Nýr borgarleikhússtjóri er Kristín Eysteinsdóttir Jakob Bjarnar skrifar 28. febrúar 2014 11:26 Kristín Eysteinsdóttir segir að áherslan verði fyrst og fremst á það að skapa faglega og góða leiklist. vísir/stefán Kristín Eysteinsdóttir leikstjóri hefur verið ráðin leikhússtjóri Borgarleikhússins. „Mér líður mjög vel. Ég er ótrúlega þakklát og hlakka til að takast á við þetta," segir Kristín í samtali við Vísi en tilkynnt var um valið nú rétt í þessu. Kristín segir að gestir Borgarleikhússins verði ekki varir við miklar breytingar í fyrstu. „Ég tek við einstaklega góðu búi og mun halda áfram á sömu braut. Lykillinn af velgengninni hefur verið starfsfólkið í húsinu en auðvitað fylgja alltaf nýjar áherslur nýju fólki og ég hlakka bara til að leiða Borgarleikhúsið inn í nýja og spennandi tíma.“ Kristín hefur verið fastráðin leikstjóri hjá Borgarleikhúsinu frá árinu 2008. „Hef verið ein af listrænum stjórnendum hússins, þekki þannig innra starf mjög vel og tekið þátt í verkefnavali. Ég mun setja mikinn fókus á gæði og vandað verkefnaval.“ Magnús Geir hefur þótt markaðssinnaður leikhússtjóri og Kristín segir mikilvægt að leihúsið sé markaðssett. „En, verðum fyrst og fremst að leggja áherslu á að búa til faglega og góða leiklist. Sýningar sem hreyfa við fólki og hafa áhrif. Borgarleikhúsið hefur verið leiðandi afl í íslensku menningarlífi og ég vil sjá til þess að svo verði áfram. Ég mun setja aukinn fókus á íslenska leikritun og efla hana.“ Á annan tug manna sóttu um stöðu leikhússtjóra Borgarleikhússins en eins og kunnugt er sótti fráfarandi leikhússtjóri, Magnús Geir Þórðarson, um stöðu útvarpsstjóra og fékk. Nokkrir óskuðu nafnleyndar, að sögn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur stjórnarformanns Leikfélags Reykjavíkur, en þegar staðan var auglýst laus til umsóknar var áskilið að umsækjendur greindu frá framtíðarsýn sinni í 800 orða ritgerð. Þorgerður sagði að nokkuð væri lagt upp úr því hvernig til tækist í þeirri ritgerð. Svo virðist sem Kristínu hafi tekist einstaklega vel upp við skrifin. „Þetta er í raun eins og umsókn þar sem maður lýsir sinni framtíðarsýn. Það gekk mjög vel, ég var með skýrar hugmyndir og spennandi sem átti samhljóm með stjórninni.“ Ráðið er í starfið til fjögurra ára. Heimilt er samkvæmt samþykktum LR að endurráða leikhússtjóra önnur fjögur ár. Miðað er við að nýr leikhússtjóri taki til starfa eins fljótt og auðið er en nánari tímasetning er samkomulagsatriði en hann mun njóta liðsinnis Magnúsar Geirs. Ráðning Kristínar þýðir að leikhússtjórar þeirra þriggja atvinnuleikhúsa sem eru starfrækt á Íslandi eru konur; Tinna Gunnlaugsdóttir hjá Þjóðleikhúsinu og Ragnheiður Skúladóttir hjá Leikfélagi Akureyrar. Menning Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Kristín Eysteinsdóttir leikstjóri hefur verið ráðin leikhússtjóri Borgarleikhússins. „Mér líður mjög vel. Ég er ótrúlega þakklát og hlakka til að takast á við þetta," segir Kristín í samtali við Vísi en tilkynnt var um valið nú rétt í þessu. Kristín segir að gestir Borgarleikhússins verði ekki varir við miklar breytingar í fyrstu. „Ég tek við einstaklega góðu búi og mun halda áfram á sömu braut. Lykillinn af velgengninni hefur verið starfsfólkið í húsinu en auðvitað fylgja alltaf nýjar áherslur nýju fólki og ég hlakka bara til að leiða Borgarleikhúsið inn í nýja og spennandi tíma.“ Kristín hefur verið fastráðin leikstjóri hjá Borgarleikhúsinu frá árinu 2008. „Hef verið ein af listrænum stjórnendum hússins, þekki þannig innra starf mjög vel og tekið þátt í verkefnavali. Ég mun setja mikinn fókus á gæði og vandað verkefnaval.“ Magnús Geir hefur þótt markaðssinnaður leikhússtjóri og Kristín segir mikilvægt að leihúsið sé markaðssett. „En, verðum fyrst og fremst að leggja áherslu á að búa til faglega og góða leiklist. Sýningar sem hreyfa við fólki og hafa áhrif. Borgarleikhúsið hefur verið leiðandi afl í íslensku menningarlífi og ég vil sjá til þess að svo verði áfram. Ég mun setja aukinn fókus á íslenska leikritun og efla hana.“ Á annan tug manna sóttu um stöðu leikhússtjóra Borgarleikhússins en eins og kunnugt er sótti fráfarandi leikhússtjóri, Magnús Geir Þórðarson, um stöðu útvarpsstjóra og fékk. Nokkrir óskuðu nafnleyndar, að sögn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur stjórnarformanns Leikfélags Reykjavíkur, en þegar staðan var auglýst laus til umsóknar var áskilið að umsækjendur greindu frá framtíðarsýn sinni í 800 orða ritgerð. Þorgerður sagði að nokkuð væri lagt upp úr því hvernig til tækist í þeirri ritgerð. Svo virðist sem Kristínu hafi tekist einstaklega vel upp við skrifin. „Þetta er í raun eins og umsókn þar sem maður lýsir sinni framtíðarsýn. Það gekk mjög vel, ég var með skýrar hugmyndir og spennandi sem átti samhljóm með stjórninni.“ Ráðið er í starfið til fjögurra ára. Heimilt er samkvæmt samþykktum LR að endurráða leikhússtjóra önnur fjögur ár. Miðað er við að nýr leikhússtjóri taki til starfa eins fljótt og auðið er en nánari tímasetning er samkomulagsatriði en hann mun njóta liðsinnis Magnúsar Geirs. Ráðning Kristínar þýðir að leikhússtjórar þeirra þriggja atvinnuleikhúsa sem eru starfrækt á Íslandi eru konur; Tinna Gunnlaugsdóttir hjá Þjóðleikhúsinu og Ragnheiður Skúladóttir hjá Leikfélagi Akureyrar.
Menning Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira