Nú er Seðlabankanum að mæta! Skjóðan skrifar 17. júní 2015 08:00 Vart hafði fagnaðarlátum linnt vegna stöðugleikaáætlunar ríkisstjórnarinnar þegar Seðlabankinn steig fram og stöðvaði fögnuðinn. Stýrivextir bankans voru hækkaðir um 50 punkta, boðuð önnur eins hækkun (hið minnsta) í ágúst og áframhaldandi brattar hækkanir eftir það. Ástæður hinna miklu vaxtahækkana eru, að sögn seðlabankastjóra, miklar kauphækkanir í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði og óhóflegar kröfur háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna. Fyrir liggur að kjarasamningar á almennum vinnumarkaði ganga mjög nærri flestum fyrirtækjum í landinu þannig að fyrirtækin munu þurfa að hleypa hluta launahækkana út í verðlag. Slíkt leiðir óhjákvæmilega til aukinnar verðbólgu. Sú verðbólga er ekki tilkomin vegna aukinnar eftirspurnar heldur vegna kostnaðar. Í ljósi skulda- og framfærsluvanda stórs hluta heimila landsins er ólíklegt að launahækkanir hjá lág- og meðaltekjufólki hafi teljandi áhrif á aukna eftirspurnarþenslu í hagkerfinu. Grundvallarmunur er á eftirspurnarverðbólgu annars vegar og kostnaðarverðbólgu hins vegar. Í eftirspurnarverðbólgu kann að vera skynsamlegt hjá seðlabönkum að bregðast við með vaxtahækkunum. Vaxtatækið er þó tvíeggjað sverð gegn verðbólgu í opnu hagkerfi, eins og við Íslendingar kynntumst eftirminnilega í aðdraganda hruns, þegar hávaxtastefna Seðlabankans leiddi til stórfelldra vaxtamunarviðskipta auk þess sem íslensk fyrirtæki og neytendur kusu að fjármagna sig með gengisbundnum lánum fremur en að borga hina háu vexti Seðlabankans. Vaxtamunarviðskiptin fyrir hrun bjuggu til snjóhengjuna sem stöðugleikaáætlun stjórnvalda er ætlað að bræða nú sjö árum eftir að höftum var komið á. Í kostnaðarverðbólgu er mjög varasamt, og jafnvel glæfralegt, að bregðast við með hækkun vaxta. Vextir eru jú kostnaðarliður fyrirtækja, rétt eins og laun, og hækkun vaxta ofan á hækkun launa leiðir til þess að skuldsett fyrirtæki þurfa að hækka vöruverð meira en ella. Þar með veldur vaxtahækkunin verðbólgu en vinnur ekki gegn henni eins og til er ætlast. Það er svo til að auka á skaðleg áhrif vaxtahækkunar Seðlabankans að fyrir voru vextir nálægt því fimmtíu sinnum hærri en vextir í nágrannalöndum Íslands. Vegna verðtryggingar neytenda- og húsnæðislána virka stýrivextir Seðlabankans enn fremur seint og illa til að slá á eftirspurn, jafnvel þegar um eftirspurnarverðbólgu er að ræða. Tímasetning vaxtahækkunar Seðlabankans og hótana bankastjórans um stórfelldar vaxtahækkanir í framhaldinu er athyglisverð í því ljósi að hún er tilkynnt í sömu viku og stjórnvöld setja fram vandaða áætlun um að vinda ofan af afleiðingum hávaxtastefnu Seðlabankans fyrir hrun og aukið frelsi í viðskiptum með gjaldeyri. Seðlabanki Íslands virðist lítið sem ekkert hafa lært af mistökunum, sem gerðu hrunið hér á landi alvarlegra og kostnaðarsamara en víðast hvar annars staðar.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Vart hafði fagnaðarlátum linnt vegna stöðugleikaáætlunar ríkisstjórnarinnar þegar Seðlabankinn steig fram og stöðvaði fögnuðinn. Stýrivextir bankans voru hækkaðir um 50 punkta, boðuð önnur eins hækkun (hið minnsta) í ágúst og áframhaldandi brattar hækkanir eftir það. Ástæður hinna miklu vaxtahækkana eru, að sögn seðlabankastjóra, miklar kauphækkanir í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði og óhóflegar kröfur háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna. Fyrir liggur að kjarasamningar á almennum vinnumarkaði ganga mjög nærri flestum fyrirtækjum í landinu þannig að fyrirtækin munu þurfa að hleypa hluta launahækkana út í verðlag. Slíkt leiðir óhjákvæmilega til aukinnar verðbólgu. Sú verðbólga er ekki tilkomin vegna aukinnar eftirspurnar heldur vegna kostnaðar. Í ljósi skulda- og framfærsluvanda stórs hluta heimila landsins er ólíklegt að launahækkanir hjá lág- og meðaltekjufólki hafi teljandi áhrif á aukna eftirspurnarþenslu í hagkerfinu. Grundvallarmunur er á eftirspurnarverðbólgu annars vegar og kostnaðarverðbólgu hins vegar. Í eftirspurnarverðbólgu kann að vera skynsamlegt hjá seðlabönkum að bregðast við með vaxtahækkunum. Vaxtatækið er þó tvíeggjað sverð gegn verðbólgu í opnu hagkerfi, eins og við Íslendingar kynntumst eftirminnilega í aðdraganda hruns, þegar hávaxtastefna Seðlabankans leiddi til stórfelldra vaxtamunarviðskipta auk þess sem íslensk fyrirtæki og neytendur kusu að fjármagna sig með gengisbundnum lánum fremur en að borga hina háu vexti Seðlabankans. Vaxtamunarviðskiptin fyrir hrun bjuggu til snjóhengjuna sem stöðugleikaáætlun stjórnvalda er ætlað að bræða nú sjö árum eftir að höftum var komið á. Í kostnaðarverðbólgu er mjög varasamt, og jafnvel glæfralegt, að bregðast við með hækkun vaxta. Vextir eru jú kostnaðarliður fyrirtækja, rétt eins og laun, og hækkun vaxta ofan á hækkun launa leiðir til þess að skuldsett fyrirtæki þurfa að hækka vöruverð meira en ella. Þar með veldur vaxtahækkunin verðbólgu en vinnur ekki gegn henni eins og til er ætlast. Það er svo til að auka á skaðleg áhrif vaxtahækkunar Seðlabankans að fyrir voru vextir nálægt því fimmtíu sinnum hærri en vextir í nágrannalöndum Íslands. Vegna verðtryggingar neytenda- og húsnæðislána virka stýrivextir Seðlabankans enn fremur seint og illa til að slá á eftirspurn, jafnvel þegar um eftirspurnarverðbólgu er að ræða. Tímasetning vaxtahækkunar Seðlabankans og hótana bankastjórans um stórfelldar vaxtahækkanir í framhaldinu er athyglisverð í því ljósi að hún er tilkynnt í sömu viku og stjórnvöld setja fram vandaða áætlun um að vinda ofan af afleiðingum hávaxtastefnu Seðlabankans fyrir hrun og aukið frelsi í viðskiptum með gjaldeyri. Seðlabanki Íslands virðist lítið sem ekkert hafa lært af mistökunum, sem gerðu hrunið hér á landi alvarlegra og kostnaðarsamara en víðast hvar annars staðar.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira