Viðskipti erlent

NunaMinerals fann demanta á Grænlandi

Grænlenska námufyrirtækið NunaMinerals hefur fundið demanta á Grænlandi. Demantarnir fundust á námusvæði sem kallað er Ullu eða Hreiðrið en það liggur norðaustur af Nuuk.

Í tilkynningu frá NunaMinerals segir að nú verði hafist handa við að kanna hvort demantarnir séu í nægilega miklu magni á þessu svæði til að það borgi sig að vinna þá.

NunaMinerals er skráð í kauphöllina í Kaupmannahöfn og eftir að tilkynningin barst hafa hluti í því hækkað um 26% í verði.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×