Innlent

Noregsferð Sigmundar og Höskuldar gengur með ágætum

Ferð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Höskuldar Þórhallssonar til Noregs hefur gengið með miklum ágætum. „Gærdagurinn var notaður til að undirbúa fundarhöld dagsins og voru félagar okkar í norska Miðflokknum boðnir og búnir að aðstoða, þrátt fyrir að hafa verið að mynda ríkisstjórn nóttina á undan.“

 

Þetta kemur fram í tölvupósti sem Framsóknarflokkurinn hefur sent meðlimum sínum um för þeirra félaga til Noregs.

 

„Nú þegar hafa Höskuldur og Sigmundur hitt nánast alla þingmenn Miðflokksins, þar með talda ráðherra. Einnig hafa þeir gengið á fund fulltrúa Sósíalíska Vinstriflokksins (Vinstri-grænna) í fjárlaganefnd og gekk sá fundur afar vel. Ráðgerður er fundur með formanni fjárlaganefndar og einnig með fulltrúa frá norska seðlabankanum ásamt nokkrum öðrum fundum," segir í tölvupóstinum.

 

„Að sjálfsögðu er alls óvíst hvað kemur að lokum út úr heimsókninni, en svo mikið er víst, að sveltur sitjandi kráka, en fljúgandi fær."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×