Innlent

Ný sprunga í ísgöngunum í Langjökli

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Þverhnípt sprunga blasti við er bormenn voru að störfum í iðrum Langjökuls á föstudag. Jóhann Pjetur Jónsson og ísjötnarnir félagar hans segjast þó hvergi bangnir.
Þverhnípt sprunga blasti við er bormenn voru að störfum í iðrum Langjökuls á föstudag. Jóhann Pjetur Jónsson og ísjötnarnir félagar hans segjast þó hvergi bangnir. Fréttablaðið/Stefán
Búist er við að hringnum í ísgöngum fyrirtækisins Icecave í vestanverðum Langjökli verði lokað á næstu tíu dögum eða svo.

Nánast í sömu mund og Fréttablaðið bar að garði á föstudag höfðu gangagerðarmenn komið að djúpri sprungu sem liggur þvert á stefnu ganganna. Þessi nýja sprunga liggur rétt innan við aðra stóra sprungu sem nýlega fannst og mun eins og nýja sprungan verða hluti af ísgöngunum.

„Þetta er fyrst og fremst spennandi,“ svaraði Kjartan Þorbjörnsson staðarhaldari aðspurður hvort bormennirnir væru ekki smeykir við að jökullinn gleypti þá hreinlega.

Nánari umfjöllun og magnaðar myndir úr ísgöngunum verða í Fréttablaðinu á morgun og í kvöld í þættinum Ísland í dag á Stöð 2. Þá mætti Lillý Valgerður Pétursdóttir, fréttakona á Stöð 2, í Bítið í morgun en hún sótti jökulinn heim fyrir helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×