Nýju markaprinsessur landsliðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2012 09:00 Margrét Lára Viðarsdóttir með Söndru Maríu Jessen á hægri hönd og Elínu Mettu Jensen á vinstri hönd. Mynd/Stefán Margrét Lára Viðarsdóttir hefur verið dugleg að safna að sér öllum helstum markametum í íslenskum fótbolta en um síðustu helgi tókst tveimur stórefnilegum leikmönnum að slá aldursmet hennar frá 2004 þegar Margrét Lára varð markadrottning úrvalsdeildarinnar 18 ára gömul. Elín Metta Jensen og Sandra María Jessen eru báðar fæddar árið 1995 og fögnuðu því 17 ára afmæli sínu fyrr á þessu ári. Þær skoruðu báðar 18 mörk í 18 leikjum í Pepsi-deild kvenna í sumar og urðu báðar markadrottningar. Elín Metta spilaði færri mínútur og fékk því gullskóinn en Sandra María varð jafnframt Íslandsmeistari með Þór/KA og er ein af þeim sem koma sterklega til greina sem besti leikmaður tímabilsins. „Þetta er frábært og ég rosalega stolt af þessum stelpum. Ég þjálfaði aðeins Elínu þegar hún var yngri og þekki hana því aðeins betur en Söndru. Þær eru báðar hrikalega efnilegar og við fögnum því að það séu að koma leikmenn upp," sagði Margrét Lára aðspurð um nýju markaprinsessurnar. Margrét Lára sjálf verður vonandi leikfær á Laugardalsvellinum klukkan 16.15 í dag þegar íslenska liðið mætir Norður-Írlandi í næstsíðasta leik íslenska liðsins í undankeppni EM. Sandra byrjaði landsliðsferilinn eins og Margrét Lára eða með því að skora með fyrstu snertingu aðeins nokkrum mínútum eftir að hún kom inn á í sínum fyrsta landsleik. „Sandra er þegar búin að standa sig vel með landsliðinu og báðar þessar stelpur eru með mikið sjálfstraust sem skiptir miklu máli þegar maður er að koma nýr inn. Við eigum von á því að þær eigi eftir að setja mark sitt á leikinn á laugardaginn (í dag)," sagði Margrét Lára. „Ég er mjög spennt og ég held að þetta eigi eftir að ganga mjög vel á móti Norður-Írlandi. Ég passa mig að gera ekki of miklar væntingar um að fá að spila í þessum leik en ég vona að ég fái að spila eitthvað og að minnsta kosti að ég verði í hóp. Það er ótrúlega gaman að fá að vera ein af 22 og ég er mjög glöð með það," segir Sandra María Jessen en hún hefur komið inn á sem varamaður í tveimur fyrstu landsleikjunum og skorað í báðum. Sandra María varð eins og áður sagði að sjá á eftir gullskónum með minnsta mun. „Ég verð bara að sætta mig silfurskóinn sem er líka frábært. Aðalmálið var að vinna Íslandsmótið. Ég fékk þann bikar og get því ekki kvartað," segir Sandra María sem skoraði í síðasta leiknum en það var þó ekki nóg.„Nú hef ég bara eitthvað til að stefna að á næsta ári," segir Sandra María en það hefur þó ekkert slest upp á vinskapinn hjá þeim stöllum þrátt fyrir harða baráttu. „Við erum mjög góðar vinkonur enn þá og það er allt í góðu. Það þarf alltaf einhver að vinna. Hún vann í þetta skiptið og það er bara flott hjá henni," sagði Sandra María og Elín Metta tekur undir þetta. „Við erum að sjálfsögðu enn þá vinkonur. Við erum búnar að vera herbergisfélagar með yngri landsliðunum og erum bara fínar vinkonur," segir Elín Metta. Hún er nú að spila meðal margra fyrirmynda sinna úr Val. „Þetta er rosalega flott lið og það er ofboðslega gaman að fá að vera partur af því. Ég var bara boltasækir hjá þeim fyrir nokkrum árum og það er því mjög gaman að fá að spila með þeim núna," segir Elín Metta. Hún er að sjálfsögðu í skýjunum að hafa náð í gullskóinn í Pepsi-deildinni. „Það er skemmtilegt og mikill heiður að fá gullskóinn. Ég var ekkert að búast við því að vinna þetta. Hún var einu marki fyrir ofan mig og ég var ekki búin að kynna mér reglurnar þannig að ég vissi ekkert hvernig þetta færi ef við yrðum jafnar. Svo kom þetta bara skemmtilegt á óvart," sagði Elín Metta. Margrét Lára hefur skorað 45 mörk fyrir íslenska landsliðsins síðan Sigurður Ragnar Eyjólfsson tók við liðinu í ársbyrjun 2007 eða langmest af öllum leikmönnum liðsins á þeim tíma. „Okkur hefur svolítið vantað markaskorara undanfarin ár og það er því frábært að fá svona stelpur inn. Það er greinilegt að þær hafa verið að æfa vel undanfarin ár sem er að skila þeim langt. Það eiga líka örugglega fleiri góðir leikmenn eftir að koma upp og við fögnum því," segir Margrét Lára. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Slegist um úrslitaleik Körfubolti Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Körfubolti Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Enski boltinn Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir hefur verið dugleg að safna að sér öllum helstum markametum í íslenskum fótbolta en um síðustu helgi tókst tveimur stórefnilegum leikmönnum að slá aldursmet hennar frá 2004 þegar Margrét Lára varð markadrottning úrvalsdeildarinnar 18 ára gömul. Elín Metta Jensen og Sandra María Jessen eru báðar fæddar árið 1995 og fögnuðu því 17 ára afmæli sínu fyrr á þessu ári. Þær skoruðu báðar 18 mörk í 18 leikjum í Pepsi-deild kvenna í sumar og urðu báðar markadrottningar. Elín Metta spilaði færri mínútur og fékk því gullskóinn en Sandra María varð jafnframt Íslandsmeistari með Þór/KA og er ein af þeim sem koma sterklega til greina sem besti leikmaður tímabilsins. „Þetta er frábært og ég rosalega stolt af þessum stelpum. Ég þjálfaði aðeins Elínu þegar hún var yngri og þekki hana því aðeins betur en Söndru. Þær eru báðar hrikalega efnilegar og við fögnum því að það séu að koma leikmenn upp," sagði Margrét Lára aðspurð um nýju markaprinsessurnar. Margrét Lára sjálf verður vonandi leikfær á Laugardalsvellinum klukkan 16.15 í dag þegar íslenska liðið mætir Norður-Írlandi í næstsíðasta leik íslenska liðsins í undankeppni EM. Sandra byrjaði landsliðsferilinn eins og Margrét Lára eða með því að skora með fyrstu snertingu aðeins nokkrum mínútum eftir að hún kom inn á í sínum fyrsta landsleik. „Sandra er þegar búin að standa sig vel með landsliðinu og báðar þessar stelpur eru með mikið sjálfstraust sem skiptir miklu máli þegar maður er að koma nýr inn. Við eigum von á því að þær eigi eftir að setja mark sitt á leikinn á laugardaginn (í dag)," sagði Margrét Lára. „Ég er mjög spennt og ég held að þetta eigi eftir að ganga mjög vel á móti Norður-Írlandi. Ég passa mig að gera ekki of miklar væntingar um að fá að spila í þessum leik en ég vona að ég fái að spila eitthvað og að minnsta kosti að ég verði í hóp. Það er ótrúlega gaman að fá að vera ein af 22 og ég er mjög glöð með það," segir Sandra María Jessen en hún hefur komið inn á sem varamaður í tveimur fyrstu landsleikjunum og skorað í báðum. Sandra María varð eins og áður sagði að sjá á eftir gullskónum með minnsta mun. „Ég verð bara að sætta mig silfurskóinn sem er líka frábært. Aðalmálið var að vinna Íslandsmótið. Ég fékk þann bikar og get því ekki kvartað," segir Sandra María sem skoraði í síðasta leiknum en það var þó ekki nóg.„Nú hef ég bara eitthvað til að stefna að á næsta ári," segir Sandra María en það hefur þó ekkert slest upp á vinskapinn hjá þeim stöllum þrátt fyrir harða baráttu. „Við erum mjög góðar vinkonur enn þá og það er allt í góðu. Það þarf alltaf einhver að vinna. Hún vann í þetta skiptið og það er bara flott hjá henni," sagði Sandra María og Elín Metta tekur undir þetta. „Við erum að sjálfsögðu enn þá vinkonur. Við erum búnar að vera herbergisfélagar með yngri landsliðunum og erum bara fínar vinkonur," segir Elín Metta. Hún er nú að spila meðal margra fyrirmynda sinna úr Val. „Þetta er rosalega flott lið og það er ofboðslega gaman að fá að vera partur af því. Ég var bara boltasækir hjá þeim fyrir nokkrum árum og það er því mjög gaman að fá að spila með þeim núna," segir Elín Metta. Hún er að sjálfsögðu í skýjunum að hafa náð í gullskóinn í Pepsi-deildinni. „Það er skemmtilegt og mikill heiður að fá gullskóinn. Ég var ekkert að búast við því að vinna þetta. Hún var einu marki fyrir ofan mig og ég var ekki búin að kynna mér reglurnar þannig að ég vissi ekkert hvernig þetta færi ef við yrðum jafnar. Svo kom þetta bara skemmtilegt á óvart," sagði Elín Metta. Margrét Lára hefur skorað 45 mörk fyrir íslenska landsliðsins síðan Sigurður Ragnar Eyjólfsson tók við liðinu í ársbyrjun 2007 eða langmest af öllum leikmönnum liðsins á þeim tíma. „Okkur hefur svolítið vantað markaskorara undanfarin ár og það er því frábært að fá svona stelpur inn. Það er greinilegt að þær hafa verið að æfa vel undanfarin ár sem er að skila þeim langt. Það eiga líka örugglega fleiri góðir leikmenn eftir að koma upp og við fögnum því," segir Margrét Lára.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Slegist um úrslitaleik Körfubolti Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Körfubolti Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Enski boltinn Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Sjá meira