Nýtt lífeyriskerfi Hannes G. Sigurðsson skrifar 1. apríl 2016 07:00 Nefnd um endurskoðun almannatryggingalaga skilaði tillögum sínum í febrúar 2016. Nefndin var skipuð 20 fulltrúum frá stjórnmálaflokkunum og hagsmunaaðilum. Samstaða náðist í nefndinni um meginútlínur nýs kerfis. Nefndin leggur til að tillögur hennar taki gildi strax 1. janúar 2017. Til þess að svo geti orðið þarf að leggja fram frumvarp sem verði að lögum á þessu þingi og er unnið að því í velferðarráðuneytinu. Mikilvægustu tillögurnar lúta að breyttu lífeyriskerfi og upptöku starfsgetumats í stað núgildandi örorkumats. Hér verður gerð grein fyrir áhrifum tillagnanna á ellilífeyrisþega.Núverandi kerfi allt of flókið Lífeyriskerfið, þ.e. bætur almannatrygginga, er svo flókið að fáir skilja það til fulls. Flækjustigið styður þó ekki meginmarkmiðið um að styrkja einkum þá sem lakast standa. Bótakerfið hefur þróast tilviljanakennt með áratuga bútasaumi stjórnvalda. Flækjurnar felast í greiðslu fimm tegunda lífeyris sem hver um sig hefur mismunandi frítekjumörk og skerðingarhlutföll gagnvart tekjum. Skerðingarhlutföllin eru mismunandi eftir eðli tekna, þ.e. lífeyris úr lífeyrissjóðum, fjármagnstekna, atvinnutekna eða annarra skattskyldra tekna. Heildarendurskoðun er því brýn og þessi tímamótatilraun til heildarendurskoðunar almannatrygginga má ekki renna út í sandinn vegna ólíkra sjónarmiða um einstakar útfærslur.Tillögurnar um lífeyrinn Nefndin leggur til að almannatryggingar greiði eina tegund lífeyris til elli- og örorkulífeyrisþega sem komi í stað grunnlífeyris, tekjutryggingar og framfærsluuppbótar. Þessi lífeyrir lækki um 45% af tekjum viðkomandi og verði án frítekjumarka sem verði lögð niður. Markmiðið er að einfalda bótakerfið og festa í sessi þá lágmarksfjárhæð sem framfærsluuppbót tryggir þeim sem hafa lægstu tekjurnar.Áskorunum mætt vegna öldrunar þjóðarinnar Tillögur nefndarinnar munu hafa í för með sér mikinn kostnaðarauka fyrir ríkissjóð á komandi árum enda munu lífeyrisgreiðslur hækka til langflestra lífeyrisþega. Tillögurnar munu einnig skila fjárhagslegum ábata og mæta áskorunum sem öldrun þjóðarinnar og aukin tíðni skertrar starfsorku fólks á vinnualdri hafa í för með sér. Þann ávinning er erfitt að meta til fjár, en auðveldara er að meta kostnað ríkissjóðs vegna breytts bótakerfis. Samkvæmt mati Talnakönnunar hf. fyrir nefndina í október 2014 nær kostnaðarauki ríkissjóðs hámarki þremur árum eftir gildistöku tillagnanna og verður þá átta milljarðar króna en fer síðan lækkandi eftir það.Áhrif á núverandi ellilífeyrisþega Lífeyrissjóðir eru orðnir undirstaðan í lífeyriskerfi landsmanna og almannatryggingar viðbótarstoð. Árið 2014 voru greiðslur lífeyrissjóða til ellilífeyrisþega tveir þriðju af heild eða 74 milljarðar króna en greiðslur TR 37 milljarðar. Hlutdeild lífeyrissjóðanna hefur vaxið hratt og mun verða á bilinu 80-90% þegar lífeyrissjóðakerfið verður fullþroska.Meðfylgjandi tafla sýnir áhrif tillagnanna á núverandi ellilífeyrisþega eftir tekjum þeirra árið 2015. Ellilífeyrisgreiðslur TR hækka til 86% þeirra en lækka til 14%. Nánast allir ellilífeyrisþegar með tekjur undir 100.000 kr. á mánuði fá hærri greiðslur frá TR og langflestir með tekjur á bilinu 100-300 þús. kr. á mánuði. Greiðslur TR til þeirra sem hafa tekjur yfir 400 þús. kr. munu lækka sem skýrist af afnámi reglu um að lífeyrissjóðstekjur skerði ekki ellilífeyri (grunnlífeyri) sem nú er tæplega 40.000 kr. á mánuði.Tillögur til framtíðar Tillögur nefndarinnar taka mið af því að lífeyrissjóðirnir eru grunnstoðin í lífeyriskerfi landsmanna. Nýtt lífeyriskerfi beinir stuðningi almannatrygginga markvissar til þeirra sem eiga lakastan rétt í lífeyrissjóðunum án þess að tekjutenging á milli kerfa sé óhófleg. Það er afar mikilvægt að tillögurnar nái fram að ganga í upphafi næsta árs eins og stefnt er að, en koðni ekki niður í karpi um útfærsluatriði.