Ný íslensk tækni gæti sagt til um fyrirburafæðingar: "Eykur öryggi og sparar í heilbrigðiskerfinu" Hrund Þórsdóttir skrifar 18. nóvember 2013 20:00 Ásgeir Alexandersson, læknir og meistaranemi í heilbrigðisverkfræði í Háskólanum í Reykjavík, er hluti teymis sem stendur að verkefni sem snýst um að nota rafskaut til að fylgjast með rafvirkni í legi óléttra kvenna og greina þannig samdrætti. „Draumurinn er að reyna að finna leið til að greina konur sem eru í fyrirburafæðingum eða í hættu á þeim og ná að veita þeim meðferð fyrr til að koma í veg fyrir eða seinka fyrirburafæðingum,“ segir Ásgeir. Teymið hefur verið hluti af evrópskum rannsóknarhópi í fimm ár og er stórt alþjóðlegt fyrirtæki á sviði heilbrigðistækni komið inn í ferlið. Markmiðið er að tæknin verði hluti af búnaði sem framleiddur er fyrir fæðingardeildir og jafnvel einnig heilsugæslustöðvar. „Þetta myndi auka öryggi. Hjá fyrirburum er skaði eins og heilaskaði algengari og sum börnin lifa ekki af. Fyrirburafæðingar og umönnun fyrirbura er lík mjög dýr þannig að þessi tækni gæti vonandi fækkað þessum tilfellum og um leið sparað í heilbrigðiskerfinu.“ Tveggja daga gamall drengur, sem sjá má í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt, lét umræður um tækninýjungar ekkert trufla sig í dag, en ef verkefnið gengur vel hjá Ásgeiri og félögum gæti það stuðlað að fleiri heilbrigðum meðgöngum og fæðingum þegar fram í sækir. Og verður þetta á öllum fæðingardeildum í framtíðinni? „Ekki spurning,“ segir Ásgeir og brosir. „Vonandi alla vega. Það er draumurinn og það gæti gerst,“ segir hann. Í síðustu viku var undirritað samkomulag milli Háskólans í Reykjavík og Landspítalans um stofnun nýs rannsóknarseturs í heilbrigðisverkfræði. Þetta segir Ásgeir mjög mikilvægt, enda snúist greinin um að nýta aðferðir verkfræðinnar til að leysa hin ýmsu heilbrigðisvandamál. „Þetta er framtíðin og þetta verður bara meira og meira spennandi svið.“ Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Ásgeir Alexandersson, læknir og meistaranemi í heilbrigðisverkfræði í Háskólanum í Reykjavík, er hluti teymis sem stendur að verkefni sem snýst um að nota rafskaut til að fylgjast með rafvirkni í legi óléttra kvenna og greina þannig samdrætti. „Draumurinn er að reyna að finna leið til að greina konur sem eru í fyrirburafæðingum eða í hættu á þeim og ná að veita þeim meðferð fyrr til að koma í veg fyrir eða seinka fyrirburafæðingum,“ segir Ásgeir. Teymið hefur verið hluti af evrópskum rannsóknarhópi í fimm ár og er stórt alþjóðlegt fyrirtæki á sviði heilbrigðistækni komið inn í ferlið. Markmiðið er að tæknin verði hluti af búnaði sem framleiddur er fyrir fæðingardeildir og jafnvel einnig heilsugæslustöðvar. „Þetta myndi auka öryggi. Hjá fyrirburum er skaði eins og heilaskaði algengari og sum börnin lifa ekki af. Fyrirburafæðingar og umönnun fyrirbura er lík mjög dýr þannig að þessi tækni gæti vonandi fækkað þessum tilfellum og um leið sparað í heilbrigðiskerfinu.“ Tveggja daga gamall drengur, sem sjá má í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt, lét umræður um tækninýjungar ekkert trufla sig í dag, en ef verkefnið gengur vel hjá Ásgeiri og félögum gæti það stuðlað að fleiri heilbrigðum meðgöngum og fæðingum þegar fram í sækir. Og verður þetta á öllum fæðingardeildum í framtíðinni? „Ekki spurning,“ segir Ásgeir og brosir. „Vonandi alla vega. Það er draumurinn og það gæti gerst,“ segir hann. Í síðustu viku var undirritað samkomulag milli Háskólans í Reykjavík og Landspítalans um stofnun nýs rannsóknarseturs í heilbrigðisverkfræði. Þetta segir Ásgeir mjög mikilvægt, enda snúist greinin um að nýta aðferðir verkfræðinnar til að leysa hin ýmsu heilbrigðisvandamál. „Þetta er framtíðin og þetta verður bara meira og meira spennandi svið.“
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira