Innlent

Norðurljósin skarta sínu fegursta

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Þessa norðurljósamynd tók Steinunn Matthíasdóttir í gær, en þarna kíkir geimvera yfir litla þorpið Búðardal.
Þessa norðurljósamynd tók Steinunn Matthíasdóttir í gær, en þarna kíkir geimvera yfir litla þorpið Búðardal. Mynd/Steinunn Matthíasdóttir
Fyrr í dag óskaði Vísir eftir fallegum myndum af Norðurljósum. Fjölmargar fallegar myndir bárust og má með sanni segja að Norðurljósin skarti sínu fegursta á myndunum.

Myndirnar bárust hvaðanæva af landinu og tala þær allar sínu máli.

Neðst er að finna norðurljósa timelapse, sem Þórir N. Kjartansson í Vík í Mýrdal setti saman fyrir stuttu.

Þessi mynd er tekin á Akranesi. Hún er tekin í átt að Akranesi og sést ljósmengun þar.Mynd/Birkir Pétursson
Myndin er tekin af trjám og tunglið kemur svona skemmtilega út sem stærðarinnar stjarna.Mynd/Birkir Pétursson
Hérna eru norðurljósamyndir sem voru teknar í gær við Geysi.Mynd/Jón Hilmarsson
Hérna eru norðurljósamyndir sem voru teknar í gær við Gullfoss.Mynd/Jón Hilmarsson
Hérna eru norðurljósamyndir sem voru teknar í gær á ÞIngvöllum.Mynd/Jón Hilmarsson
Ívan Þór Ólafsson ljósmyndari er búsettur erlendis en er staddur hér á landi með smáan hóp fólks á einkanámskeiði í landslagsljósmyndun. „Ekki þurfti risa jeppa eða ferðast langt til að verða vitni af norðurljósasýningunni í gærkveldi og sendi ég eina mynd sem ég tók rétt hjá afleggjaranum að Nesjum við Þingvelli.,“ segir Ívan Þór Ólafsson.Mynd/Ivan Þór Ólafsson
Þessi mynd er tekin skammt frá Kirkjubæjarklaustri.Mynd/Börkur Hrólfsson
Þessi var tekin út á Vatnsleysuströnd.Mynd/Gauti Eiríksson

Aurora Borealis Iceland from Thorir Kjartansson on Vimeo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×