Viðskipti innlent

Nýr rafeyrir að nafni Auroracoin er öllum Íslendingum fáanlegur frá miðnætti

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Dreifing er nú hafin á rafeyrinum Auroracoin.
Dreifing er nú hafin á rafeyrinum Auroracoin. Mynd/auroracoin.org
Á miðnætti opnaðist aðgangur að rafeyrinum Auroracoin, en hann er nú opinn öllum Íslendingum. 

Sýndargjaldmiðillinn, sem er byggður á Litecoin, var gerður opinber öllum Íslendingum á miðnætti 25. mars. Upplýsingar um hvernig má nálgast gjöfina áttu að vera aðgengilegar á vefsíðu gjaldmiðilsins, Auroracoin.org, en síðan hrundi vegna álags rétt eftir miðnætti.

Tilgangur gjaldmiðilsins á að vera sá að gefa Íslendingum kost á að nota annan gjaldmiðil en íslensku krónuna, en Baldur Friggjar Óðinsson, dulnefndi maðurinn á bak við rafeyrinn, segir Auroracoin eiga meðal annars að vera leið fyrir Íslendinga til að komast hjá gjaldeyrishöftum.

Baldur hefur tekið til Twitter eftir að síðan hrundi, en þar segir hann Íslendinga geta sótt gjöfina sem hljóðar upp á 31.8 AUR á https://claim.auroracoin.org






Fleiri fréttir

Sjá meira


×