Notkun gervisykurs jafnvel hætt hjá Mjólkursamsölunni Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 24. september 2014 07:00 Ákveðið var að bjóða upp á mjólkurvörur með gervisykri vegna óánægju með venjulegan sykur í vörunum. Vörur með gervisykri eru í sumum tilfellum merktar með orðinu "létt“. VÍSIR/GVA Til greina gæti komið að hætta að setja gervisykur í mjólkurvörur vegna óvissunnar um hollustu hans. Þetta segir dr. Björn S. Gunnarsson, matvæla- og næringarfræðingur og vöruþróunarstjóri hjá Mjólkursamsölunni. Niðurstöður nýrrar rannsóknar leiddu í ljós að mýs sem innbyrtu reglulega gervisykur, það er sætuefnin sakkarín, súkralósa og aspartam, fengu brenglað sykurþol, að því er segir í grein í vísindaritinu Nature. Ástæðuna fyrir því var að finna í breyttri þarmaflóru músanna. Tilraunin var einnig gerð á mönnum og fengu fjórir af sjö þátttakendum brenglað sykurþol. „Þetta er lítil rannsókn, sem er eiginlega frumrannsókn, en sannarlega áhugaverð,“ tekur Björn fram. Sumar af sýrðum bragðbættum vörum MS innihalda gervisykur, svo sem létt óskajógúrt. „Sætuefni eru meðal annars notuð í vörur til að lækka orku- og kolvetnainnhald varanna án þess að það bitni of mikið á bragðgæðum. Sætuefni eru notuð í mjög litlu magni hjá MS og í samræmi við lög og reglugerðir um notkun þessara efna,“ greinir Björn frá. Hann segir að ákveðið hafi verið að bjóða upp á þennan valkost vegna óánægju með venjulegan sykur í vörunum en mjólkurbransinn leggi enga áherslu á notkun þeirra. „Við höfum verið að skipta út sætuefninu aspartam, sem hefur verið mest umdeilt hjá almenningi, fyrir annað og við notum núna lítið af því. Við höfum ekki komið með nýja vöru með aspartami í sjö til átta ár. Við notum heldur ekki sakkarín heldur súkralósa. Nú erum við farin að nota stevía sem er náttúrulegt sætuefni en rannsakendur segja áhugavert að rannsaka einnig áhrif þess.Björn S. GunnarssonAð sögn Björns fylgist MS alltaf með ákvörðunum Matvælaöryggisstofnunar Evrópu, EFSA, til að geta brugðist við á réttan hátt. „Þeir hafa alltaf gefið grænt ljós eftir að hafa farið yfir vísindagögn.“ Björn bendir á að líklega vegi mjólkurvörur ekki þungt í sætuefnaneyslu almennings. „Menn borða kannski eina jógúrtdós á dag en geta auðveldlega drukkið einn lítra af gosi með sætuefni í á dag. Heildarneyslan getur auðvitað orðið of mikil en yfirvöld fylgjast með neyslu þeirra sem neyta mest og öryggismörkin eru sett töluvert fyrir neðan möguleg hættumörk.“ Samkvæmt landskönnun á mataræði Íslendinga sem gerð var 2010 til 2011 hafði neysla þeirra sætuefna sem skoðuð voru minnkað frá landskönnun 2002. Meðalneyslan er langt undir ásættanlegri daglegri inntöku. „Það virðist ekki ástæða til að hafa áhyggjur af neyslunni hér,“ segir Jónína Stefánsdóttir, fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun. Þegar sætuefni er í matvöru á að koma fram í innihaldslýsingu flokksheitið sætuefni og þar fyrir aftan annaðhvort heiti efnisins eða E-númer. Í reglugerð um merkingu matvæla segir jafnframt að sé sætuefni í þeim eigi upplýsingar um það að fylgja vöruheitinu. Ef vanilluskyr er með sætuefni ætti að merkja það „vanilluskyr með sætuefnum“. Tengdar fréttir Neyslan undir ásættanlegum mörkum Samkvæmt landskönnun á mataræði Íslendinga sem gerð var 2010 til 2011 hafði neysla þeirra sætuefna sem skoðuð voru minnkað frá landskönnun 2002. 24. september 2014 09:15 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Til greina gæti komið að hætta að setja gervisykur í mjólkurvörur vegna óvissunnar um hollustu hans. Þetta segir dr. Björn S. Gunnarsson, matvæla- og næringarfræðingur og vöruþróunarstjóri hjá Mjólkursamsölunni. Niðurstöður nýrrar rannsóknar leiddu í ljós að mýs sem innbyrtu reglulega gervisykur, það er sætuefnin sakkarín, súkralósa og aspartam, fengu brenglað sykurþol, að því er segir í grein í vísindaritinu Nature. Ástæðuna fyrir því var að finna í breyttri þarmaflóru músanna. Tilraunin var einnig gerð á mönnum og fengu fjórir af sjö þátttakendum brenglað sykurþol. „Þetta er lítil rannsókn, sem er eiginlega frumrannsókn, en sannarlega áhugaverð,“ tekur Björn fram. Sumar af sýrðum bragðbættum vörum MS innihalda gervisykur, svo sem létt óskajógúrt. „Sætuefni eru meðal annars notuð í vörur til að lækka orku- og kolvetnainnhald varanna án þess að það bitni of mikið á bragðgæðum. Sætuefni eru notuð í mjög litlu magni hjá MS og í samræmi við lög og reglugerðir um notkun þessara efna,“ greinir Björn frá. Hann segir að ákveðið hafi verið að bjóða upp á þennan valkost vegna óánægju með venjulegan sykur í vörunum en mjólkurbransinn leggi enga áherslu á notkun þeirra. „Við höfum verið að skipta út sætuefninu aspartam, sem hefur verið mest umdeilt hjá almenningi, fyrir annað og við notum núna lítið af því. Við höfum ekki komið með nýja vöru með aspartami í sjö til átta ár. Við notum heldur ekki sakkarín heldur súkralósa. Nú erum við farin að nota stevía sem er náttúrulegt sætuefni en rannsakendur segja áhugavert að rannsaka einnig áhrif þess.Björn S. GunnarssonAð sögn Björns fylgist MS alltaf með ákvörðunum Matvælaöryggisstofnunar Evrópu, EFSA, til að geta brugðist við á réttan hátt. „Þeir hafa alltaf gefið grænt ljós eftir að hafa farið yfir vísindagögn.“ Björn bendir á að líklega vegi mjólkurvörur ekki þungt í sætuefnaneyslu almennings. „Menn borða kannski eina jógúrtdós á dag en geta auðveldlega drukkið einn lítra af gosi með sætuefni í á dag. Heildarneyslan getur auðvitað orðið of mikil en yfirvöld fylgjast með neyslu þeirra sem neyta mest og öryggismörkin eru sett töluvert fyrir neðan möguleg hættumörk.“ Samkvæmt landskönnun á mataræði Íslendinga sem gerð var 2010 til 2011 hafði neysla þeirra sætuefna sem skoðuð voru minnkað frá landskönnun 2002. Meðalneyslan er langt undir ásættanlegri daglegri inntöku. „Það virðist ekki ástæða til að hafa áhyggjur af neyslunni hér,“ segir Jónína Stefánsdóttir, fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun. Þegar sætuefni er í matvöru á að koma fram í innihaldslýsingu flokksheitið sætuefni og þar fyrir aftan annaðhvort heiti efnisins eða E-númer. Í reglugerð um merkingu matvæla segir jafnframt að sé sætuefni í þeim eigi upplýsingar um það að fylgja vöruheitinu. Ef vanilluskyr er með sætuefni ætti að merkja það „vanilluskyr með sætuefnum“.
Tengdar fréttir Neyslan undir ásættanlegum mörkum Samkvæmt landskönnun á mataræði Íslendinga sem gerð var 2010 til 2011 hafði neysla þeirra sætuefna sem skoðuð voru minnkað frá landskönnun 2002. 24. september 2014 09:15 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Neyslan undir ásættanlegum mörkum Samkvæmt landskönnun á mataræði Íslendinga sem gerð var 2010 til 2011 hafði neysla þeirra sætuefna sem skoðuð voru minnkað frá landskönnun 2002. 24. september 2014 09:15