Nokkur orð um rannsóknir og samkeppnissjóði Eiríkur Smári Sigurðarson og Ásta Sif Erlingsdóttir skrifar 15. nóvember 2013 06:00 Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014 blasir við sú stefna stjórnvalda að skera fjárframlög til rannsókna verulega niður. Harðast kemur niðurskurðurinn niður á samkeppnissjóðum eins og Rannsóknasjóði, Tækniþróunarsjóði og Markáætlun. Það hefur komið skýrt fram í umfjöllun síðustu vikna hvað verkefni fjármögnuð af samkeppnissjóðum eru mikilvæg fyrir framgang vísinda og rannsóknanáms á Íslandi og hvað rannsóknir og nýsköpun eru mikilvæg fyrir farsæla þróun íslensks samfélags. Við ætlum ekki að endurtaka þau rök hér heldur benda á nokkrar staðreyndir um fjármögnun samkeppnissjóða með áherslu á Rannsóknasjóð Vísinda- og tækniráðs og hvernig hún hefur þróast undanfarin tíu ár. Rannsóknasjóður hóf starfsemi sína í núverandi mynd árið 2004. Fyrsta árið fékk hann 303 umsóknir upp á 827 milljónir og gat úthlutað 191 milljón (24,4%) til 74 verkefna (23%). Árið 2012 fékk hann 267 umsóknir upp á 1.800 milljónir og gat úthlutað 297 milljónum (17,6%) til 47 verkefna (16,5%). Með framlagi úr fjárfestingaáætlun síðustu ríkisstjórnar var sjóðnum gert kleift að mæta betur þörf fyrir styrki og við úthlutun 2013 gat hann veitt styrki sem jöfnuðust á við það sem var 2004. Þá fékk hann 236 umsóknir upp á 1.700 milljónir og gat úthlutað 416 milljónum (27,5%) til 65 verkefna (24,4%). Þessar tölur verður að skoða í ljósi þess að samanborið við samkeppnissjóði í löndum sem við almennt berum okkur saman við eru og voru styrkir til rannsókna á Íslandi allt of lágir. Það sem við viljum leggja áherslu á hér er að sjóðurinn var á þessu ári rétt að ná því bolmagni sem hann hafði fyrsta árið sem hann starfaði.Tækifæri verulega skert Við þetta þarf að bæta að við síðustu áramót sameinaðist Rannsóknarnámssjóður, sem styrkti doktorsnema, Rannsóknasjóði sem þar með hafði tæplega 100 milljónir aukalega til úthlutunar í ár, peninga sem áttu að fara sérstaklega í að styrkja doktorsnema. Fjölgun og hækkun styrkja árið 2013 verður að skoðast í þessu ljósi. Miðað við fjárlagafrumvarpið virðast örlög Rannsóknarnámssjóðs ráðin, sem mun verulega skaða uppbyggingu og gæði doktorsnáms á Íslandi. Boðaður niðurskurður næstu þrjú árin fer, þegar Rannsóknarnámssjóður er tekinn með, úr 1,4 milljörðum í 850 milljónir. Árin 2012 og 2013 hafði Rannsóknasjóður að auki sérstaka fjármögnun úr rammaáætlun Evrópusambandsins um rannsóknir og þróun til að styrkja nýdoktora, en sú tímabundna fjármögnun er ekki lengur til staðar og mun draga enn frekar úr möguleikum sjóðsins til að styrkja verkefni. Með því að draga fjárfestingaráætlunina til baka eru tækifæri sjóðsins til að styrkja ný verkefni á næstu árum verulega skert. Verst er þó að ekkert í frumvarpinu eða stefnu stjórnvalda gefur von um breytingar á næstu árum. Við sem störfum við uppbyggingu rannsókna og rannsóknanáms við íslenskar rannsóknastofnanir og háskóla vitum vel hversu alvarlegar afleiðingar þetta mun hafa. Það verður erfiðara að koma nýjum rannsóknum af stað þar sem bestu nýju verkefnin eru oftast fjármögnuð af samkeppnissjóðum; það verður erfitt að halda áfram með mikilvægar rannsóknir þar sem verulegur hluti fjármögnunar þeirra kemur úr samkeppnissjóðum; það verður mun erfiðara að sækja rannsóknastyrki til Norðurlanda, Evrópu, Bandaríkjanna og annað ef rannsóknaumhverfið á Íslandi er ekki nógu sterkt; það verður erfiðara að fjármagna doktorsnám á landinu þar sem mjög stór hluti doktorsnema framfleytir sér með styrkjum úr samkeppnissjóðum; það verður erfiðara að fá ungt og efnilegt fólk til að hasla sér völl í rannsóknum og þekkingaröflun á Íslandi af því að framtíðarhorfurnar eru daprar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014 blasir við sú stefna stjórnvalda að skera fjárframlög til rannsókna verulega niður. Harðast kemur niðurskurðurinn niður á samkeppnissjóðum eins og Rannsóknasjóði, Tækniþróunarsjóði og Markáætlun. Það hefur komið skýrt fram í umfjöllun síðustu vikna hvað verkefni fjármögnuð af samkeppnissjóðum eru mikilvæg fyrir framgang vísinda og rannsóknanáms á Íslandi og hvað rannsóknir og nýsköpun eru mikilvæg fyrir farsæla þróun íslensks samfélags. Við ætlum ekki að endurtaka þau rök hér heldur benda á nokkrar staðreyndir um fjármögnun samkeppnissjóða með áherslu á Rannsóknasjóð Vísinda- og tækniráðs og hvernig hún hefur þróast undanfarin tíu ár. Rannsóknasjóður hóf starfsemi sína í núverandi mynd árið 2004. Fyrsta árið fékk hann 303 umsóknir upp á 827 milljónir og gat úthlutað 191 milljón (24,4%) til 74 verkefna (23%). Árið 2012 fékk hann 267 umsóknir upp á 1.800 milljónir og gat úthlutað 297 milljónum (17,6%) til 47 verkefna (16,5%). Með framlagi úr fjárfestingaáætlun síðustu ríkisstjórnar var sjóðnum gert kleift að mæta betur þörf fyrir styrki og við úthlutun 2013 gat hann veitt styrki sem jöfnuðust á við það sem var 2004. Þá fékk hann 236 umsóknir upp á 1.700 milljónir og gat úthlutað 416 milljónum (27,5%) til 65 verkefna (24,4%). Þessar tölur verður að skoða í ljósi þess að samanborið við samkeppnissjóði í löndum sem við almennt berum okkur saman við eru og voru styrkir til rannsókna á Íslandi allt of lágir. Það sem við viljum leggja áherslu á hér er að sjóðurinn var á þessu ári rétt að ná því bolmagni sem hann hafði fyrsta árið sem hann starfaði.Tækifæri verulega skert Við þetta þarf að bæta að við síðustu áramót sameinaðist Rannsóknarnámssjóður, sem styrkti doktorsnema, Rannsóknasjóði sem þar með hafði tæplega 100 milljónir aukalega til úthlutunar í ár, peninga sem áttu að fara sérstaklega í að styrkja doktorsnema. Fjölgun og hækkun styrkja árið 2013 verður að skoðast í þessu ljósi. Miðað við fjárlagafrumvarpið virðast örlög Rannsóknarnámssjóðs ráðin, sem mun verulega skaða uppbyggingu og gæði doktorsnáms á Íslandi. Boðaður niðurskurður næstu þrjú árin fer, þegar Rannsóknarnámssjóður er tekinn með, úr 1,4 milljörðum í 850 milljónir. Árin 2012 og 2013 hafði Rannsóknasjóður að auki sérstaka fjármögnun úr rammaáætlun Evrópusambandsins um rannsóknir og þróun til að styrkja nýdoktora, en sú tímabundna fjármögnun er ekki lengur til staðar og mun draga enn frekar úr möguleikum sjóðsins til að styrkja verkefni. Með því að draga fjárfestingaráætlunina til baka eru tækifæri sjóðsins til að styrkja ný verkefni á næstu árum verulega skert. Verst er þó að ekkert í frumvarpinu eða stefnu stjórnvalda gefur von um breytingar á næstu árum. Við sem störfum við uppbyggingu rannsókna og rannsóknanáms við íslenskar rannsóknastofnanir og háskóla vitum vel hversu alvarlegar afleiðingar þetta mun hafa. Það verður erfiðara að koma nýjum rannsóknum af stað þar sem bestu nýju verkefnin eru oftast fjármögnuð af samkeppnissjóðum; það verður erfitt að halda áfram með mikilvægar rannsóknir þar sem verulegur hluti fjármögnunar þeirra kemur úr samkeppnissjóðum; það verður mun erfiðara að sækja rannsóknastyrki til Norðurlanda, Evrópu, Bandaríkjanna og annað ef rannsóknaumhverfið á Íslandi er ekki nógu sterkt; það verður erfiðara að fjármagna doktorsnám á landinu þar sem mjög stór hluti doktorsnema framfleytir sér með styrkjum úr samkeppnissjóðum; það verður erfiðara að fá ungt og efnilegt fólk til að hasla sér völl í rannsóknum og þekkingaröflun á Íslandi af því að framtíðarhorfurnar eru daprar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun