Auður Magndís Auðardóttir hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Samtakanna 78, hagsmuna- og baráttusamtaka hinsegin fólks á Íslandi.
Auður er með meistaragráðu í stjórnmálafélagsfræði frá London School of Economics.
Í tilkynningu frá samtökunum segir að Auður hafi verið valinn úr hópi átta umsækjenda um starfið en hún mun hefja störf um næstkomandi mánaðarmót.
Auður hefur undanfarið starfað sem verkefnastjóri Jafnréttiskóla Reykjavíkur en starfaði áður hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.
