Nýr borgarleikhússtjóri er Kristín Eysteinsdóttir Jakob Bjarnar skrifar 28. febrúar 2014 11:26 Kristín Eysteinsdóttir segir að áherslan verði fyrst og fremst á það að skapa faglega og góða leiklist. vísir/stefán Kristín Eysteinsdóttir leikstjóri hefur verið ráðin leikhússtjóri Borgarleikhússins. „Mér líður mjög vel. Ég er ótrúlega þakklát og hlakka til að takast á við þetta," segir Kristín í samtali við Vísi en tilkynnt var um valið nú rétt í þessu. Kristín segir að gestir Borgarleikhússins verði ekki varir við miklar breytingar í fyrstu. „Ég tek við einstaklega góðu búi og mun halda áfram á sömu braut. Lykillinn af velgengninni hefur verið starfsfólkið í húsinu en auðvitað fylgja alltaf nýjar áherslur nýju fólki og ég hlakka bara til að leiða Borgarleikhúsið inn í nýja og spennandi tíma.“ Kristín hefur verið fastráðin leikstjóri hjá Borgarleikhúsinu frá árinu 2008. „Hef verið ein af listrænum stjórnendum hússins, þekki þannig innra starf mjög vel og tekið þátt í verkefnavali. Ég mun setja mikinn fókus á gæði og vandað verkefnaval.“ Magnús Geir hefur þótt markaðssinnaður leikhússtjóri og Kristín segir mikilvægt að leihúsið sé markaðssett. „En, verðum fyrst og fremst að leggja áherslu á að búa til faglega og góða leiklist. Sýningar sem hreyfa við fólki og hafa áhrif. Borgarleikhúsið hefur verið leiðandi afl í íslensku menningarlífi og ég vil sjá til þess að svo verði áfram. Ég mun setja aukinn fókus á íslenska leikritun og efla hana.“ Á annan tug manna sóttu um stöðu leikhússtjóra Borgarleikhússins en eins og kunnugt er sótti fráfarandi leikhússtjóri, Magnús Geir Þórðarson, um stöðu útvarpsstjóra og fékk. Nokkrir óskuðu nafnleyndar, að sögn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur stjórnarformanns Leikfélags Reykjavíkur, en þegar staðan var auglýst laus til umsóknar var áskilið að umsækjendur greindu frá framtíðarsýn sinni í 800 orða ritgerð. Þorgerður sagði að nokkuð væri lagt upp úr því hvernig til tækist í þeirri ritgerð. Svo virðist sem Kristínu hafi tekist einstaklega vel upp við skrifin. „Þetta er í raun eins og umsókn þar sem maður lýsir sinni framtíðarsýn. Það gekk mjög vel, ég var með skýrar hugmyndir og spennandi sem átti samhljóm með stjórninni.“ Ráðið er í starfið til fjögurra ára. Heimilt er samkvæmt samþykktum LR að endurráða leikhússtjóra önnur fjögur ár. Miðað er við að nýr leikhússtjóri taki til starfa eins fljótt og auðið er en nánari tímasetning er samkomulagsatriði en hann mun njóta liðsinnis Magnúsar Geirs. Ráðning Kristínar þýðir að leikhússtjórar þeirra þriggja atvinnuleikhúsa sem eru starfrækt á Íslandi eru konur; Tinna Gunnlaugsdóttir hjá Þjóðleikhúsinu og Ragnheiður Skúladóttir hjá Leikfélagi Akureyrar. Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Kristín Eysteinsdóttir leikstjóri hefur verið ráðin leikhússtjóri Borgarleikhússins. „Mér líður mjög vel. Ég er ótrúlega þakklát og hlakka til að takast á við þetta," segir Kristín í samtali við Vísi en tilkynnt var um valið nú rétt í þessu. Kristín segir að gestir Borgarleikhússins verði ekki varir við miklar breytingar í fyrstu. „Ég tek við einstaklega góðu búi og mun halda áfram á sömu braut. Lykillinn af velgengninni hefur verið starfsfólkið í húsinu en auðvitað fylgja alltaf nýjar áherslur nýju fólki og ég hlakka bara til að leiða Borgarleikhúsið inn í nýja og spennandi tíma.“ Kristín hefur verið fastráðin leikstjóri hjá Borgarleikhúsinu frá árinu 2008. „Hef verið ein af listrænum stjórnendum hússins, þekki þannig innra starf mjög vel og tekið þátt í verkefnavali. Ég mun setja mikinn fókus á gæði og vandað verkefnaval.“ Magnús Geir hefur þótt markaðssinnaður leikhússtjóri og Kristín segir mikilvægt að leihúsið sé markaðssett. „En, verðum fyrst og fremst að leggja áherslu á að búa til faglega og góða leiklist. Sýningar sem hreyfa við fólki og hafa áhrif. Borgarleikhúsið hefur verið leiðandi afl í íslensku menningarlífi og ég vil sjá til þess að svo verði áfram. Ég mun setja aukinn fókus á íslenska leikritun og efla hana.“ Á annan tug manna sóttu um stöðu leikhússtjóra Borgarleikhússins en eins og kunnugt er sótti fráfarandi leikhússtjóri, Magnús Geir Þórðarson, um stöðu útvarpsstjóra og fékk. Nokkrir óskuðu nafnleyndar, að sögn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur stjórnarformanns Leikfélags Reykjavíkur, en þegar staðan var auglýst laus til umsóknar var áskilið að umsækjendur greindu frá framtíðarsýn sinni í 800 orða ritgerð. Þorgerður sagði að nokkuð væri lagt upp úr því hvernig til tækist í þeirri ritgerð. Svo virðist sem Kristínu hafi tekist einstaklega vel upp við skrifin. „Þetta er í raun eins og umsókn þar sem maður lýsir sinni framtíðarsýn. Það gekk mjög vel, ég var með skýrar hugmyndir og spennandi sem átti samhljóm með stjórninni.“ Ráðið er í starfið til fjögurra ára. Heimilt er samkvæmt samþykktum LR að endurráða leikhússtjóra önnur fjögur ár. Miðað er við að nýr leikhússtjóri taki til starfa eins fljótt og auðið er en nánari tímasetning er samkomulagsatriði en hann mun njóta liðsinnis Magnúsar Geirs. Ráðning Kristínar þýðir að leikhússtjórar þeirra þriggja atvinnuleikhúsa sem eru starfrækt á Íslandi eru konur; Tinna Gunnlaugsdóttir hjá Þjóðleikhúsinu og Ragnheiður Skúladóttir hjá Leikfélagi Akureyrar.
Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira