Nýsköpunarsjóður fjárfestir í Mentor 30. júní 2007 16:59 Skrifað var undir samningana í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefur ákveðið að fjárfesta í þekkingarfyrirtækinu Mentor ehf sem sérhæfir sig í lausnum til að ná markvissari árangri í skólastarfi. Hlutur sjóðsins verður 20 prósent af heildarhlutafé og mun innkoma hans styrkja stoðir Mentor og opna félaginu nýja möguleika, að því er segir í tilkynningu. Fjármagnið sem Mentor aflar með hlutafjáraukningunni verður nýtt til að efla sókn á erlenda markaði og til áframhaldandi vöruþróunar. Í gær voru undirritaðir í íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn samningar um kaup Mentors á sænska fyrirtækinu PODB og aðkomu Nýsköpunarsjóðs að sameinuðu félagi. PODB er eitt af fyrstu fyrirtækjum í Svíþjóð sem sérhæfir sig í upplýsingakerfum sérhönnuðum fyrir kennara með sérstakri áherslu á einstaklingsmiðaðar námsáætlanir og foreldraviðtöl. Árangur kerfisins er umtalsverður og er það nú með 350 leyfissamninga við grunn- og framhaldsskóla í um 100 sveitarfélögum í Svíþjóð. Kaup Mentors á PODB eru að hálfu fjármögnuð með reiðufé og að hálfu með hlutafé í Mentor ehf. Stofnandi og núverandi eigandi PODB mun starfa hjá hinu sameinaða félagi og verður jafnframt meðeigandi í Mentor ehf. „Þetta er mjög góð leið fyrir okkur til að ná fótfestu og sækja fram á sænska markaðnum. Við getum nú boðið enn betri lausnir fyrir einstaklingsmiðað nám sem verið er að leggja aukna áherslu á í mörgum Evrópulöndum. Ísland er lítill markaður en hann er hins vegar kröfuharður markaður sem hefur gefið okkur tækifæri til að mæta gæðakröfum og þróa okkar lausnir í samstarfi við íslenska kennara og skólastjórnendur á annan áratug. Nú er komið að því að sækja fram á erlendum mörkuðum með okkar lausnir og fagna ég því sérstaklega að Nýsköpunarsjóður komi til liðs við okkur í því ferli", segir Vilborg Einarsdóttir framkvæmdastjóri Mentors ehf. „Ég tel að hið sameinaða félag Mentor/ PODB hafi á að skipa mjög öflugum starfsmönnum sem hafi alla burði til að byggja upp félag sem verði í hópi leiðandi fyrirtækja á sínu sviði á Norðurlöndum og að félagið hafi möguleika til enn frekari vaxtar á öðrum mörkuðum þegar fram líða stundir" segir Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Gert er ráð fyrir að Nýsköpunarsjóður verði virkur þátttakandi í að þróa Mentor næstu 5 árin. Stjórnarformaður hins sameinaða félags verður Ásta Dís Óladóttir, dósent við Háskólann á Bifröst og framkvæmdastjóri verður Vilborg Einarsdóttir. Heildarfjöldi starfsmanna er 17 í dag og heildarvelta á þessu ári er áætluð 140 milljónir króna. Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefur ákveðið að fjárfesta í þekkingarfyrirtækinu Mentor ehf sem sérhæfir sig í lausnum til að ná markvissari árangri í skólastarfi. Hlutur sjóðsins verður 20 prósent af heildarhlutafé og mun innkoma hans styrkja stoðir Mentor og opna félaginu nýja möguleika, að því er segir í tilkynningu. Fjármagnið sem Mentor aflar með hlutafjáraukningunni verður nýtt til að efla sókn á erlenda markaði og til áframhaldandi vöruþróunar. Í gær voru undirritaðir í íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn samningar um kaup Mentors á sænska fyrirtækinu PODB og aðkomu Nýsköpunarsjóðs að sameinuðu félagi. PODB er eitt af fyrstu fyrirtækjum í Svíþjóð sem sérhæfir sig í upplýsingakerfum sérhönnuðum fyrir kennara með sérstakri áherslu á einstaklingsmiðaðar námsáætlanir og foreldraviðtöl. Árangur kerfisins er umtalsverður og er það nú með 350 leyfissamninga við grunn- og framhaldsskóla í um 100 sveitarfélögum í Svíþjóð. Kaup Mentors á PODB eru að hálfu fjármögnuð með reiðufé og að hálfu með hlutafé í Mentor ehf. Stofnandi og núverandi eigandi PODB mun starfa hjá hinu sameinaða félagi og verður jafnframt meðeigandi í Mentor ehf. „Þetta er mjög góð leið fyrir okkur til að ná fótfestu og sækja fram á sænska markaðnum. Við getum nú boðið enn betri lausnir fyrir einstaklingsmiðað nám sem verið er að leggja aukna áherslu á í mörgum Evrópulöndum. Ísland er lítill markaður en hann er hins vegar kröfuharður markaður sem hefur gefið okkur tækifæri til að mæta gæðakröfum og þróa okkar lausnir í samstarfi við íslenska kennara og skólastjórnendur á annan áratug. Nú er komið að því að sækja fram á erlendum mörkuðum með okkar lausnir og fagna ég því sérstaklega að Nýsköpunarsjóður komi til liðs við okkur í því ferli", segir Vilborg Einarsdóttir framkvæmdastjóri Mentors ehf. „Ég tel að hið sameinaða félag Mentor/ PODB hafi á að skipa mjög öflugum starfsmönnum sem hafi alla burði til að byggja upp félag sem verði í hópi leiðandi fyrirtækja á sínu sviði á Norðurlöndum og að félagið hafi möguleika til enn frekari vaxtar á öðrum mörkuðum þegar fram líða stundir" segir Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Gert er ráð fyrir að Nýsköpunarsjóður verði virkur þátttakandi í að þróa Mentor næstu 5 árin. Stjórnarformaður hins sameinaða félags verður Ásta Dís Óladóttir, dósent við Háskólann á Bifröst og framkvæmdastjóri verður Vilborg Einarsdóttir. Heildarfjöldi starfsmanna er 17 í dag og heildarvelta á þessu ári er áætluð 140 milljónir króna.
Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira