Ný hola boruð á næstu dögum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. júní 2015 10:47 Hellisheiðarvirkjun er sú stærsta af sinni tegund í veröldinni. vísir/vilhelm Áður en langt um líður mun Orka náttúrunnar hefja framkvæmdir við nýja borholu á Hellisheiði en hún verður fyrsta nýja vinnsluholan við Hellisheiðarvirkjun frá árinu 2009. Með þessu er stefnt er að því að fá meiri gufu og minna vatn úr jarðhitakerfinu. Vatnsmiklar holur fá hvíld gangi borunin eins og best verður á kosið. „Þau ráð sem brugðið var á, að taka til nýtingar vatnsmiklar holur, reyndust vel til skamms tíma. Nú þegar það árar betur hjá okkur erum við betur í stakk búin að hefja boranir að nýju, en viðhaldsboranir eru hluti þess að reka jarðvarmavirkjun,“ segir Marta Rós Karlsdóttir, forstöðumaður auðlinda hjá Orku náttúru. „Til framtíðar sjáum við fyrir okkur að hafa alltaf meiri gufu tiltæka fyrir virkjunina en notuð er á hverjum tíma og að því erum við að vinna.“ Frá árinu 2013 hefur verið unnið að því að viðhalda afkastagetu Hellisheiðarvirkjunar án þess að bora nýjar holur líkt og þörf er á í rekstri jarðvarmavirkjana. Það hefur verið gert með því að nýta tiltölulega kaldar og vatnsmiklar holur sem gefa hlutfallslega litla gufu. Samtímis hefur verið unnið að lagningu gufulagnar frá borholum við Hverahlíð og áætlað er að ljúka þeirri framkvæmd um næstu áramót. Nýting á vatnsmiklum gufuholum er ekki heppileg til lengri tíma. Vatnsmagnið eykur þörf á niðurrennsli við virkjunina og getur dregið úr sjálfbærni nýtingar þar sem óþarflega mikill vökvi er tekinn upp úr jarðhitakerfinu. Raforkuframleiðslan í virkjuninni hefur minnkað meira en áætlað var og því er nauðsynlegt að bora nýja holu samhliða lagningu Hverahlíðarlagnar. Engin ný hola hefur verið boruð á Hellisheiði frá 2009 og nú stendur yfir borun við Nesjavelli, í fyrsta sinn síðan 2008. Misjafnt er eftir svæðum hversu ört þarf að bora nýjar holur en gert er ráð fyrir viðhaldsborunum í rekstrarforsendum beggja virkjananna. Hver vinnsluhola á háhitasvæðum kostar 600-800 milljónir króna. Gert er ráð fyrir þessum kostnaði í áætlunum. Tengdar fréttir Fimm jarðskjálftar við Hellisheiðarvirkjun í morgun Skjálftarnir mældust á bilinu 0,8-2,4 á Richter og áttu allir upptök sín um 2 km norður af Hellisheiðarvirkjun. 29. júlí 2014 14:38 Vísindamenn telja auknar líkur á jarðskjálftum Breytingar á niðurdælingu hjá Hellisheiðarvirkjun munu valda jarðskjálfum sem fólk mun finna fyrir í byggð. 19. maí 2015 11:09 ON áætlar 13 milljarða króna fjárfestingar til ársins 2019 Orka náttúrunnar hefur dregið upp fjárfestingaráætlun til ársins 2019. Hverahlíðarlögn er umfangsmest verkefna og verður lokið árið 2016. 7. mars 2015 12:00 OR vill undanþágu frá undanþágu vegna brennisteinsvetnis Á meðan eldgosið í Holuhrauni stendur vill Orkuveita Reykjavíkur fá undanþágu frá skilmála í undanþágu sem fyrirtækið fékk vegna magns brennisteinsvetnis frá Hellisheiðarvirkjun. 24. desember 2014 07:30 Niðurdæling brennisteinsvetnis gengur framar vonum Umreiknað losar Hellisheiðarvirkjun fjörutíu þúsund tonn af brennisteinsdíoxíð á ári eða það sem Holuraun losar á hálfum sólarhringi. 6. október 2014 18:42 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
Áður en langt um líður mun Orka náttúrunnar hefja framkvæmdir við nýja borholu á Hellisheiði en hún verður fyrsta nýja vinnsluholan við Hellisheiðarvirkjun frá árinu 2009. Með þessu er stefnt er að því að fá meiri gufu og minna vatn úr jarðhitakerfinu. Vatnsmiklar holur fá hvíld gangi borunin eins og best verður á kosið. „Þau ráð sem brugðið var á, að taka til nýtingar vatnsmiklar holur, reyndust vel til skamms tíma. Nú þegar það árar betur hjá okkur erum við betur í stakk búin að hefja boranir að nýju, en viðhaldsboranir eru hluti þess að reka jarðvarmavirkjun,“ segir Marta Rós Karlsdóttir, forstöðumaður auðlinda hjá Orku náttúru. „Til framtíðar sjáum við fyrir okkur að hafa alltaf meiri gufu tiltæka fyrir virkjunina en notuð er á hverjum tíma og að því erum við að vinna.“ Frá árinu 2013 hefur verið unnið að því að viðhalda afkastagetu Hellisheiðarvirkjunar án þess að bora nýjar holur líkt og þörf er á í rekstri jarðvarmavirkjana. Það hefur verið gert með því að nýta tiltölulega kaldar og vatnsmiklar holur sem gefa hlutfallslega litla gufu. Samtímis hefur verið unnið að lagningu gufulagnar frá borholum við Hverahlíð og áætlað er að ljúka þeirri framkvæmd um næstu áramót. Nýting á vatnsmiklum gufuholum er ekki heppileg til lengri tíma. Vatnsmagnið eykur þörf á niðurrennsli við virkjunina og getur dregið úr sjálfbærni nýtingar þar sem óþarflega mikill vökvi er tekinn upp úr jarðhitakerfinu. Raforkuframleiðslan í virkjuninni hefur minnkað meira en áætlað var og því er nauðsynlegt að bora nýja holu samhliða lagningu Hverahlíðarlagnar. Engin ný hola hefur verið boruð á Hellisheiði frá 2009 og nú stendur yfir borun við Nesjavelli, í fyrsta sinn síðan 2008. Misjafnt er eftir svæðum hversu ört þarf að bora nýjar holur en gert er ráð fyrir viðhaldsborunum í rekstrarforsendum beggja virkjananna. Hver vinnsluhola á háhitasvæðum kostar 600-800 milljónir króna. Gert er ráð fyrir þessum kostnaði í áætlunum.
Tengdar fréttir Fimm jarðskjálftar við Hellisheiðarvirkjun í morgun Skjálftarnir mældust á bilinu 0,8-2,4 á Richter og áttu allir upptök sín um 2 km norður af Hellisheiðarvirkjun. 29. júlí 2014 14:38 Vísindamenn telja auknar líkur á jarðskjálftum Breytingar á niðurdælingu hjá Hellisheiðarvirkjun munu valda jarðskjálfum sem fólk mun finna fyrir í byggð. 19. maí 2015 11:09 ON áætlar 13 milljarða króna fjárfestingar til ársins 2019 Orka náttúrunnar hefur dregið upp fjárfestingaráætlun til ársins 2019. Hverahlíðarlögn er umfangsmest verkefna og verður lokið árið 2016. 7. mars 2015 12:00 OR vill undanþágu frá undanþágu vegna brennisteinsvetnis Á meðan eldgosið í Holuhrauni stendur vill Orkuveita Reykjavíkur fá undanþágu frá skilmála í undanþágu sem fyrirtækið fékk vegna magns brennisteinsvetnis frá Hellisheiðarvirkjun. 24. desember 2014 07:30 Niðurdæling brennisteinsvetnis gengur framar vonum Umreiknað losar Hellisheiðarvirkjun fjörutíu þúsund tonn af brennisteinsdíoxíð á ári eða það sem Holuraun losar á hálfum sólarhringi. 6. október 2014 18:42 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
Fimm jarðskjálftar við Hellisheiðarvirkjun í morgun Skjálftarnir mældust á bilinu 0,8-2,4 á Richter og áttu allir upptök sín um 2 km norður af Hellisheiðarvirkjun. 29. júlí 2014 14:38
Vísindamenn telja auknar líkur á jarðskjálftum Breytingar á niðurdælingu hjá Hellisheiðarvirkjun munu valda jarðskjálfum sem fólk mun finna fyrir í byggð. 19. maí 2015 11:09
ON áætlar 13 milljarða króna fjárfestingar til ársins 2019 Orka náttúrunnar hefur dregið upp fjárfestingaráætlun til ársins 2019. Hverahlíðarlögn er umfangsmest verkefna og verður lokið árið 2016. 7. mars 2015 12:00
OR vill undanþágu frá undanþágu vegna brennisteinsvetnis Á meðan eldgosið í Holuhrauni stendur vill Orkuveita Reykjavíkur fá undanþágu frá skilmála í undanþágu sem fyrirtækið fékk vegna magns brennisteinsvetnis frá Hellisheiðarvirkjun. 24. desember 2014 07:30
Niðurdæling brennisteinsvetnis gengur framar vonum Umreiknað losar Hellisheiðarvirkjun fjörutíu þúsund tonn af brennisteinsdíoxíð á ári eða það sem Holuraun losar á hálfum sólarhringi. 6. október 2014 18:42