Innlent

Nubo: "Íslendingar veikgeðja og sjúkir"

Huang Nubo
Huang Nubo mynd/AFP
Kínverski athafnarmaðurinn Huang Nubo fór ófögrum orðum um Íslendinga þegar hann ávarpaði stjórnendur og nemendur CEIBS viðskiptaskólans í Sjanghæ á dögunum. Þar sagði fjárfestirinn að Íslendingar væru veikgeðja og sjúkir.

Nubo lét ummælin falla á hátíðlegri athöfn í skólanum en hann var nemandi þar á sínum tíma. Fyrir stuttu styrkti Nubo skólann um tæpar 200 milljón krónur.

Nubo var síðan fenginn til að halda stutta ræðu en hann fjallaði stuttlega um bankahrunið á Íslandi og afleiðingar þess á land og þjóð.

„Íslendingar eru veikgeðja og sjúkir," sagði Nubo. „Þeir verða óttaslegnir þegar frambærilegan ungan mann ber að garði."

Það er bandaríska tímaritið The Washington Times sem greinir frá þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×