Innlent

Níu milljóna afgangur af rekstri spítalans

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Forstjóri Landspítalans er ánægður með árangurinn. Mynd/ Anton.
Forstjóri Landspítalans er ánægður með árangurinn. Mynd/ Anton.
Níu milljóna tekjuafgangur var af rekstri Landspítalans á fyrri helmingi ársins. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, gerir þetta að umtalsefni í fjölmiðlapistli sínum.

Björn segir að þetta þýði að reksturinn sé í fullu samræmi við fjárlög ríkisins árið 2011.  Eins og þið vitið hefur verið stöðugur niðurskurður síðustu árin og þetta ár er engin undantekning frá því. Árið hafi byrjað með rúmlega 700 milljóna niðurskurði. „Við erum búin að ná helmingnum af því og erum innan fjárheimilda nú eftir hálft ár! Þetta er eins og við höfum talað um og ég hef áður nefnt frábær árangur, samtakamáttur starfsmanna sýndur enn einu sinni," segir Björn í vikulegum pistli sínum sem hann sendir starfsmönnum.

Björn vekur athygli á því að spítalinn hafi hugað að því að sjúklingar séu ætíð í fyrirrúmi og að sumu leyti náð að þróa spítalann fram á við þrátt fyrir að aðstæður hafi verið erfiðar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×