Segir norsku-aðferðina henta vel Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 11. júlí 2013 20:00 Norska-handtökutæknin, sem lögreglan beitir, byggir á víðtækum rannsóknum og er þaulreynd fyrir dómstólum. Þetta segir skólastjóri Lögregluskóla ríkisins. Helsti sérfræðingur lögreglunnar í þjálfun í valdbeitingu ítrekar að það heyri til undantekninga að einn lögreglumaður sjái um handtöku. Nokkuð hefur verið rætt um handtökuaðferðir lögreglunnar eftir að ung kona var handtekinn, með heldur harkalegum hætti, á Laugavegi um síðastliðna helgi. Konan hyggst leita réttar síns en málið er komið á borð Ríkissaksóknara. Jón Viðar Arnþórsson, stofnandi Mjölnis, hefur gagnrýnt hina norsku-yfirbugunartækni sem íslenska lögreglan beitir. Hann sagði í fréttum okkar í gær að aðferðin væri hættuleg. En norska handtökutæknin er lögleg, samþykkt af stjórnvöldum og margreynd fyrir dómstólum. Upp úr 2006 var norska-leiðin innleidd hér á landi og víðar, enda byggir hún á yfirgripsmiklum rannsóknum fræði- og löggæslumanna. „Okkur sýndist að þessi aðferð gæti hentað vel,“ segir Arnar Guðmundsson, skólastjóri Lögregluskóla ríkisins. „Það er eins með Norðmenn og okkur hér á Íslandi, almennt er lögreglan ekki vopnuð. Aðrar aðferðir varðandi framkvæmd valdbeitinga snúast að því að lögreglumaðurinn er að verja vopn sín. Þessi norska-aðferð á að vera sem öruggust, bæði fyrir lögreglumanninn og þann sem er þolandi hverju sinni.“Allir lögreglumenn fá þjálfun með norsku-aðferðinni.MYND/FRÉTTASTOFAAllir lögreglumenn fá þjálfun með norsku-aðferðinni. Þá ítrekar Arnar að sjálft lögreglunámið spanni allan feril lögreglumannsins. Þegar atvik sem þessi koma upp fylgja lögreglumenn sérstökum valdbeitingarstiga. Hann byrjar á skipunum og flest mál eru leyst hér, það er, með því að ræða við viðkomandi. Þegar kemur að valdbeitingunni sjálfri er nær undantekningalaust gert ráð fyrir tveimur lögreglumönnum á hvern einstakling. Í atvikinu á Laugavegi um helgina voru þrír lögreglumenn á staðnum en aðeins einn sá um að yfirbuga konuna. „Þetta byggir allt á samvinnu,“ segir Aðalsteinn Bernharðsson, lögreglufulltrúi í Lögregluskóla ríkisins og einn helsti sérfræðingur lögreglunnar í þjálfun í valdbeitingu. „Þá á náttúrulega hættan að svona gerist að vera miklu minni. Það er í raun meginreglan að við séum tveir sem stöndum í þessu og kerfið er sett upp þannig.“ „Og það skiptir í raun engu máli hvaða valdbeitingakerfi er notað. Óhöpp geta alltaf átt sér stað og auðvitað verða menn að meta aðstæður,“ segir Aðalsteinn að lokum. Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Norska-handtökutæknin, sem lögreglan beitir, byggir á víðtækum rannsóknum og er þaulreynd fyrir dómstólum. Þetta segir skólastjóri Lögregluskóla ríkisins. Helsti sérfræðingur lögreglunnar í þjálfun í valdbeitingu ítrekar að það heyri til undantekninga að einn lögreglumaður sjái um handtöku. Nokkuð hefur verið rætt um handtökuaðferðir lögreglunnar eftir að ung kona var handtekinn, með heldur harkalegum hætti, á Laugavegi um síðastliðna helgi. Konan hyggst leita réttar síns en málið er komið á borð Ríkissaksóknara. Jón Viðar Arnþórsson, stofnandi Mjölnis, hefur gagnrýnt hina norsku-yfirbugunartækni sem íslenska lögreglan beitir. Hann sagði í fréttum okkar í gær að aðferðin væri hættuleg. En norska handtökutæknin er lögleg, samþykkt af stjórnvöldum og margreynd fyrir dómstólum. Upp úr 2006 var norska-leiðin innleidd hér á landi og víðar, enda byggir hún á yfirgripsmiklum rannsóknum fræði- og löggæslumanna. „Okkur sýndist að þessi aðferð gæti hentað vel,“ segir Arnar Guðmundsson, skólastjóri Lögregluskóla ríkisins. „Það er eins með Norðmenn og okkur hér á Íslandi, almennt er lögreglan ekki vopnuð. Aðrar aðferðir varðandi framkvæmd valdbeitinga snúast að því að lögreglumaðurinn er að verja vopn sín. Þessi norska-aðferð á að vera sem öruggust, bæði fyrir lögreglumanninn og þann sem er þolandi hverju sinni.“Allir lögreglumenn fá þjálfun með norsku-aðferðinni.MYND/FRÉTTASTOFAAllir lögreglumenn fá þjálfun með norsku-aðferðinni. Þá ítrekar Arnar að sjálft lögreglunámið spanni allan feril lögreglumannsins. Þegar atvik sem þessi koma upp fylgja lögreglumenn sérstökum valdbeitingarstiga. Hann byrjar á skipunum og flest mál eru leyst hér, það er, með því að ræða við viðkomandi. Þegar kemur að valdbeitingunni sjálfri er nær undantekningalaust gert ráð fyrir tveimur lögreglumönnum á hvern einstakling. Í atvikinu á Laugavegi um helgina voru þrír lögreglumenn á staðnum en aðeins einn sá um að yfirbuga konuna. „Þetta byggir allt á samvinnu,“ segir Aðalsteinn Bernharðsson, lögreglufulltrúi í Lögregluskóla ríkisins og einn helsti sérfræðingur lögreglunnar í þjálfun í valdbeitingu. „Þá á náttúrulega hættan að svona gerist að vera miklu minni. Það er í raun meginreglan að við séum tveir sem stöndum í þessu og kerfið er sett upp þannig.“ „Og það skiptir í raun engu máli hvaða valdbeitingakerfi er notað. Óhöpp geta alltaf átt sér stað og auðvitað verða menn að meta aðstæður,“ segir Aðalsteinn að lokum.
Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira