Nýliðun fyrir hvern? Þórhallur Hjaltason skrifar 3. apríl 2012 06:00 Nú hefur ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur komið með enn eitt sjávarútvegsfrumvarpið sem á að leysa allan ágreining um sjávarútvegskerfið. Nú á að ná sáttum við þjóðina – reyndar aðra hluta þjóðarinnar en sjómenn og fiskverkafólk, sem höfum þó af þessarri atvinnugrein lifibrauð. Einn af helstu útgangspunktum ríkisstjórnarinnar er að auka „nýliðun“ í kerfinu með stórauknum ríkispottum sem stjórnmálamenn deila eftir eigin reglum og hagsmunum heima í héraði. Þegar stjórnmálamenn tala um nýliðun í greininni sjá þeir fyrir sér syngjandi trillusjómenn haldandi til veiða. Þessi rómantíska sýn á sjávarútveg er eins og að sjá fyrir sér sveitir landsins fullar af fólki – bændur að heyja með ljá og Bjössi á mjólkurbílnum keyrir um á gömlum Ford T, sækir mjólkurbrúsana heim í hlað og flautar í áttina að heimasætunum. En allir vita að þannig er ekki íslenskur landbúnaður í dag og engum dytti í hug að koma með frumvarp þess efnis að hverfa aftur til þess tíma. Í mínum huga er nýliðun í sjávarútvegi að ungir menn geti farið og menntað sig í vélstjórn eða skipstjórn, komið heim aftur og haft öruggar og góðar tekjur af því að vinna í öruggu starfsumhverfi. Ég þekki þó nokkuð af mönnum sem skuldsettu sig til að kaupa trillu á 7 – 10 milljónir og treysta á að geta veitt frítt í boði ríkisins annaðhvort á strandveiðum eða byggðakvóta. Útgerð þessarra einstaklinga hefur gengið mjög illa og það sem hefur bjargað afkomu þessarra manna og heimila þeirra eru afleysingar á togurum og nótaskipum hér í Fjarðabyggð. Er þetta nýliðun byggð á öruggri afkomu í öruggu starfsumhverfi? Hins vegar vegnar þeim ágætlega sem fyrir áttu trillurnar, skuldlausar, með nokkra tugi milljóna inni á bók eftir kvótasölu. Þessir einstaklingar halda nú frítt til veiða í boði ríkisstjórnarinnar og mér segir svo hugur að þeir muni uppfylla rómantíska sýn Jóhönnu og Steingríms um syngjandi trillukarlana. Og hver veit, kannski ná þeir að selja sig síðan í annað eða þriðja skiptið út úr kerfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Nú hefur ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur komið með enn eitt sjávarútvegsfrumvarpið sem á að leysa allan ágreining um sjávarútvegskerfið. Nú á að ná sáttum við þjóðina – reyndar aðra hluta þjóðarinnar en sjómenn og fiskverkafólk, sem höfum þó af þessarri atvinnugrein lifibrauð. Einn af helstu útgangspunktum ríkisstjórnarinnar er að auka „nýliðun“ í kerfinu með stórauknum ríkispottum sem stjórnmálamenn deila eftir eigin reglum og hagsmunum heima í héraði. Þegar stjórnmálamenn tala um nýliðun í greininni sjá þeir fyrir sér syngjandi trillusjómenn haldandi til veiða. Þessi rómantíska sýn á sjávarútveg er eins og að sjá fyrir sér sveitir landsins fullar af fólki – bændur að heyja með ljá og Bjössi á mjólkurbílnum keyrir um á gömlum Ford T, sækir mjólkurbrúsana heim í hlað og flautar í áttina að heimasætunum. En allir vita að þannig er ekki íslenskur landbúnaður í dag og engum dytti í hug að koma með frumvarp þess efnis að hverfa aftur til þess tíma. Í mínum huga er nýliðun í sjávarútvegi að ungir menn geti farið og menntað sig í vélstjórn eða skipstjórn, komið heim aftur og haft öruggar og góðar tekjur af því að vinna í öruggu starfsumhverfi. Ég þekki þó nokkuð af mönnum sem skuldsettu sig til að kaupa trillu á 7 – 10 milljónir og treysta á að geta veitt frítt í boði ríkisins annaðhvort á strandveiðum eða byggðakvóta. Útgerð þessarra einstaklinga hefur gengið mjög illa og það sem hefur bjargað afkomu þessarra manna og heimila þeirra eru afleysingar á togurum og nótaskipum hér í Fjarðabyggð. Er þetta nýliðun byggð á öruggri afkomu í öruggu starfsumhverfi? Hins vegar vegnar þeim ágætlega sem fyrir áttu trillurnar, skuldlausar, með nokkra tugi milljóna inni á bók eftir kvótasölu. Þessir einstaklingar halda nú frítt til veiða í boði ríkisstjórnarinnar og mér segir svo hugur að þeir muni uppfylla rómantíska sýn Jóhönnu og Steingríms um syngjandi trillukarlana. Og hver veit, kannski ná þeir að selja sig síðan í annað eða þriðja skiptið út úr kerfinu.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun