Ný Vestmannaeyjaferja í síðasta lagi 2015 25. janúar 2012 11:49 Mynd/GVA Gert er ráð fyrir því að ný ferja geti hafið siglingar í Landeyjahöfn í síðasta lagi árið 2015. Þetta kemur fram í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu en ráðuneytið kynnti áformin á fundi í dag. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur ásamt Vestmannaeyjabæjar, Siglingastofnunar og Vegagerðarinnar farið yfir stöðuna varðandi siglingar í Landeyjahöfn og á þeim fundum hefur verið fjallað um smíði nýrrar ferju, fyrirkomulag siglinga þar til ný ferja verður komin í gagnið, líklega þróun sandburðar við Landeyjahöfn og rannsóknir sem framundan eru. „Við fjármögnun verður litið til verkefnisins í heild sinni, þ.e. smíði nýrrar ferju og aðgerða til aðlögunar Landeyjahafnar að breyttum náttúrulegum aðstæðum." Þá segir að áhersla hafi verið lögð á það sem snúi að nýju skipi enda talið einsýnt að siglingar í Landeyjahöfn verði verulegum takmörkunum háðar meðan siglt er á núverandi skipi. „Mikilvægt er að hönnun nýrrar ferju taki mið af þeim aðstæðum sem ríkja í og við Landeyjahöfn. Ýmsar leiðir hafa verið ræddar varðandi fjármögnun og smíði nýrrar ferju. Efst á blaði nú er að vinna áfram með þá hugmynd að stofna hlutafélag um verkefnið. Mögulegir eignaraðilar yrðu ríkið, Vestmannaeyjabær og lífeyrissjóðir. Ákveðið hefur verið að hefja könnunarviðræður um þetta fyrirkomulag enda hafa allir þessir aðilar lýst áhuga sínum á að kanna þessa leið frekar. Gert er ráð fyrir að ný ferja gæti hafið siglingar í síðasta lagi árið 2015," segir ennfremur. Þá segir að af hálfu Siglingastofnunar sé nú unnið að endurskoðun útreikninga á efnisburði meðal annars í ljósi breyttra aðstæðna. „Lögð hefur verið rík áhersla á að skýra byrjunarörðugleika tengda sandburði og vinna að lausnum til að draga úr honum með ákveðnum aðgerðum. Meðal annars er til skoðunar uppbygging á rifi sem skýlir höfninni og dregur úr sandburði auk fasts dælubúnaðar. Hér eftir sem hingað til mun stofnunin fá utanaðkomandi sérfræðinga til aðstoðar. Áfram verður unnið með dönsku straumfræðistöðinni DHI en jafnframt leitað álita hjá tveimur reyndum erlendum aðilum sem ekki komu að hönnun hafnarinnar." Að síðustu segir í tilkynningunni að höfnin hafi breytt miklu fyrir Vestmannaeyjabæ og nágrannasveitarfélög. „Farþegafjöldi með Herjólfi hefur rúmlega tvöfaldast og almenn ánægja er með siglingar. Með það í huga munu innanríkisráðuneytið, Siglingastofnun, Vegagerðin og Vestmannaeyjabær í sameiningu leita allra leiða til að nýta Landeyjahöfn sem best til ársins 2015 jafnvel þótt slíkt verði með takmörkunum." Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Sjá meira
Gert er ráð fyrir því að ný ferja geti hafið siglingar í Landeyjahöfn í síðasta lagi árið 2015. Þetta kemur fram í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu en ráðuneytið kynnti áformin á fundi í dag. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur ásamt Vestmannaeyjabæjar, Siglingastofnunar og Vegagerðarinnar farið yfir stöðuna varðandi siglingar í Landeyjahöfn og á þeim fundum hefur verið fjallað um smíði nýrrar ferju, fyrirkomulag siglinga þar til ný ferja verður komin í gagnið, líklega þróun sandburðar við Landeyjahöfn og rannsóknir sem framundan eru. „Við fjármögnun verður litið til verkefnisins í heild sinni, þ.e. smíði nýrrar ferju og aðgerða til aðlögunar Landeyjahafnar að breyttum náttúrulegum aðstæðum." Þá segir að áhersla hafi verið lögð á það sem snúi að nýju skipi enda talið einsýnt að siglingar í Landeyjahöfn verði verulegum takmörkunum háðar meðan siglt er á núverandi skipi. „Mikilvægt er að hönnun nýrrar ferju taki mið af þeim aðstæðum sem ríkja í og við Landeyjahöfn. Ýmsar leiðir hafa verið ræddar varðandi fjármögnun og smíði nýrrar ferju. Efst á blaði nú er að vinna áfram með þá hugmynd að stofna hlutafélag um verkefnið. Mögulegir eignaraðilar yrðu ríkið, Vestmannaeyjabær og lífeyrissjóðir. Ákveðið hefur verið að hefja könnunarviðræður um þetta fyrirkomulag enda hafa allir þessir aðilar lýst áhuga sínum á að kanna þessa leið frekar. Gert er ráð fyrir að ný ferja gæti hafið siglingar í síðasta lagi árið 2015," segir ennfremur. Þá segir að af hálfu Siglingastofnunar sé nú unnið að endurskoðun útreikninga á efnisburði meðal annars í ljósi breyttra aðstæðna. „Lögð hefur verið rík áhersla á að skýra byrjunarörðugleika tengda sandburði og vinna að lausnum til að draga úr honum með ákveðnum aðgerðum. Meðal annars er til skoðunar uppbygging á rifi sem skýlir höfninni og dregur úr sandburði auk fasts dælubúnaðar. Hér eftir sem hingað til mun stofnunin fá utanaðkomandi sérfræðinga til aðstoðar. Áfram verður unnið með dönsku straumfræðistöðinni DHI en jafnframt leitað álita hjá tveimur reyndum erlendum aðilum sem ekki komu að hönnun hafnarinnar." Að síðustu segir í tilkynningunni að höfnin hafi breytt miklu fyrir Vestmannaeyjabæ og nágrannasveitarfélög. „Farþegafjöldi með Herjólfi hefur rúmlega tvöfaldast og almenn ánægja er með siglingar. Með það í huga munu innanríkisráðuneytið, Siglingastofnun, Vegagerðin og Vestmannaeyjabær í sameiningu leita allra leiða til að nýta Landeyjahöfn sem best til ársins 2015 jafnvel þótt slíkt verði með takmörkunum."
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Sjá meira