Innlent

Nóvember sá fjórði heitasti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Trausti Jónsson veðurfræðingur.
Trausti Jónsson veðurfræðingur.
Meðalhitin í Reykjavík það sem af er mánuðinum er 6,3 stig, sem gerir mánuðinn að fjórða heitasta nóvembermánuði frá því að mælingar hófust. Þetta segir Trausti Jónsson veðurfræðingur á bloggsíðu sinni. Heitast var þó á sömu dögum í nóvember 1945 en þá var meðalhitinn 8 stig, 7,2 stig árið 1956 og 6,6 stig árið 1964.

Á Akureyri er það sem af er mánuðinum í 10. sæti á sama tíma. Þar hefur meðalhitinn það sem af er verið 4,5 stig, en var mest 6,7 stig á sama tíma 1956.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×