Nýtt sterafrumvarp fjallar ekki um neytendur Birgir Olgeirsson skrifar 26. janúar 2017 16:12 "Tilgangur þess er að sporna við dreifingu og sölu þessara efna og sömuleiðis ólöglegri framleiðslu og innflutningi þeirra.“ Vísir/Getty Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra ætlar að leggja fram frumvarp til laga á þingi í mars næstkomandi um misnotkun vefjaaukandi efna og stera. Þetta kemur fram í þingmálaskrá ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Í þingmálaskránni kemur fram að um ný lög sé að ræða og að nauðsynlegt sé að leggja fram frumvarp sem spornar við misnotkun á vefjaaukandi efnum og sterum. Eru engin lög sögð í gildi sem taka á misnotkun vefaukandi efna og stera en er regluverkinu meðal annars ætla að taka með skýrum hætti á hvers kyns misnotkun, framleiðslu, innflutningi og dreifingu á þessum efnum. Í þingmálaskránni kemur fram að óskað hafi verið eftir því af ýmsum aðilum að lögfestar verði reglur á þessu sviði, en í svari frá heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Vísis kemur fram að óskað hafi verið einna helst eftir því af tollstjóra og lögreglunni.Ætla að horfa til danskrar löggjafar Sterar falla undir lyfjalög hér á landi og því varðar varsla á þeim fjársektum en ekki fangelsisvist, nema brotið sé stórfellt eða ítrekað. Innflutningur og framleiðsla á þeim er ólögleg og brýtur í bága við lyfjalögin. Í þingmálaskránni kemur fram að sambærileg dönsk löggjöf verði höfð til hliðsjónar þegar kemur að því að lögfesta reglur á þessu sviði. Í Danmörku er hámarksrefsing fyrir vörslu stera allt að tveggja ára fangelsisvist.Fjallar ekki um neytendur Hafa því margir velt fyrir sér orðalagi í þingmálaskránni þar sem kemur fram að taka eigi með skýrum hætti á hvers kyns misnotkun á sterum. Hafa einhverjir túlkað það þannig að taka eigi þeim sem neyta stera með skýrum hætti en Óttarr Proppé segir svo ekki vera í svari til Vísis. „Frumvarpið sem spurt er um er enn í vinnslu í ráðuneytinu. Það fjallar ekki að neinu leyti um þá sem neyta umræddra efna. Tilgangur þess er að sporna við dreifingu og sölu þessara efna og sömuleiðis ólöglegri framleiðslu og innflutningi þeirra. Samráð verður haft við breiðan hóp hagsmunaaðila við smíði frumvarpsins og er stefnt að því að birta drög að frumvarpinu á vef ráðuneytisins til umsagnar áður en það verður lagt fram á Alþingi,“ segir Óttarr.Nefnd lagði til skaðaminnkandi úrræði Unnið hefur verið að þessu frumvarpi í einhvern tíma og áður en Óttarr tók til starfa sem heilbrigðisráðherra. Forveri hans í starfi, Kristján Þór Júlíusson sem nú er mennta- og menningarmálaráðherra, setti saman nefnd á síðasta kjörtímabili sem átti að móta stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu. Tillögur nefndarinnar byggðu á því að innleidd verði skaðaminnkandi úrræði í stað refsinga þegar fíkniefnabrot eru annars vegar. Var til að mynda lagt til að fyrir vörslu og meðferð ólöglegra vímuefna, þegar um neysluskammta er að ræða, yrði bundin við sektir þannig að enginn verði dæmdur til fangelsisvistar fyrir slík brot. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra ætlar að leggja fram frumvarp til laga á þingi í mars næstkomandi um misnotkun vefjaaukandi efna og stera. Þetta kemur fram í þingmálaskrá ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Í þingmálaskránni kemur fram að um ný lög sé að ræða og að nauðsynlegt sé að leggja fram frumvarp sem spornar við misnotkun á vefjaaukandi efnum og sterum. Eru engin lög sögð í gildi sem taka á misnotkun vefaukandi efna og stera en er regluverkinu meðal annars ætla að taka með skýrum hætti á hvers kyns misnotkun, framleiðslu, innflutningi og dreifingu á þessum efnum. Í þingmálaskránni kemur fram að óskað hafi verið eftir því af ýmsum aðilum að lögfestar verði reglur á þessu sviði, en í svari frá heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Vísis kemur fram að óskað hafi verið einna helst eftir því af tollstjóra og lögreglunni.Ætla að horfa til danskrar löggjafar Sterar falla undir lyfjalög hér á landi og því varðar varsla á þeim fjársektum en ekki fangelsisvist, nema brotið sé stórfellt eða ítrekað. Innflutningur og framleiðsla á þeim er ólögleg og brýtur í bága við lyfjalögin. Í þingmálaskránni kemur fram að sambærileg dönsk löggjöf verði höfð til hliðsjónar þegar kemur að því að lögfesta reglur á þessu sviði. Í Danmörku er hámarksrefsing fyrir vörslu stera allt að tveggja ára fangelsisvist.Fjallar ekki um neytendur Hafa því margir velt fyrir sér orðalagi í þingmálaskránni þar sem kemur fram að taka eigi með skýrum hætti á hvers kyns misnotkun á sterum. Hafa einhverjir túlkað það þannig að taka eigi þeim sem neyta stera með skýrum hætti en Óttarr Proppé segir svo ekki vera í svari til Vísis. „Frumvarpið sem spurt er um er enn í vinnslu í ráðuneytinu. Það fjallar ekki að neinu leyti um þá sem neyta umræddra efna. Tilgangur þess er að sporna við dreifingu og sölu þessara efna og sömuleiðis ólöglegri framleiðslu og innflutningi þeirra. Samráð verður haft við breiðan hóp hagsmunaaðila við smíði frumvarpsins og er stefnt að því að birta drög að frumvarpinu á vef ráðuneytisins til umsagnar áður en það verður lagt fram á Alþingi,“ segir Óttarr.Nefnd lagði til skaðaminnkandi úrræði Unnið hefur verið að þessu frumvarpi í einhvern tíma og áður en Óttarr tók til starfa sem heilbrigðisráðherra. Forveri hans í starfi, Kristján Þór Júlíusson sem nú er mennta- og menningarmálaráðherra, setti saman nefnd á síðasta kjörtímabili sem átti að móta stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu. Tillögur nefndarinnar byggðu á því að innleidd verði skaðaminnkandi úrræði í stað refsinga þegar fíkniefnabrot eru annars vegar. Var til að mynda lagt til að fyrir vörslu og meðferð ólöglegra vímuefna, þegar um neysluskammta er að ræða, yrði bundin við sektir þannig að enginn verði dæmdur til fangelsisvistar fyrir slík brot.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira