Hér að neðan og ofan má sjá stórglæsilegar myndir víðsvegar að af landinu. Þeir ferðamenn sem mættir eru til Íslands mega teljast heppnir að hafa upplifað sjónarspilið undanfarna daga enda október nýhafinn.
Fjölmargir ljósmyndarar svöruðu kalli Vísis eftir glæsilegum norðurljósamyndum og gáfu leyfi fyrir þeim flottu myndum sem fylgja greininni.
Fylgjast má með norðurljósaspá Veðurstofunnar hér.







