jóhannes. Ljóst er þó að drengnum var ekið á vitlausan stað. „En nú er búið að bæta úr þessu þannig að þetta kemur ekki fyrir aftur,“ segir Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira