Enski boltinn

Nýju leikmenn Arsenal sáu um Liverpool | Versta byrjunin í 50 ár

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd/AFP
Enska úrvalsdeildarliðið Arsenal opnaði markareikning sinn í deildinni á tímabilinu í dag þegar liðið bar sigur úr býtum gegn Liverpool með tveimur mörkum gegn engu.

Fyrsta mark leiksins kom eftir um hálftíma leik þegar Lukas Podolski skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir Arsenal. Virkilega laglegt spil hjá liðinu.

Heimamenn í Liverpool voru oft á tíðum ekki sáttur við störf Howard Webb, dómara leiksins, en nokkur umdeild atvik litu dagsins ljós þar sem leikmenn Liverpool vildu fá dæmdar vítaspyrnur.

Santi Cazorla, leikmaður Arsenal, skoraði síðan annað mark gestanna tuttugu mínútum fyrir leikslok en hann náði skoti úr virkilega þröngu færi sem Pepe Reina, markvörður Liverpool, átti heldur betur að verja, slæm mistök hjá þeim spænska.

Niðurstaðan því öruggur sigur Arsenal á Anfield, heimavelli Liverpool, og hefur liðið náð í fimm stig eftir þrjár umferðir. Liverpool er aftur á móti aðeins með eitt stig. Versta byrjun Liverpool frá árunum 1962-63 því staðreynd.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×