Innlent

Nýtt líf velur Gerplustúlkur konu ársins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hópurinn er glæsileg fyrirmynd, segir Nýtt líf.
Hópurinn er glæsileg fyrirmynd, segir Nýtt líf.
Tímaritið Nýtt Líf hefur valið Gerplustúlkur konu ársins 2010. Nýtt Líf hefur útnefnt Konu ársins frá árinu 1980 og mynda þær konur, sem hafa hlotið titilinn, fjölbreyttan hóp en þær eiga það allar sameiginlegt að hafa skarað fram úr, hver á sínu sviði.

Í rökstuðningi með valinu segir að stúlkurnar, sem eru fimmtán, hafi komið heim með gull um hálsinn eftir þátttöku sína á Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum í október síðastliðnum. Mótið sé það stærsta í þessari grein í heiminum. Hópurinn sé flott fyrirmynd, ekki einungis fyrir ungu kynslóðina heldur þjóðina í heild sinni. Hann hafi sýnt fram á einstaka samvinnu og látið drauma sína rætast.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×