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Nefnd um endurskoðun almannatryggingalaga skilaði tillögum sínum í febrúar 2016. Nefndin var skipuð 20 fulltrúum frá stjórnmálaflokkunum og hagsmunaaðilum. Samstaða náðist í nefndinni um meginútlínur nýs kerfis. Nefndin leggur til að tillögur hennar taki gildi strax 1. janúar 2017. Til þess að svo geti orðið þarf að leggja fram frumvarp sem verði að lögum á þessu þingi og er unnið að því í velferðarráðuneytinu. Mikilvægustu tillögurnar lúta að breyttu lífeyriskerfi og upptöku starfsgetumats í stað núgildandi örorkumats. Hér verður gerð grein fyrir áhrifum tillagnanna á ellilífeyrisþega.Núverandi kerfi allt of flókið Lífeyriskerfið, þ.e. bætur almannatrygginga, er svo flókið að fáir skilja það til fulls. Flækjustigið styður þó ekki meginmarkmiðið um að styrkja einkum þá sem lakast standa. Bótakerfið hefur þróast tilviljanakennt með áratuga bútasaumi stjórnvalda. Flækjurnar felast í greiðslu fimm tegunda lífeyris sem hver um sig hefur mismunandi frítekjumörk og skerðingarhlutföll gagnvart tekjum. Skerðingarhlutföllin eru mismunandi eftir eðli tekna, þ.e. lífeyris úr lífeyrissjóðum, fjármagnstekna, atvinnutekna eða annarra skattskyldra tekna. Heildarendurskoðun er því brýn og þessi tímamótatilraun til heildarendurskoðunar almannatrygginga má ekki renna út í sandinn vegna ólíkra sjónarmiða um einstakar útfærslur.Tillögurnar um lífeyrinn Nefndin leggur til að almannatryggingar greiði eina tegund lífeyris til elli- og örorkulífeyrisþega sem komi í stað grunnlífeyris, tekjutryggingar og framfærsluuppbótar. Þessi lífeyrir lækki um 45% af tekjum viðkomandi og verði án frítekjumarka sem verði lögð niður. Markmiðið er að einfalda bótakerfið og festa í sessi þá lágmarksfjárhæð sem framfærsluuppbót tryggir þeim sem hafa lægstu tekjurnar.Áskorunum mætt vegna öldrunar þjóðarinnar Tillögur nefndarinnar munu hafa í för með sér mikinn kostnaðarauka fyrir ríkissjóð á komandi árum enda munu lífeyrisgreiðslur hækka til langflestra lífeyrisþega. Tillögurnar munu einnig skila fjárhagslegum ábata og mæta áskorunum sem öldrun þjóðarinnar og aukin tíðni skertrar starfsorku fólks á vinnualdri hafa í för með sér. Þann ávinning er erfitt að meta til fjár, en auðveldara er að meta kostnað ríkissjóðs vegna breytts bótakerfis. Samkvæmt mati Talnakönnunar hf. fyrir nefndina í október 2014 nær kostnaðarauki ríkissjóðs hámarki þremur árum eftir gildistöku tillagnanna og verður þá átta milljarðar króna en fer síðan lækkandi eftir það.Áhrif á núverandi ellilífeyrisþega Lífeyrissjóðir eru orðnir undirstaðan í lífeyriskerfi landsmanna og almannatryggingar viðbótarstoð. Árið 2014 voru greiðslur lífeyrissjóða til ellilífeyrisþega tveir þriðju af heild eða 74 milljarðar króna en greiðslur TR 37 milljarðar. Hlutdeild lífeyrissjóðanna hefur vaxið hratt og mun verða á bilinu 80-90% þegar lífeyrissjóðakerfið verður fullþroska.Meðfylgjandi tafla sýnir áhrif tillagnanna á núverandi ellilífeyrisþega eftir tekjum þeirra árið 2015. Ellilífeyrisgreiðslur TR hækka til 86% þeirra en lækka til 14%. Nánast allir ellilífeyrisþegar með tekjur undir 100.000 kr. á mánuði fá hærri greiðslur frá TR og langflestir með tekjur á bilinu 100-300 þús. kr. á mánuði. Greiðslur TR til þeirra sem hafa tekjur yfir 400 þús. kr. munu lækka sem skýrist af afnámi reglu um að lífeyrissjóðstekjur skerði ekki ellilífeyri (grunnlífeyri) sem nú er tæplega 40.000 kr. á mánuði.Tillögur til framtíðar Tillögur nefndarinnar taka mið af því að lífeyrissjóðirnir eru grunnstoðin í lífeyriskerfi landsmanna. Nýtt lífeyriskerfi beinir stuðningi almannatrygginga markvissar til þeirra sem eiga lakastan rétt í lífeyrissjóðunum án þess að tekjutenging á milli kerfa sé óhófleg. Það er afar mikilvægt að tillögurnar nái fram að ganga í upphafi næsta árs eins og stefnt er að, en koðni ekki niður í karpi um útfærsluatriði.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl.
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun