Innlent

Nýta tæp 35% af tíma sínum í kennslu

JMG skrifar
Kennarar á Íslandi nýta einungis um 34,7 %af vinnutíma sínum í kennslu sem er langt undir meðaltali annarra OECD ríkja. Hægt væri að lækka rekstrarkostnað umtalsvert með því að hækka kennsluhlutfall kennara að mati Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Í skýrslu OECD frá desember síðastliðnum kom fram að kennarar eru tíu prósentum undir meðaltali OECD landanna þegar kemur að kennsluhlutfalli kennara. Skotland og Spánn eru með hæsta hlutfallið eða yfir 60% en einungis Pólland og Ungverjaland eru með lægra hlutfall en Ísland. Þar að auki eru íslenskir skólar lang dýrastir þessarra landa miðað við verga landsframleiðslu.

Halldór Halldórsson, formaður sambands íslenskra sveitarfélaga segir að sambandið hafi lengi haft þá tillögu að auka sveigjanleikann í kennarasamningum og þar með í skólakerfinu öllu.

„Danski menntamálaráðherrann er að kalla eftir því núna að kennarar kenni meira, og það væri auðvitað mjög mikill og stór liður í því að ná niður rekstrarkostnaði ef að hver og einn kennari getur kennt aðeins meira."

Með því að hækka kennsluhlutfallið aðeins meira megi ná miklu ávinningi.

„Þá auðvitað þýðir það það að smám saman, ekki með því að segja upp fólki heldur bara þegar fólk hættir sökum aldurs og annars þá þarftu ekki að bæta jafn mörgum við í staðinn. Þá erum við að fá betri nýtingu og meiri sveigjanleika í skólastarfið og ýmsa kosti sem ég tel að séu mjög mikilvægir fyrir okkur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×