Nýr útvarpsstjóri hreinsar til á toppnum Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2014 18:19 Magnús Geir Þórðarsson hreinsar til í toppstöðum hjá Ríkisútvarpinu eftir aðeins viku í starfi og ætlar að stokka upp í rekstrinum. Óháðir aðilar verða fengnir til að fara yfir rekstur Ríkisútvarpsins sem rekið verður með 357 milljón króna halla á þessu rekstrarári. Nýr útvarpsstjóri ákvað eftir viku í starfi að segja upp öllum framkvæmdastjórum stofnunarinnar og ætlar að ráða nýja í næsta mánuði þar sem hlutfall kynjanna verður haft að leiðarljósi. Fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur sætt mikilli gagnrýni frá Davíð Oddssyni fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, forsætisráðherra, seðlabankastjóra og núverandi ritstjóra Morgunblaðsins ásamt fleirum sem teljast verða til stuðningsmanna núverandi stjórnarflokka. Uppsagnir níu framkvæmdastjóra og þar með fréttastjóra Ríkisútvarpsins eru ekki í samhengi við þetta segir útvarpsstjóri. Reyndar hafði Bjarni Kristjánsson fjármálastjóri sagt upp um svipað leyti og Páll Magnússon hætti sem útvarpsstjóri en það er greinilegt að nýr útvarpsstjóri sem tók til starfa fyrir um viku ætlar sér að byrja með hreint borð. Er þetta vantraust á framkvæmdastjórana af þinni hálfu? „Nei þetta er ekki vantraust af minni hálfu á neinn þessara manna eða kvenna. Við erum að gera hér umfangsmiklar skipulagsbreytingar til að byggja Ríkisútvarpið upp til framtíðar og gera gott Ríkisútvarp enn betra,“ segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri. Allir hafi jafnt tækifæri til að sækja um stöðurnar en gætt verði jafnræðis milli karla og kvenna. Óðinn Jónsson fréttastjóri er einn þeirra sem fengið hefur uppsögn.Er ekki að bola Óðni burt Ertu að losa þig við hann til að þóknast stjórnarherrunum? „Nei, þvert á móti. Ég tók að mér þetta starf sem útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins vegna þess að ég sé mikil tækifæri. Mikla möguleika fyrir Ríkisútvarpið til framtíðar. Það sé hans hlutverk að koma ferskur að starfseminni og breyta því sem þurfi að breyta og stokka upp og þess vegna sé samningum við framkvæmdastjóranna sagt upp. „Það er auðvitað óheppilegt og ég skil áhyggjur manna þegar fréttastjóra er sagt upp, og sérstaklega eftir þau skot og árásir sem RÚV hefur orðið fyrir á undanförnum mánuðum og misserum. En ég mun aldrei nokkurn tíma á minni vakt draga úr ritstjórnarlegu sjálfstæði fréttastofunnar eða annarra miðla Ríkisútvarpsins. Það mun aldrei gerast,“ segir Magnús Geir. En þrátt fyrir fjóldauppsagnir Páls í lok nóvember þegar 60 manns misstu störf sín er gert ráð fyrir 357 milljón króna halla á þessu rekstrarári, eða um milljón á dag. Óháðir aðilar verða fengir til að gera úttekt á fjármálum stofnunarinnar. „Fjárhagsstaðan í dag er ekki góð. Það liggur fyrir og stjórn fyrirtækisins sendi frá sér aðkomuviðvörun í gær. Hins vegar er það jákvæða í stöðunni að framtíðarhorfur eru góðar,“ segir útvarpsstjóri. Hann vilji opið samtal um Ríkisútvarpið, jafnrétti innan þess og auka áherslu á starfsemi Ríkisútvarpsins á landsbyggðinni. Þá þurfi að endurskoða húsakostinn sem sé allt of stór og dúr miðað við starfsemina. Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Magnús Geir Þórðarsson hreinsar til í toppstöðum hjá Ríkisútvarpinu eftir aðeins viku í starfi og ætlar að stokka upp í rekstrinum. Óháðir aðilar verða fengnir til að fara yfir rekstur Ríkisútvarpsins sem rekið verður með 357 milljón króna halla á þessu rekstrarári. Nýr útvarpsstjóri ákvað eftir viku í starfi að segja upp öllum framkvæmdastjórum stofnunarinnar og ætlar að ráða nýja í næsta mánuði þar sem hlutfall kynjanna verður haft að leiðarljósi. Fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur sætt mikilli gagnrýni frá Davíð Oddssyni fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, forsætisráðherra, seðlabankastjóra og núverandi ritstjóra Morgunblaðsins ásamt fleirum sem teljast verða til stuðningsmanna núverandi stjórnarflokka. Uppsagnir níu framkvæmdastjóra og þar með fréttastjóra Ríkisútvarpsins eru ekki í samhengi við þetta segir útvarpsstjóri. Reyndar hafði Bjarni Kristjánsson fjármálastjóri sagt upp um svipað leyti og Páll Magnússon hætti sem útvarpsstjóri en það er greinilegt að nýr útvarpsstjóri sem tók til starfa fyrir um viku ætlar sér að byrja með hreint borð. Er þetta vantraust á framkvæmdastjórana af þinni hálfu? „Nei þetta er ekki vantraust af minni hálfu á neinn þessara manna eða kvenna. Við erum að gera hér umfangsmiklar skipulagsbreytingar til að byggja Ríkisútvarpið upp til framtíðar og gera gott Ríkisútvarp enn betra,“ segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri. Allir hafi jafnt tækifæri til að sækja um stöðurnar en gætt verði jafnræðis milli karla og kvenna. Óðinn Jónsson fréttastjóri er einn þeirra sem fengið hefur uppsögn.Er ekki að bola Óðni burt Ertu að losa þig við hann til að þóknast stjórnarherrunum? „Nei, þvert á móti. Ég tók að mér þetta starf sem útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins vegna þess að ég sé mikil tækifæri. Mikla möguleika fyrir Ríkisútvarpið til framtíðar. Það sé hans hlutverk að koma ferskur að starfseminni og breyta því sem þurfi að breyta og stokka upp og þess vegna sé samningum við framkvæmdastjóranna sagt upp. „Það er auðvitað óheppilegt og ég skil áhyggjur manna þegar fréttastjóra er sagt upp, og sérstaklega eftir þau skot og árásir sem RÚV hefur orðið fyrir á undanförnum mánuðum og misserum. En ég mun aldrei nokkurn tíma á minni vakt draga úr ritstjórnarlegu sjálfstæði fréttastofunnar eða annarra miðla Ríkisútvarpsins. Það mun aldrei gerast,“ segir Magnús Geir. En þrátt fyrir fjóldauppsagnir Páls í lok nóvember þegar 60 manns misstu störf sín er gert ráð fyrir 357 milljón króna halla á þessu rekstrarári, eða um milljón á dag. Óháðir aðilar verða fengir til að gera úttekt á fjármálum stofnunarinnar. „Fjárhagsstaðan í dag er ekki góð. Það liggur fyrir og stjórn fyrirtækisins sendi frá sér aðkomuviðvörun í gær. Hins vegar er það jákvæða í stöðunni að framtíðarhorfur eru góðar,“ segir útvarpsstjóri. Hann vilji opið samtal um Ríkisútvarpið, jafnrétti innan þess og auka áherslu á starfsemi Ríkisútvarpsins á landsbyggðinni. Þá þurfi að endurskoða húsakostinn sem sé allt of stór og dúr miðað við starfsemina.
Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira