Norskt skipafélag í vanda: Milljarðalán íslensku bankanna í húfi ingvar haraldsson skrifar 7. janúar 2016 07:15 Leggja hefur þurft fjölmörgum norskum þjónustuskipum við olíuiðnaðinn vegna lágs olíuverðs. vísir/ap Havila Shipping, norskt skipafélag, sem Íslandsbanki og Arion banki hafa lánað jafnvirði 8 milljarða íslenskra króna, á í miklum rekstrarvandræðum. Fyrirtækið, sem sérhæfir sig í þjónustu við olíu- og gasvinnslu, tilkynnti á þriðjudaginn að það hefði komist að samkomulagi við lánardrottna sína um að lengja í lánum og seinka afborgunum. Í tilkynningunni kom fram að núverandi tekjur félagsins dygðu ekki til þess að greiða af öllum lánum þess og ekki væri útlit fyrir að markaðsaðstæður myndu lagast á næstunni. Samkomulagið ætti að tryggja félaginu nægt laust fé út árið 2018. Olíuþjónustuiðnaðurinn í Noregi og víðar hefur verið í djúpri kreppu frá því að olíuverð tók að falla sumarið 2014. Leggja hefur þurft fjölmörgum olíuþjónustuskipum. Í gær hafði tunna af Brent-hráolíu ekki verið ódýrari síðan árið 2004. Tunnan kostaði yfir 115 bandaríkjadali í júní 2014 en kostar nú undir 35 Bandaríkjadölum. Íslandsbanki lánaði fyrirtækinu 130 milljónir norskra króna í árslok 2013, sem voru þá jafnvirði um 2,5 milljarða íslenskra króna. Arion banki lánaði félaginu 300 milljónir norskra króna sumarið 2014 sem þá voru jafnvirði 5,5 milljarða íslenskra króna. Hlutabréf í Havila hafa lækkað um meira en 90 prósent frá því íslensku bankarnir lánaðu fyrirtækinu.Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka, segir bankann hluti af samkomulaginu Havila við lánadrottna.mynd/arion bankiHaraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka, sagði bankann hluta af samkomulaginu. Bankinn væri að liðka til í skilmálum eins og aðrir lánveitendur. Hann vísaði að öðru leyti í tilkynningu Havila. Íslandsbanki vísaði á sömu tilkynningu þegar viðbragða þar var leitað. Samkomulag Havila við lánardrottna felur í sér að lengt verði í lánum og afborgunum þeirra seinkað þannig að fyrirtækið muni borga 2,2 milljarða íslenskra króna í afborganir lána í stað 7,8 milljarða íslenskra króna á árunum 2016-2018 miðað við núverandi gengi. Samkomulagið er þó háð samþykki eigenda skuldabréfa sem Havila hefur gefið út og að 200 milljónir norskra króna, jafnvirði tæplega 3 milljarða íslenskra króna, af nýju hlutafé verði settar í félagið.Fyrrverandi stjórnarmaður í Fáfni eigandi HavilaHavila Shipping er að meirihluta í eigu Sævik-útgerðarfjölskyldunnar, sömu fjölskyldu og á meirihluta í Havyard, skipasmíðastöðinni sem byggt hefur skip íslenska félagsins Fáfnis Offshore og á hlut í Fáfni. Per Rolf Sævik, sem segja má að sé höfuð fjölskyldunnar, sat í stjórn Fáfnis þar til í nóvember á síðasta ári. Tengdar fréttir Telur Fáfni geta misst eina verkefni sitt eftir uppsögn Steingríms Bjarni Ármansson er ekki lengur stjórnarformaður Fáfnis en hann tók við starfinu síðasta sumar. 5. janúar 2016 08:00 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Havila Shipping, norskt skipafélag, sem Íslandsbanki og Arion banki hafa lánað jafnvirði 8 milljarða íslenskra króna, á í miklum rekstrarvandræðum. Fyrirtækið, sem sérhæfir sig í þjónustu við olíu- og gasvinnslu, tilkynnti á þriðjudaginn að það hefði komist að samkomulagi við lánardrottna sína um að lengja í lánum og seinka afborgunum. Í tilkynningunni kom fram að núverandi tekjur félagsins dygðu ekki til þess að greiða af öllum lánum þess og ekki væri útlit fyrir að markaðsaðstæður myndu lagast á næstunni. Samkomulagið ætti að tryggja félaginu nægt laust fé út árið 2018. Olíuþjónustuiðnaðurinn í Noregi og víðar hefur verið í djúpri kreppu frá því að olíuverð tók að falla sumarið 2014. Leggja hefur þurft fjölmörgum olíuþjónustuskipum. Í gær hafði tunna af Brent-hráolíu ekki verið ódýrari síðan árið 2004. Tunnan kostaði yfir 115 bandaríkjadali í júní 2014 en kostar nú undir 35 Bandaríkjadölum. Íslandsbanki lánaði fyrirtækinu 130 milljónir norskra króna í árslok 2013, sem voru þá jafnvirði um 2,5 milljarða íslenskra króna. Arion banki lánaði félaginu 300 milljónir norskra króna sumarið 2014 sem þá voru jafnvirði 5,5 milljarða íslenskra króna. Hlutabréf í Havila hafa lækkað um meira en 90 prósent frá því íslensku bankarnir lánaðu fyrirtækinu.Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka, segir bankann hluti af samkomulaginu Havila við lánadrottna.mynd/arion bankiHaraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka, sagði bankann hluta af samkomulaginu. Bankinn væri að liðka til í skilmálum eins og aðrir lánveitendur. Hann vísaði að öðru leyti í tilkynningu Havila. Íslandsbanki vísaði á sömu tilkynningu þegar viðbragða þar var leitað. Samkomulag Havila við lánardrottna felur í sér að lengt verði í lánum og afborgunum þeirra seinkað þannig að fyrirtækið muni borga 2,2 milljarða íslenskra króna í afborganir lána í stað 7,8 milljarða íslenskra króna á árunum 2016-2018 miðað við núverandi gengi. Samkomulagið er þó háð samþykki eigenda skuldabréfa sem Havila hefur gefið út og að 200 milljónir norskra króna, jafnvirði tæplega 3 milljarða íslenskra króna, af nýju hlutafé verði settar í félagið.Fyrrverandi stjórnarmaður í Fáfni eigandi HavilaHavila Shipping er að meirihluta í eigu Sævik-útgerðarfjölskyldunnar, sömu fjölskyldu og á meirihluta í Havyard, skipasmíðastöðinni sem byggt hefur skip íslenska félagsins Fáfnis Offshore og á hlut í Fáfni. Per Rolf Sævik, sem segja má að sé höfuð fjölskyldunnar, sat í stjórn Fáfnis þar til í nóvember á síðasta ári.
Tengdar fréttir Telur Fáfni geta misst eina verkefni sitt eftir uppsögn Steingríms Bjarni Ármansson er ekki lengur stjórnarformaður Fáfnis en hann tók við starfinu síðasta sumar. 5. janúar 2016 08:00 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Telur Fáfni geta misst eina verkefni sitt eftir uppsögn Steingríms Bjarni Ármansson er ekki lengur stjórnarformaður Fáfnis en hann tók við starfinu síðasta sumar. 5. janúar 2016 08:00