Innlent

Nubo sakar embættismenn um skort á upplýsingum

Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo hefur verið duglegur yfir helgina við að tjá sig í kínverskum fjölmiðlum um vonbrgiði sín og reiði yfir því að kaupum hans á Grímstöðum á Fjöllum var hafnað.

Nú hefur hann bætt því við að íslenskir embættismenn hafi ekki upplýst hann um að honum væri bannað með lögum að kaupa jörðina. Hefði Nubo verið upplýstur um löggjöfina segist hann aldrei hafa veitt tíma sínum og fjármunum í að reyna kaupin.

Erna Hauksdóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir í viðtali við Fréttablaðið að afgreiðsla á máli hans hljóti að fæla erlenda fjárfesta frá Íslandi og að þetta tækifæri sé glatað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×