Nýr „brennivínsmálaráðherra“ íslenskur ljósmyndari í Noregi Bjarki Ármannsson skrifar 11. apríl 2016 15:02 „Það verður allavega hlegið að þessu til morguns, ef ekki út vikuna,“ segir Kristín Jóna Guðjónsdóttir. „Það verður allavega hlegið að þessu til morguns, ef ekki út vikuna,“ segir Kristín Jóna Guðjónsdóttir, annar tveggja Íslendinga sem birtast eldsnöggt í kostulegu innslagi breska grínistans John Oliver um stjórnmálaástandið á Íslandi. Innslagið hefur vakið mikla athygli á íslenskum miðlum og samfélagsmiðlum nú í morgun.Ólíkt hinum Íslendingnum, Stefáni Boga Sveinssyni bæjarfulltrúa, er Kristín ekki flokksbundinn Framsóknarmaður. Hún kveðst ópólitísk, enda er hún nú búsett í Noregi. Kristín segir bróður hennar hafa sent henni tölvupóst í morgun og spurt hana hvort hún hefði séð atriðið. Í fyrstu hafi hún talið að um einhverskonar leik væri að ræða, þar sem Facebook-mynd af viðkomandi birtist í myndskeiðinu. „Þannig að ég ætlaði að senda systur minni skilaboð og spyrja hvort það kæmi mynd af henni,“ segir Kristín. „En svo svarar hún: Hvers vegna er mynd af þér þarna?“Innslag Oliver má sjá hér að neðan en þátturinn í heild sinni verður sýndur á Stöð 2 annað kvöld klukkan 22:40, með íslenskum texta.Skýringin er þó tiltölulega einföld: Kristín er sjálf ljósmyndari og sendi myndina af sér inn á alþjóðlegan myndabanka. „Ég fór einmitt og kíkti og ég hef sett „Iceland“ sem eitt af einkennisorðunum með myndinni,“ segir hún. „Ég veit ekki alveg hvers vegna ég hef gert það en ég greinilega græði á því.“ John Oliver og félagar hafa þó greinilega átt við upphaflegu myndina og bætt við hönd sem heldur á Brennivínsflösku. Er Kristín í þættinum í hlutverki nokkurs konar „brennivínsmálaráðherra.“ „Vinir mínir segja að myndin sé augljóslega „feikuð,“ þar sem þar er brennivínsflaska,“ segir hún. „Hefðu þeir haft vit á að setja hvítvínsflösku, þá hefðu allir trúað þessu.“ Hún segist telja að Sigurður Ingi Jóhannsson, nýr forsætisráðherra, þurfi að standa sig vel þar sem hún er, samkvæmt þætti Oliver, næst í röðinni. Tengdar fréttir Stefán Bogi rataði í John Oliver: „Gúglaði hann bara „framsóknarmaður í ullarpeysu?““ Bæjarfulltrúa Framsóknar í Fljótsdalshéraði bregður fyrir í innslagi breska þáttastjórnandans um mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. 11. apríl 2016 12:56 Hættu öllu sem þú ert að gera: John Oliver tekur fyrir Ísland og Sigmund Davíð "Þetta var eins og að horfa á bílslys sýnt hægt.“ 11. apríl 2016 09:13 Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira
„Það verður allavega hlegið að þessu til morguns, ef ekki út vikuna,“ segir Kristín Jóna Guðjónsdóttir, annar tveggja Íslendinga sem birtast eldsnöggt í kostulegu innslagi breska grínistans John Oliver um stjórnmálaástandið á Íslandi. Innslagið hefur vakið mikla athygli á íslenskum miðlum og samfélagsmiðlum nú í morgun.Ólíkt hinum Íslendingnum, Stefáni Boga Sveinssyni bæjarfulltrúa, er Kristín ekki flokksbundinn Framsóknarmaður. Hún kveðst ópólitísk, enda er hún nú búsett í Noregi. Kristín segir bróður hennar hafa sent henni tölvupóst í morgun og spurt hana hvort hún hefði séð atriðið. Í fyrstu hafi hún talið að um einhverskonar leik væri að ræða, þar sem Facebook-mynd af viðkomandi birtist í myndskeiðinu. „Þannig að ég ætlaði að senda systur minni skilaboð og spyrja hvort það kæmi mynd af henni,“ segir Kristín. „En svo svarar hún: Hvers vegna er mynd af þér þarna?“Innslag Oliver má sjá hér að neðan en þátturinn í heild sinni verður sýndur á Stöð 2 annað kvöld klukkan 22:40, með íslenskum texta.Skýringin er þó tiltölulega einföld: Kristín er sjálf ljósmyndari og sendi myndina af sér inn á alþjóðlegan myndabanka. „Ég fór einmitt og kíkti og ég hef sett „Iceland“ sem eitt af einkennisorðunum með myndinni,“ segir hún. „Ég veit ekki alveg hvers vegna ég hef gert það en ég greinilega græði á því.“ John Oliver og félagar hafa þó greinilega átt við upphaflegu myndina og bætt við hönd sem heldur á Brennivínsflösku. Er Kristín í þættinum í hlutverki nokkurs konar „brennivínsmálaráðherra.“ „Vinir mínir segja að myndin sé augljóslega „feikuð,“ þar sem þar er brennivínsflaska,“ segir hún. „Hefðu þeir haft vit á að setja hvítvínsflösku, þá hefðu allir trúað þessu.“ Hún segist telja að Sigurður Ingi Jóhannsson, nýr forsætisráðherra, þurfi að standa sig vel þar sem hún er, samkvæmt þætti Oliver, næst í röðinni.
Tengdar fréttir Stefán Bogi rataði í John Oliver: „Gúglaði hann bara „framsóknarmaður í ullarpeysu?““ Bæjarfulltrúa Framsóknar í Fljótsdalshéraði bregður fyrir í innslagi breska þáttastjórnandans um mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. 11. apríl 2016 12:56 Hættu öllu sem þú ert að gera: John Oliver tekur fyrir Ísland og Sigmund Davíð "Þetta var eins og að horfa á bílslys sýnt hægt.“ 11. apríl 2016 09:13 Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira
Stefán Bogi rataði í John Oliver: „Gúglaði hann bara „framsóknarmaður í ullarpeysu?““ Bæjarfulltrúa Framsóknar í Fljótsdalshéraði bregður fyrir í innslagi breska þáttastjórnandans um mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. 11. apríl 2016 12:56
Hættu öllu sem þú ert að gera: John Oliver tekur fyrir Ísland og Sigmund Davíð "Þetta var eins og að horfa á bílslys sýnt hægt.“ 11. apríl 2016 09:13