Innlent

Norðmenn aðstoða sérstakan saksóknara

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari.
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Mynd/Anton Brink
Hópur sérfræðinga frá norsku efnahagsbrotadeildinni Økokrim er nú staddur á Íslandi til að aðstoða embætti sérstaks saksóknara. Norðmennirnir eru hér á landi til þess að veita embættinu sérfræðiaðstoð og leggja grunn að frekara samstarfi embættanna tveggja.

Heimsókn norsku sérfræðinganna frá Økokrim tengist heimsókn norska ríkissaksóknarans Tor-Axel Busch sem var hér á landi í nóvember á síðasta ári. Norðmennirnir sem eru þrír komu hingað til lands á miðvikudaginn og fara aftur út í dag, en þeir eru hér á landi til þess að veita embætti sérstaks saksóknara ráðgjöf varðandi rannsóknir. Tilgangur heimsóknarinnar er einnig að fara yfir verklag embættanna tveggja, Økokrim og sérstaks saksóknara og greina sakarefni.

„Þetta er fyrst og fremst ráðgjöf en svo er áfram til staðar samkomulag um samstarf milli landanna. Þeir eru boðnir og búnir til að veita okkur aðstoð ef við óskum eftir því varðandi einstök mál og rannsóknaraðgerðir úti í Noregi," segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. „Við teljum okkur hafa beinan hag á að nýta okkur reynsluheim Norðmanna."

Eftir því sem næst verður komist er Økokrim ekki að rannsaka starfsemi íslensku bankanna í Noregi, en það gerist mun embættið geta nýtt sér fyrrgreint samstarf við embætti sérstaks saksóknara við þær rannsóknir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×