Lífið

Drottningarverðlaun gott búst fyrir egóið

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Hugleikur Dagsson er tilnefndur til verðlaunanna Queen Sonja Nordic Art Award.
Hugleikur Dagsson er tilnefndur til verðlaunanna Queen Sonja Nordic Art Award. vísir/stefán
„Þetta eru verðlaun sem eru til heiðurs Sonju Noregsdrottningu og verða veitt í Ósló. Það eru aðallega grafískir listamenn sem eru tilnefndir,“ segir listamaðurinn Hugleikur Dagsson, sem tilnefndur er til verðlaunanna Queen Sonja Nordic Art Award.

Hann er framlag Íslands til verðlaunanna en einn listamaður frá hverju Norðurlandi er tilnefndur til verðlaunanna. „Mér skilst að ég sé tilnefndur fyrir heildarstörf. Þetta er gott búst fyrir egóið,” segir Hugleikur léttur í lundu.

Hann segist þó lítið þekkja þá listamenn sem eru tilnefndir frá hinum Norðurlöndunum. „Þetta eru upprennandi listamenn, en það sem ég hef skoðað af verkunum þeirra er bara mjög flott.“

Hugleikur segist þó ekki hafa trú á því að hann hljóti verðlaunin en sé þó djúpt snortinn yfir að hljóta tilnefningu. Sigurvegarinn verður tilkynntur lok maímánaðar.

Hugleikur gaf út tímaritið Ókeipiss í fjórða í skiptið um helgina, en Ókeypis-myndasögudagurinn fór fram síðastliðinn laugardag og stóð Nexus fyrir þessum merka degi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.