Njósnað um Blika Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. ágúst 2013 16:45 Ólafur Kristjánsson. Mynd/Ernir „Maður er með sín prinsipp og stendur ekki í svona skítabusiness," segir Ólafur Kristjánsson þjálfari karlaliðs Breiðabliks í knattspyrnu. Blikar taka á móti Aktobe frá Kasakstan í síðari viðureign liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á Laugardalsvelli annað kvöld. Gestirnir æfa í kvöld á Laugardalsvelli og lék blaðamanni forvitni á að vita hvort Ólafur ætlaði að senda njósnara á staðinn. Svarið var skýrt. „Nei, ég geri það ekki," sagði Ólafur. „Ef æfingar eiga að vera lokaðar þá virðir maður það." Blikar hafa spilað ytra í Andorra, Austurríki og Kasakstan í forkeppni Evrópudeildarinnar í sumar. „Æfingar okkar í Sturm Graz og Aktobe áttu að vera lokaðar. Í Austurríki sátu þjálfarinn og aðstoðarþjálfarinn inni í VIP-herberginu, drukku kaffi og þóttust vera veitingastarfsmenn," segir Ólafur. Þjálfari Blika segir að aðstoðarmaður sinn, Úlfar Hinriksson, hafi farið upp í stúku á meðan á æfingu Blika stóð og litið inn í VIP-herbergið. Þar hafi fjórir veitingastarfsmenn tekið á móti honum. „Daginn eftir, rétt fyrir leik, segir hann við mig að einn veitingarstarfsmannanna sé á varamannbekk Austurríkismannanna," segir Ólafur sem spurði Úlfar hvern hann ætti við. Kom upp úr krafsinu að viðkomandi veitingastarfsmaður var aðstoðarþjálfari Sturm. „Hann er greinilega ekki í fullu starfi sem aðstoðarþjálfari því hann sagðist vera veitingastarfsmaður í gær," hefur Ólafur eftir Úlfari aðstoðarmanni sínum. Svipað hafi verið uppi á teningnum þegar Blikar mættu til Kasakstan. „Þá sátu tuttugu manns og horfðu á æfingu Blika og sögðust allir vera starfsmenn í öryggisgæslu," segir Ólafur. Leikur Blika og Aktobe hefst á Laugardalsvelli annað kvöld klukkan 20. Evrópudeild UEFA Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Sjá meira
„Maður er með sín prinsipp og stendur ekki í svona skítabusiness," segir Ólafur Kristjánsson þjálfari karlaliðs Breiðabliks í knattspyrnu. Blikar taka á móti Aktobe frá Kasakstan í síðari viðureign liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á Laugardalsvelli annað kvöld. Gestirnir æfa í kvöld á Laugardalsvelli og lék blaðamanni forvitni á að vita hvort Ólafur ætlaði að senda njósnara á staðinn. Svarið var skýrt. „Nei, ég geri það ekki," sagði Ólafur. „Ef æfingar eiga að vera lokaðar þá virðir maður það." Blikar hafa spilað ytra í Andorra, Austurríki og Kasakstan í forkeppni Evrópudeildarinnar í sumar. „Æfingar okkar í Sturm Graz og Aktobe áttu að vera lokaðar. Í Austurríki sátu þjálfarinn og aðstoðarþjálfarinn inni í VIP-herberginu, drukku kaffi og þóttust vera veitingastarfsmenn," segir Ólafur. Þjálfari Blika segir að aðstoðarmaður sinn, Úlfar Hinriksson, hafi farið upp í stúku á meðan á æfingu Blika stóð og litið inn í VIP-herbergið. Þar hafi fjórir veitingastarfsmenn tekið á móti honum. „Daginn eftir, rétt fyrir leik, segir hann við mig að einn veitingarstarfsmannanna sé á varamannbekk Austurríkismannanna," segir Ólafur sem spurði Úlfar hvern hann ætti við. Kom upp úr krafsinu að viðkomandi veitingastarfsmaður var aðstoðarþjálfari Sturm. „Hann er greinilega ekki í fullu starfi sem aðstoðarþjálfari því hann sagðist vera veitingastarfsmaður í gær," hefur Ólafur eftir Úlfari aðstoðarmanni sínum. Svipað hafi verið uppi á teningnum þegar Blikar mættu til Kasakstan. „Þá sátu tuttugu manns og horfðu á æfingu Blika og sögðust allir vera starfsmenn í öryggisgæslu," segir Ólafur. Leikur Blika og Aktobe hefst á Laugardalsvelli annað kvöld klukkan 20.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Sjá meira