Viðskipti innlent

Nýr iPhone eftir tvær vikur - hægt að skipta gamla símanum upp í nýjan

Boði Logason skrifar
Búist er við að nýr iPhone verði kynntur til sögunnar 10. september næstkomandi.
Búist er við að nýr iPhone verði kynntur til sögunnar 10. september næstkomandi. Mynd/afp
Tæknirisinn Apple ætlar að bjóða eigendum iPhone að skipta eldri útgáfum upp í nýju útgáfuna sem búist er við að verði kynnt til sögunnar eftir tvær vikur. Neytendur borga svo litla upphæð á milli.

Á vefsíðu bandarísku fréttastöðvarinnar CNN segir að markmið Apple sé að endurvinna gömlu símana og setja þá svo aftur á markað. Ástæðan er sú að Apple vill stækka markaðshlutdeild sína á farsímamarkaðnum enn frekar um allan heim.

Eins og með allt sem viðkemur Apple, hefur ekkert verið staðfest og er einungis um orðróm að ræða.

Þó segir CNN að Tim Cook, forstjóri Apple, hafi látið hafa eftir sér að hann væri „ekki andsnúinn“ því að taka gamla síma upp í nýjan. Það hefur þó tíðkast hjá símafyrirtækjum í Bandaríkjunum í mörg ár að leyfa notendum að setja gamla símann upp í nýja.

Ekki er ljóst hvort hægt verði að skipta fyrri útgáfum, eins og iPhone 3 og 3G, eða hvort að þessi skiptidíll eigi bara við iPhone 4 og 4S.

Talið er að Apple muni kynna nýja útgáfu af iPhone á ráðstefnu 10. september næstkomandi, og síminn muni heita iPhone 6 eða 5S.

Frétt CNN.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×