Erlent

Nýjar fartölvur frá Google

BBI skrifar
Google hefur boðað nýja gerð af tölvum sem keyra á Chrome stýrikerfinu. Þær verða búnar öflugum örgjörva, en fyrri gerðin þótti of kraftlítil.

Chrome stýrikerfið keyrir öll forrit sín af vefsvæði fyrirtækisins og vistar öll gögn notenda á internetinu.

Google hefur lagt áherslu á að tölvurnar þurfi lítið viðhald, enda sé stýrikerfið keyrt af netinu og því sjái fyrirtækið um allt viðhald auk þess sem vírusvörn sé innbyggð í kerfið.

Chrometölvurnar hafa ekki fengið sérlega góðar viðtökur. Til dæmis virðast aðeins 50.000 eintök hafa selst í Bandaríkjunum síðustu þrjá mánuði, meðan alls seldust 10 milljónir fartölva.

Ástæðan hefur verið talin sú að tölvurnar eru kraftminni en venjulegar tölvur, en hafa aftur á móti ekki kosti spjaldtölva eins og ipad. Chrometölvurnar eru því einhvers staðar mitt á milli og fremur óspennandi kostur.

Nýja gerð tölvunnar verður sett í sölu í Bandaríkjunum og Bretlandi til að byrja með.

Hér má lesa umfjöllun BBC um tölvurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×