Nota verkfall sem vopn Helga María Guðmundsdóttir skrifar 8. maí 2015 07:00 Nú er komið að því. Það er búið að setja mig í þá stöðu að ég þarf að kjósa hvort ég vil sem hjúkrunarfræðingur fara í verkfall eða ekki og þar með krefja yfirvöld til þess að koma til móts við launakröfur okkar. Helsta áhersla hjúkrunarfræðinga í þessari kjarabaráttu er hækkun á dagvinnulaunum okkar. Sjálf hafnaði ég atvinnuboði fyrr á árinu á dagdeild blóð- og krabbameinslækninga einfaldlega vegna þess að ég hafði ekki efni á því að vinna á dagdeild. Persónulega finnst mér mjög erfitt að taka þátt í þessari kosningu. Ég vil að sjálfsögðu ekki að starfsemi spítalans skerðist enn meira þar sem ég veit að þetta mun hafa gríðarleg áhrif á hana, en ég verð að taka afstöðu. Það er enn verkfall í gangi innan veggja Landspítalans og hefur verið síðan 7. apríl síðastliðinn, verkfallið er búið að hafa mikil áhrif þrátt fyrir litla umfjöllun í fjölmiðlum að mínu mati.Slæm áhrif á spítalann Sem dæmi má nefna þá eru geislafræðingar í verkfalli og þar með er takmörkun á öllum myndrannsóknum, í miðju verkfalli kom það upp að annað tölvusneiðmyndatækið bilaði. Landspítalinn má ekki eiga varahluti þar sem það er talið of kostnaðarsamt. Það tók fjóra daga að fá varahlutinn sendan að utan og þar með varð enn meiri skerðing á þessari þjónustu. Á þessum tíma þurfti að flytja alla þá sjúklinga sem lágu inni á spítalanum í Fossvogi yfir á Hringbraut í sjúkrabíl til þess að komast í rannsóknina. Lífeindafræðingar eru einnig í verkfalli og þess vegna þarf að forgangsraða hver fær að fara í blóðrannsókn og hver ekki. Þessar rannsóknir eru mjög áríðandi og skila okkur mjög mikilvægum upplýsingum, enda eiga þær að vera sjálfsagður hlutur fyrir almenning. En svo má ekki gleyma einu, við heilbrigðisstarfsmenn gerum einnig mistök og það er ekki spurning hvort við gerum þau heldur hversu veigamikil þau verða. Rannsóknir sýna að fleiri lyfjamistök verða við meira álag (Tang o.fl., 2007) og einnig fleiri stunguóhöpp (Patrician o.fl., 2011).Vilja ekki meta störfin Ég verð að viðurkenna að mér finnst mjög sérstakt að yfirvöld vilja ekki meta störf okkar. Ég hef fengið endalaust þakklæti frá sjúklingum, aðstandendum og öðru starfsfólki og í raun líður mér mjög vel í vinnunni. Ég veit að mitt framlag og allra annarra starfsmanna spítalans skiptir mjög miklu máli í samfélaginu okkar. Þegar ég útskrifaðist sá ég mig ekki nota verkfall sem vopn til að fá mínu framgengt. En til þess að leggja áherslu á ákvörðun mína og setja þetta í samhengi þá hef ég unnið á Landspítalanum í tæp sjö ár. Grunnlaunin mín í dag eru 334.865 kr. og ég hef aldrei fengið launahækkun vegna verðleika minna, heldur aðeins vegna námskeiða sem ég hef tekið eða vegna hækkandi aldurs. Það eru aðeins 20.000 kr. frá útskrift sem var fyrir tveimur árum síðan. Beiðni minni um launahækkun eftir að ég var búin með 32 einingar í meistaranámi var hafnað, á þeim grundvelli að ég gæti ekki sannað að námið nýttist mér í starfi hjúkrunar þrátt fyrir góðan rökstuðning, en námið er ekki innan hjúkrunarfræðideildarinnar. Nú er verið að leggja fram kröfur um að grunnlaun á landinu ættu að vera 300.000 kr. sem er aðeins 15 þúsund krónum minna en ég fékk við útskrift. En til hvers þá að mennta sig, eyða fjórum árum í nám og þurfa að taka námslán ef ég fæ sömu laun fyrir erfiðið og ófaglærðir? Ég mun taka þátt í þessari kosningu og ég mun kjósa það að fara í verkfall, ég vona að aðrir hjúkrunarfræðingar geri það sama og að almenningur fyrirgefi mér fyrir að taka þessa ákvörðun og standi með mér og öðrum hjúkrunarfræðingum í okkar kjarabaráttu.HeimildirPatrician P.A., Pryor E., Fridman M. og Loan L. (2011). Needlestick injuries among nursing staff: Association with shift-level staffing. American Journal of Infection Control. 39(6), 477-482.Tang F.I., Sheu J.S., Yu S., Wei .IL. og Chen C.H. (2007). Nurses relate the contributing factors involved in medication errors. Journal of Clinical Nursing 16, 447-457. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Nú er komið að því. Það er búið að setja mig í þá stöðu að ég þarf að kjósa hvort ég vil sem hjúkrunarfræðingur fara í verkfall eða ekki og þar með krefja yfirvöld til þess að koma til móts við launakröfur okkar. Helsta áhersla hjúkrunarfræðinga í þessari kjarabaráttu er hækkun á dagvinnulaunum okkar. Sjálf hafnaði ég atvinnuboði fyrr á árinu á dagdeild blóð- og krabbameinslækninga einfaldlega vegna þess að ég hafði ekki efni á því að vinna á dagdeild. Persónulega finnst mér mjög erfitt að taka þátt í þessari kosningu. Ég vil að sjálfsögðu ekki að starfsemi spítalans skerðist enn meira þar sem ég veit að þetta mun hafa gríðarleg áhrif á hana, en ég verð að taka afstöðu. Það er enn verkfall í gangi innan veggja Landspítalans og hefur verið síðan 7. apríl síðastliðinn, verkfallið er búið að hafa mikil áhrif þrátt fyrir litla umfjöllun í fjölmiðlum að mínu mati.Slæm áhrif á spítalann Sem dæmi má nefna þá eru geislafræðingar í verkfalli og þar með er takmörkun á öllum myndrannsóknum, í miðju verkfalli kom það upp að annað tölvusneiðmyndatækið bilaði. Landspítalinn má ekki eiga varahluti þar sem það er talið of kostnaðarsamt. Það tók fjóra daga að fá varahlutinn sendan að utan og þar með varð enn meiri skerðing á þessari þjónustu. Á þessum tíma þurfti að flytja alla þá sjúklinga sem lágu inni á spítalanum í Fossvogi yfir á Hringbraut í sjúkrabíl til þess að komast í rannsóknina. Lífeindafræðingar eru einnig í verkfalli og þess vegna þarf að forgangsraða hver fær að fara í blóðrannsókn og hver ekki. Þessar rannsóknir eru mjög áríðandi og skila okkur mjög mikilvægum upplýsingum, enda eiga þær að vera sjálfsagður hlutur fyrir almenning. En svo má ekki gleyma einu, við heilbrigðisstarfsmenn gerum einnig mistök og það er ekki spurning hvort við gerum þau heldur hversu veigamikil þau verða. Rannsóknir sýna að fleiri lyfjamistök verða við meira álag (Tang o.fl., 2007) og einnig fleiri stunguóhöpp (Patrician o.fl., 2011).Vilja ekki meta störfin Ég verð að viðurkenna að mér finnst mjög sérstakt að yfirvöld vilja ekki meta störf okkar. Ég hef fengið endalaust þakklæti frá sjúklingum, aðstandendum og öðru starfsfólki og í raun líður mér mjög vel í vinnunni. Ég veit að mitt framlag og allra annarra starfsmanna spítalans skiptir mjög miklu máli í samfélaginu okkar. Þegar ég útskrifaðist sá ég mig ekki nota verkfall sem vopn til að fá mínu framgengt. En til þess að leggja áherslu á ákvörðun mína og setja þetta í samhengi þá hef ég unnið á Landspítalanum í tæp sjö ár. Grunnlaunin mín í dag eru 334.865 kr. og ég hef aldrei fengið launahækkun vegna verðleika minna, heldur aðeins vegna námskeiða sem ég hef tekið eða vegna hækkandi aldurs. Það eru aðeins 20.000 kr. frá útskrift sem var fyrir tveimur árum síðan. Beiðni minni um launahækkun eftir að ég var búin með 32 einingar í meistaranámi var hafnað, á þeim grundvelli að ég gæti ekki sannað að námið nýttist mér í starfi hjúkrunar þrátt fyrir góðan rökstuðning, en námið er ekki innan hjúkrunarfræðideildarinnar. Nú er verið að leggja fram kröfur um að grunnlaun á landinu ættu að vera 300.000 kr. sem er aðeins 15 þúsund krónum minna en ég fékk við útskrift. En til hvers þá að mennta sig, eyða fjórum árum í nám og þurfa að taka námslán ef ég fæ sömu laun fyrir erfiðið og ófaglærðir? Ég mun taka þátt í þessari kosningu og ég mun kjósa það að fara í verkfall, ég vona að aðrir hjúkrunarfræðingar geri það sama og að almenningur fyrirgefi mér fyrir að taka þessa ákvörðun og standi með mér og öðrum hjúkrunarfræðingum í okkar kjarabaráttu.HeimildirPatrician P.A., Pryor E., Fridman M. og Loan L. (2011). Needlestick injuries among nursing staff: Association with shift-level staffing. American Journal of Infection Control. 39(6), 477-482.Tang F.I., Sheu J.S., Yu S., Wei .IL. og Chen C.H. (2007). Nurses relate the contributing factors involved in medication errors. Journal of Clinical Nursing 16, 447-457.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar