Nýsjálenska aðferðin við gjaldtöku í þjóðgörðum Einar Á. E. Sæmundsen skrifar 18. mars 2014 00:00 Fjölgun ferðamanna til Íslands undanfarin ár hefur ekki farið fram hjá nokkrum manni og síst þeim sem vinna í þjóðgörðum, friðlýstum svæðum og öðrum ferðamannastöðum landsins. Ferðamannastaðir á Íslandi eru flestir í eigu ríkis eða sveitarfélaga og margir friðlýstir á einhvern hátt. Erlendis gilda mjög skýrar reglur um stjórnun og rekstur ferðaþjónustu innan þjóðgarða og friðlýstra svæða. Hjá þjóðgarðastofnun Bandaríkjanna og Kanada, Umhverfisstofnun Nýja-Sjálands og Ástralíu eru ferðaþjónustufyrirtæki starfsleyfisskyld innan þjóðgarða. Fyrirtækin lúta kröfum og reglum en samhliða eru innheimt gjöld fyrir afnot ferðaþjónustu af svæðum í opinberri eigu. Ef viðskiptatækifærin snúast um takmarkaða auðlind eru þau boðin út. Á Nýja-Sjálandi eru þjóðgarðar og friðlýst svæði helstu ferðamannastaðir landsins og því er góð stjórnun og skýr stefna lykilatriði. Grunnreglan er að þeir sem hafa fjárhagslegan ávinning af því að vera inni á svæðum undir stjórn umhverfisstofnunar Nýja-Sjálands, þjóðgörðum, þjóðskógum og öðrum verndarsvæðum, verða að gera um það samninga og borga fyrir afnot. Þetta kerfi á við alla notkun í viðskiptalegum tilgangi m.a. beitarafnot, námavinnslu, skógarhögg, kvikmyndatökur yfir í ferðaþjónustu svo fátt eitt sé nefnt.Gjöldin felld inn í verð Þar sem ferðaþjónustan er stærsti notandi þjóðgarða borgar hún fyrir öll afnot af slíkum svæðum. Verðskráin er byggð upp fyrir mismunandi notkun og tímalengd og samningar geta verið fyrir einn atburð eða til fleiri ára. Ferðaskrifstofurnar fella síðan gjöldin inn í verð til ferðamanna. Hins vegar greiða skattborgarar Nýja-Sjálands og ferðamenn á eigin vegum ekki aðgangseyri að þeim svæðum sem Umhverfisstofnun Nýja-Sjálands stýrir. Þessa nýsjálensku aðferð tel ég vera mjög skýra og sanngjarna að því leyti að hún gerir ráð fyrir að þeir borgi gjald sem nýta svæðin í viðskiptalegum tilgangi og af þeim sem valda augljóslega mestu álagi á svæðin. Aðrir greiða ekki. Á þennan hátt verða ferðamenn heldur ekki varir við gjaldtökuna þannig að upplifunin af því að heimsækja fallegar náttúruperlur verður ekki rofin af því að greiða aðgangseyri líkt og farið sé inn í dýragarð eða skemmtigarða.Axlar ábyrgð Stórnotendur þjóðgarða og friðlýstra svæða eru ferðaþjónustufyrirtækin sjálf sem selja ferðir á þá staði. Með slíku kerfi er hægt að koma gjaldinu inn í verð til ferðamanna sem greiða það en um leið verða til upplýsingar um fjölda og nýtingu ferðaþjónustunnar sem hjálpar til að stýra og byggja upp staðina. Á þennan hátt axlar ferðaþjónustan sem atvinnugrein ábyrgð á því ástandi sem skapast þegar þúsundir ferðamanna á hennar vegum heimsækja helstu náttúruperlur landsins á sama tíma. Þessi aðferð hentar til að skapa tekjur til uppbyggingar og rekstur fyrir þá staði sem eru í opinberri eigu en einnig aðra staði sem eru í eigu einkaaðila eða með blönduðu eignarhaldi. Greitt væri þá fyrir þann fjölda sem heimsækir hvert svæði og það deildist niður á svæðin. Umsýsla og eftirlit vegna slíks kerfis er verkefni til að leysa en það er morgunljóst að öllum kerfum sem nefnd hafa verið til sögunnar fylgir umsýsla af mismunandi tagi. Hjá Umhverfisstofnun Nýja-Sjálands er haldið utan um alla samninga á innra landupplýsingakerfi stofnunarinnar og hafa starfsmenn aðgang að því þegar eftirliti er sinnt. Hægt er að kalla fram allar upplýsingar úr sama gagnagrunni um allt landið. Þeir sem fara um slík svæði án samnings fá fyrst tvær áminningar en kært er í þriðja sinn. Það er jákvætt og nauðsynlegt að núverandi ríkisstjórn sé að skoða leiðir til að fá tekjur til að standa undir nauðsynlegri uppbyggingu til að fást við þann fjölda ferðamanna sem kemur til Íslands. Það þarf hins vegar að gerast að vandlega athuguðu máli og þannig að fjármagnið nýtist beint á þeim stöðum sem ferðamenn heimsækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Fjölgun ferðamanna til Íslands undanfarin ár hefur ekki farið fram hjá nokkrum manni og síst þeim sem vinna í þjóðgörðum, friðlýstum svæðum og öðrum ferðamannastöðum landsins. Ferðamannastaðir á Íslandi eru flestir í eigu ríkis eða sveitarfélaga og margir friðlýstir á einhvern hátt. Erlendis gilda mjög skýrar reglur um stjórnun og rekstur ferðaþjónustu innan þjóðgarða og friðlýstra svæða. Hjá þjóðgarðastofnun Bandaríkjanna og Kanada, Umhverfisstofnun Nýja-Sjálands og Ástralíu eru ferðaþjónustufyrirtæki starfsleyfisskyld innan þjóðgarða. Fyrirtækin lúta kröfum og reglum en samhliða eru innheimt gjöld fyrir afnot ferðaþjónustu af svæðum í opinberri eigu. Ef viðskiptatækifærin snúast um takmarkaða auðlind eru þau boðin út. Á Nýja-Sjálandi eru þjóðgarðar og friðlýst svæði helstu ferðamannastaðir landsins og því er góð stjórnun og skýr stefna lykilatriði. Grunnreglan er að þeir sem hafa fjárhagslegan ávinning af því að vera inni á svæðum undir stjórn umhverfisstofnunar Nýja-Sjálands, þjóðgörðum, þjóðskógum og öðrum verndarsvæðum, verða að gera um það samninga og borga fyrir afnot. Þetta kerfi á við alla notkun í viðskiptalegum tilgangi m.a. beitarafnot, námavinnslu, skógarhögg, kvikmyndatökur yfir í ferðaþjónustu svo fátt eitt sé nefnt.Gjöldin felld inn í verð Þar sem ferðaþjónustan er stærsti notandi þjóðgarða borgar hún fyrir öll afnot af slíkum svæðum. Verðskráin er byggð upp fyrir mismunandi notkun og tímalengd og samningar geta verið fyrir einn atburð eða til fleiri ára. Ferðaskrifstofurnar fella síðan gjöldin inn í verð til ferðamanna. Hins vegar greiða skattborgarar Nýja-Sjálands og ferðamenn á eigin vegum ekki aðgangseyri að þeim svæðum sem Umhverfisstofnun Nýja-Sjálands stýrir. Þessa nýsjálensku aðferð tel ég vera mjög skýra og sanngjarna að því leyti að hún gerir ráð fyrir að þeir borgi gjald sem nýta svæðin í viðskiptalegum tilgangi og af þeim sem valda augljóslega mestu álagi á svæðin. Aðrir greiða ekki. Á þennan hátt verða ferðamenn heldur ekki varir við gjaldtökuna þannig að upplifunin af því að heimsækja fallegar náttúruperlur verður ekki rofin af því að greiða aðgangseyri líkt og farið sé inn í dýragarð eða skemmtigarða.Axlar ábyrgð Stórnotendur þjóðgarða og friðlýstra svæða eru ferðaþjónustufyrirtækin sjálf sem selja ferðir á þá staði. Með slíku kerfi er hægt að koma gjaldinu inn í verð til ferðamanna sem greiða það en um leið verða til upplýsingar um fjölda og nýtingu ferðaþjónustunnar sem hjálpar til að stýra og byggja upp staðina. Á þennan hátt axlar ferðaþjónustan sem atvinnugrein ábyrgð á því ástandi sem skapast þegar þúsundir ferðamanna á hennar vegum heimsækja helstu náttúruperlur landsins á sama tíma. Þessi aðferð hentar til að skapa tekjur til uppbyggingar og rekstur fyrir þá staði sem eru í opinberri eigu en einnig aðra staði sem eru í eigu einkaaðila eða með blönduðu eignarhaldi. Greitt væri þá fyrir þann fjölda sem heimsækir hvert svæði og það deildist niður á svæðin. Umsýsla og eftirlit vegna slíks kerfis er verkefni til að leysa en það er morgunljóst að öllum kerfum sem nefnd hafa verið til sögunnar fylgir umsýsla af mismunandi tagi. Hjá Umhverfisstofnun Nýja-Sjálands er haldið utan um alla samninga á innra landupplýsingakerfi stofnunarinnar og hafa starfsmenn aðgang að því þegar eftirliti er sinnt. Hægt er að kalla fram allar upplýsingar úr sama gagnagrunni um allt landið. Þeir sem fara um slík svæði án samnings fá fyrst tvær áminningar en kært er í þriðja sinn. Það er jákvætt og nauðsynlegt að núverandi ríkisstjórn sé að skoða leiðir til að fá tekjur til að standa undir nauðsynlegri uppbyggingu til að fást við þann fjölda ferðamanna sem kemur til Íslands. Það þarf hins vegar að gerast að vandlega athuguðu máli og þannig að fjármagnið nýtist beint á þeim stöðum sem ferðamenn heimsækja.
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun