Nýr áfangi í aðildarviðræðum Stefán Haukur Jóhannesson og Björg Thorarensen og Þorsteinn Gunnarsson skrifa 21. desember 2012 06:00 Í vikunni fór fram ríkjaráðstefna í Brussel þar sem samningar hófust um sex nýja málaflokka í aðildarviðræðum Íslands og ESB. Það er mesti fjöldi samningskafla sem hefur verið opnaður á sama fundi frá því að viðræðurnar hófust, en samanlagt voru opnaðir níu samningskaflar í formennskutíð Kýpur á síðustu sex mánuðum. Kaflarnir sem nú er byrjað að semja um eru flestir utan EES-samstarfsins, eins og evran og byggðamálin, og því má segja að viðræðurnar séu að færast inn á ný svið. Viðræður eru nú hafnar um 27 málaflokka af þeim 33 sem semja þarf um, en það eru um 4/5 allra mála. Þetta er umtalsverður árangur á þeim 18 mánuðum sem liðnir eru frá því að efnislegar samningaviðræður hófust. Evrumálin eru mikilvæg Þegar samningskaflinn um evruna var opnaður á ríkjaráðstefnunni 18. desember sl. kom fram í máli fulltrúa ESB að Ísland hefði fullnægjandi getu til að taka þátt í myntsamstarfinu, og taka upp evruna að uppfylltum ákveðnum efnahagslegum skilyrðum. Þetta greiðir götu fyrir mögulegri þátttöku Íslands í myntsamstarfinu ERM II. Þá gæti íslenska krónan komist í skjól með því að tengjast evrunni og efnahagsramma hennar, og þannig yrði lagður grunnur að auknum efnahagslegum stöðugleika. Um leið benti fulltrúi ESB á að tryggja þyrfti enn betur sjálfstæði Seðlabanka Íslands. Áður en til aðildar gæti komið yrði einnig nauðsynlegt að afnema gjaldeyrishöftin á Íslandi. Sameiginlegur vinnuhópur Íslands, ESB, Seðlabanka Evrópu og AGS skoðar það brýna úrlausnarefni sérstaklega. Tækifæri í byggðamálum Um þriðjungur útgjalda ESB rennur til byggðamála. Markmið byggðastefnu Evrópusambandsins er að jafna stöðu svæða í Evrópu og það er gert með því að styðja við verkefni sem stuðla að atvinnuuppbyggingu og bæta samkeppnishæfni á þeim svæðum sem eiga undir högg að sækja. Þau svæði sem einkum fá stuðning eru þau sem glíma meðal annars við fámenni, strjálbýli, einhæft atvinnulíf, erfitt náttúrufar og almennt harðbýlar aðstæður. Þetta hljómar kunnuglega fyrir okkur hér á Íslandi og það er mat samninganefndarinnar að Ísland uppfylli flest ef ekki öll þessi viðmið. Verkefnið í samningaviðræðunum er að búa þannig um hnúta að íslensk sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki geti nýtt sér þann stuðning sem er í boði innan ESB en í því felast mörg tækifæri. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga þessara aðila að taka þátt í uppbyggingarverkefnum ESB á sviði byggðamála. Hvað gerist næst? Eftir er að hefja viðræður um fimmtung samningskafla. Ísland hefur þegar afhent samningsafstöðu sína í samningsköflum um matvælaöryggi og dóms- og innanríkismál, og boltinn er því hjá Evrópusambandinu í þeim málum. Samninganefndin heldur nú áfram að undirbúa samningsafstöðu Íslands í landbúnaði og sjávarútvegi, og tvo EES-kafla sem fjalla um staðfesturétt, þjónustufrelsi og frjálsa fjármagnsflutninga (og tengjast þannig sjávarútvegskaflanum). Fram undan er að ljúka okkar undirbúningsvinnu á næstu misserum, í nánu samráði við hagsmunaaðila og Alþingi, hér eftir sem hingað til, og hefja svo viðræður um þessa kafla. Þá verða öll málefnin sem semja þarf um komin upp á borðið – þá hefst lokaáfanginn. Hagsmunir Íslands, og færni samningsaðila beggja vegna borðsins að finna lausnir, munu ráða hraðanum. Þolinmæði og úthald eru mikilvægir eiginleikar í samningum. Fagleg framvinda Samninganefndin hefur leitast við að starfa af fagmennsku. Sérhvert skref í viðræðunum hefur verið vandlega undirbúið að höfðu samráði við fjölmarga aðila og þannig hefur mikilvægum áföngum verið náð. Samvinna við Alþingi hefur verið góð, þótt vissulega séu þar skiptar skoðanir um Evrópumálin eins og eðlilegt er í lýðræðisríki. Öll meiriháttar mál, þ.m.t. samningsafstaða Íslands í öllum köflum, hafa verið rædd í utanríkismálanefnd og eftir atvikum fagnefndum þingsins. Öll gögn málsins hafa verið birt jafnt og þétt og samninganefndin hefur lagt sig fram um að upplýsa skilmerkilega um stöðu og framvindu viðræðnanna. Þannig á það líka að vera því viðræðurnar um aðild Íslands eru grundvallarhagsmunamál sem varðar alla þjóðina. Það er okkar mat að framlag þeirra fjölmörgu hagsmunaaðila, félagasamtaka, stofnana og sérfræðinga sem lagt hafa hönd á plóginn í samningavinnunni hingað til hafi verið ómetanlegt og gert málflutning Íslands áhrifameiri. Verkefni okkar í samninganefnd Íslands er skýrt: Að tryggja hagsmuni Íslands og koma heim með aðildarsamning sem Íslendingar geta tekið afstöðu til í þjóðaratkvæðagreiðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni fór fram ríkjaráðstefna í Brussel þar sem samningar hófust um sex nýja málaflokka í aðildarviðræðum Íslands og ESB. Það er mesti fjöldi samningskafla sem hefur verið opnaður á sama fundi frá því að viðræðurnar hófust, en samanlagt voru opnaðir níu samningskaflar í formennskutíð Kýpur á síðustu sex mánuðum. Kaflarnir sem nú er byrjað að semja um eru flestir utan EES-samstarfsins, eins og evran og byggðamálin, og því má segja að viðræðurnar séu að færast inn á ný svið. Viðræður eru nú hafnar um 27 málaflokka af þeim 33 sem semja þarf um, en það eru um 4/5 allra mála. Þetta er umtalsverður árangur á þeim 18 mánuðum sem liðnir eru frá því að efnislegar samningaviðræður hófust. Evrumálin eru mikilvæg Þegar samningskaflinn um evruna var opnaður á ríkjaráðstefnunni 18. desember sl. kom fram í máli fulltrúa ESB að Ísland hefði fullnægjandi getu til að taka þátt í myntsamstarfinu, og taka upp evruna að uppfylltum ákveðnum efnahagslegum skilyrðum. Þetta greiðir götu fyrir mögulegri þátttöku Íslands í myntsamstarfinu ERM II. Þá gæti íslenska krónan komist í skjól með því að tengjast evrunni og efnahagsramma hennar, og þannig yrði lagður grunnur að auknum efnahagslegum stöðugleika. Um leið benti fulltrúi ESB á að tryggja þyrfti enn betur sjálfstæði Seðlabanka Íslands. Áður en til aðildar gæti komið yrði einnig nauðsynlegt að afnema gjaldeyrishöftin á Íslandi. Sameiginlegur vinnuhópur Íslands, ESB, Seðlabanka Evrópu og AGS skoðar það brýna úrlausnarefni sérstaklega. Tækifæri í byggðamálum Um þriðjungur útgjalda ESB rennur til byggðamála. Markmið byggðastefnu Evrópusambandsins er að jafna stöðu svæða í Evrópu og það er gert með því að styðja við verkefni sem stuðla að atvinnuuppbyggingu og bæta samkeppnishæfni á þeim svæðum sem eiga undir högg að sækja. Þau svæði sem einkum fá stuðning eru þau sem glíma meðal annars við fámenni, strjálbýli, einhæft atvinnulíf, erfitt náttúrufar og almennt harðbýlar aðstæður. Þetta hljómar kunnuglega fyrir okkur hér á Íslandi og það er mat samninganefndarinnar að Ísland uppfylli flest ef ekki öll þessi viðmið. Verkefnið í samningaviðræðunum er að búa þannig um hnúta að íslensk sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki geti nýtt sér þann stuðning sem er í boði innan ESB en í því felast mörg tækifæri. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga þessara aðila að taka þátt í uppbyggingarverkefnum ESB á sviði byggðamála. Hvað gerist næst? Eftir er að hefja viðræður um fimmtung samningskafla. Ísland hefur þegar afhent samningsafstöðu sína í samningsköflum um matvælaöryggi og dóms- og innanríkismál, og boltinn er því hjá Evrópusambandinu í þeim málum. Samninganefndin heldur nú áfram að undirbúa samningsafstöðu Íslands í landbúnaði og sjávarútvegi, og tvo EES-kafla sem fjalla um staðfesturétt, þjónustufrelsi og frjálsa fjármagnsflutninga (og tengjast þannig sjávarútvegskaflanum). Fram undan er að ljúka okkar undirbúningsvinnu á næstu misserum, í nánu samráði við hagsmunaaðila og Alþingi, hér eftir sem hingað til, og hefja svo viðræður um þessa kafla. Þá verða öll málefnin sem semja þarf um komin upp á borðið – þá hefst lokaáfanginn. Hagsmunir Íslands, og færni samningsaðila beggja vegna borðsins að finna lausnir, munu ráða hraðanum. Þolinmæði og úthald eru mikilvægir eiginleikar í samningum. Fagleg framvinda Samninganefndin hefur leitast við að starfa af fagmennsku. Sérhvert skref í viðræðunum hefur verið vandlega undirbúið að höfðu samráði við fjölmarga aðila og þannig hefur mikilvægum áföngum verið náð. Samvinna við Alþingi hefur verið góð, þótt vissulega séu þar skiptar skoðanir um Evrópumálin eins og eðlilegt er í lýðræðisríki. Öll meiriháttar mál, þ.m.t. samningsafstaða Íslands í öllum köflum, hafa verið rædd í utanríkismálanefnd og eftir atvikum fagnefndum þingsins. Öll gögn málsins hafa verið birt jafnt og þétt og samninganefndin hefur lagt sig fram um að upplýsa skilmerkilega um stöðu og framvindu viðræðnanna. Þannig á það líka að vera því viðræðurnar um aðild Íslands eru grundvallarhagsmunamál sem varðar alla þjóðina. Það er okkar mat að framlag þeirra fjölmörgu hagsmunaaðila, félagasamtaka, stofnana og sérfræðinga sem lagt hafa hönd á plóginn í samningavinnunni hingað til hafi verið ómetanlegt og gert málflutning Íslands áhrifameiri. Verkefni okkar í samninganefnd Íslands er skýrt: Að tryggja hagsmuni Íslands og koma heim með aðildarsamning sem Íslendingar geta tekið afstöðu til í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun