Innlent

Ný skilti fyrir erlenda ferðamenn

Nýja skiltið.
Nýja skiltið.
Skiltum sem setja á upp fyrir ferðamenn vegna Múlakvíslar hefur verið breytt í ljósi þess að nú er bæði fólk og bílar flutt yfir fljótið. Áður stóð á skiltinu að vegurinn væri lokaður, en nú bendir það ferðamönnum á að bílar verði ferjaðir yfir vegna flóða.

Margir erlendir ferðamenn hafa haldið austur undanfarna daga án þess að vita að Þjóðvegurinn er rofinn við Múlakvísl, en engin skilti hafa verið uppi til að gera þeim viðvart um brúarleysið.

Skiltin fara upp við Seyðisfjörð, Egilsstaði, Kirkjubæjarklaustur, Landvegamót og Rauðavatn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×