Innlent

Nú fáum við sko ferðamennina aftur

Boði Logason skrifar
Úr myndbandinu
Úr myndbandinu
Nú þegar að Eyjafjallajökull er hættur að gjósa líta Íslendingar björtum augum á framtíðina. Þjóðarátakið Inspired By Iceland, sem var sett af stað stuttu eftir að jökullinn fór að gjósa og truflaði ferðasamgöngur um allan heim, er ætlað að fá ferðamenn til að koma aftur til landsins.

Tjónið vegna gossins er metið á tugi milljarða króna og er óttast að erlendum ferðamönnum til landsins fækki um hundrað þúsund í sumar. Nú hafa aðstandendur átaksins sent frá sér myndband sem sýnir Ísland bæði sem öskulaust land og með veðurblíðu í heimsklassa.

„Við vorum að gera okkur vonir um það að við gætum sýnt fram á það að innviðirnir væru heilir og það væri allt öruggt. Að menn ættu að koma þrátt fyrir gos og jafnvel bara vegna gossins," sagði Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, í samtali við Vísi.is 28. maí síðastliðinn.

Markaðsátakið er unnið í samvinnu iðnaðarráðuneytisins og Reykjavíkurborgar við aðila ferðaþjónustunnar. Framkvæmdanefnd aðila ferðaþjónustunnar stýrir átakinu en framlagið til þess nemur 700 milljónum króna.

Íslendingar eru svo hvattir til þess að senda öllum útlendingum sem þeir þekkja myndbandið eftir hádegi á morgun.

Heimasíða átaksins og myndbandið skemmtilega










Fleiri fréttir

Sjá meira


×