Nýr skóli býður upp á sérnám í tónlist til stúdentprófs Ólöf Skaftadóttir skrifar 5. apríl 2016 07:00 Illugi Gunnarsson Vísir/Anton Brink Ríkisstjórnin hefur að tillögu menntamálaráðherra samþykkt að settur verði á laggirnar framhaldsskóli sem býður upp á sérhæfingu í tónlist. Miðað er við að skólastarf hefjist í haust. „Það er framfaraskref fyrir tónlistarlífið að verði boðið upp á sérnám í tónlist sem leiða mun til stúdentsprófs“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Mennta- og menningarmálaráðuneytið vinnur nú í samstarfi við Ríkiskaup að undirbúningi auglýsingar eftir aðilum til að setja á fót og reka slíkan skóla. Fyrirhugað er að gera samning um kennslu allt að 200 nemenda sem þreyta inntökupróf, óháð lögheimili þeirra. Inngöngu í skólann geta fengið nemendur annarra framhaldsskóla standist þeir inntökupróf. Málefni tónlistarskóla í Reykjavík voru talsvert í umræðunni í vetur vegna fjárhagserfiðleika. Í kjölfarið stefndu tónlistarskólarnir Reykjavíkurborg en niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur þann 15. nóvember síðastliðinn var að Reykjavíkurborg hefði verið heimilt að fella niður greiðslur til tónlistarskólanna þrátt fyrir að lagaleg ábyrgð borgarinnar á málefnum tónlistarskólanna væri skýr. „Það er ljóst að stofnun tónlistarskólans ætti að bæta þessa stöðu verulega. Ég tel tónlistarmenntun gríðarlega mikilvæga og fannst vont að sjá í hvað stefndi í málefnum tónlistarskólanna í borginni.” Hann segir ríkið muni áfram styðja við annað tónlistarnám á framhaldsstigi víðs vegar um landið. „Ég tel að með þessum aðgerðum náist fram góð lausn. Sveitarfélögin munu áfram bera ábyrgð á öðru tónlistarnámi á framhaldsstigi en því sem fer fram í hinum nýja tónlistarskóla og ríkið mun styðja við það starf með fjárframlögum samkvæmt samningi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl. Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur að tillögu menntamálaráðherra samþykkt að settur verði á laggirnar framhaldsskóli sem býður upp á sérhæfingu í tónlist. Miðað er við að skólastarf hefjist í haust. „Það er framfaraskref fyrir tónlistarlífið að verði boðið upp á sérnám í tónlist sem leiða mun til stúdentsprófs“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Mennta- og menningarmálaráðuneytið vinnur nú í samstarfi við Ríkiskaup að undirbúningi auglýsingar eftir aðilum til að setja á fót og reka slíkan skóla. Fyrirhugað er að gera samning um kennslu allt að 200 nemenda sem þreyta inntökupróf, óháð lögheimili þeirra. Inngöngu í skólann geta fengið nemendur annarra framhaldsskóla standist þeir inntökupróf. Málefni tónlistarskóla í Reykjavík voru talsvert í umræðunni í vetur vegna fjárhagserfiðleika. Í kjölfarið stefndu tónlistarskólarnir Reykjavíkurborg en niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur þann 15. nóvember síðastliðinn var að Reykjavíkurborg hefði verið heimilt að fella niður greiðslur til tónlistarskólanna þrátt fyrir að lagaleg ábyrgð borgarinnar á málefnum tónlistarskólanna væri skýr. „Það er ljóst að stofnun tónlistarskólans ætti að bæta þessa stöðu verulega. Ég tel tónlistarmenntun gríðarlega mikilvæga og fannst vont að sjá í hvað stefndi í málefnum tónlistarskólanna í borginni.” Hann segir ríkið muni áfram styðja við annað tónlistarnám á framhaldsstigi víðs vegar um landið. „Ég tel að með þessum aðgerðum náist fram góð lausn. Sveitarfélögin munu áfram bera ábyrgð á öðru tónlistarnámi á framhaldsstigi en því sem fer fram í hinum nýja tónlistarskóla og ríkið mun styðja við það starf með fjárframlögum samkvæmt samningi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl.
Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira